Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2024 19:16 Vivianne Miedema er komin á blað hjá Man City. Franco Arland/Getty Images Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. Man City sótti París FC heim og var án Khadiju Shaw, markahæsta leikmann liðsins á síðustu leiktíð, þar sem það gleymdist að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann öfluga. Það kom ekki að sök þar sem Man City vann ótrúlegan 5-0 útisigur og heimaleikurinn svo gott sem formsatriði nú. Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema kom frá Arsenal í sumar og opnaði markareikninginn sinn með fyrsta marki leiksins á 36. mínútu. Jessica Park tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks. A debut goal for Miedema 🩵#UWCL || @ManCityWomen pic.twitter.com/8F3K2caCF9— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 18, 2024 Í þeim síðari skoraði Mary Fowler þriðja markið áður en Park skoraði annað mark sitt og fjórða mark gestanna. Chloe Kelly fullkomnaði svo magnaðan sigur Man City. Í Svíþjóð gerði Häcken sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á Arsenal. Tabby Tindell með eina mark leiksins á 77. mínútu og ljóst að Skytturnar þurfa að spila talsvert betur í heimaleiknum ætli þær sér að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Will Arsenal find an equaliser in the final moments at Gothenburg? 🤔#UWCL pic.twitter.com/JQ4hzVOh6n— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 18, 2024 Önnur úrslit Roma 3-1 Servette Osijek 1-4 Twente Hammarby 1-2 Benfica Juventus 3-1 París Saint-Germain Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sú markahæsta ekki með vegna klaufalegra mistaka Khadija Shaw, markahæsti leikmaður Ofurdeildar kvenna á Englandi á síðustu leiktíð, verður ekki með Manchester City þegar liðið sækir París FC heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ástæðan er sú að félagið gleymdi að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann. 18. september 2024 17:31 Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Sjá meira
Man City sótti París FC heim og var án Khadiju Shaw, markahæsta leikmann liðsins á síðustu leiktíð, þar sem það gleymdist að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann öfluga. Það kom ekki að sök þar sem Man City vann ótrúlegan 5-0 útisigur og heimaleikurinn svo gott sem formsatriði nú. Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema kom frá Arsenal í sumar og opnaði markareikninginn sinn með fyrsta marki leiksins á 36. mínútu. Jessica Park tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks. A debut goal for Miedema 🩵#UWCL || @ManCityWomen pic.twitter.com/8F3K2caCF9— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 18, 2024 Í þeim síðari skoraði Mary Fowler þriðja markið áður en Park skoraði annað mark sitt og fjórða mark gestanna. Chloe Kelly fullkomnaði svo magnaðan sigur Man City. Í Svíþjóð gerði Häcken sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á Arsenal. Tabby Tindell með eina mark leiksins á 77. mínútu og ljóst að Skytturnar þurfa að spila talsvert betur í heimaleiknum ætli þær sér að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Will Arsenal find an equaliser in the final moments at Gothenburg? 🤔#UWCL pic.twitter.com/JQ4hzVOh6n— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 18, 2024 Önnur úrslit Roma 3-1 Servette Osijek 1-4 Twente Hammarby 1-2 Benfica Juventus 3-1 París Saint-Germain
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sú markahæsta ekki með vegna klaufalegra mistaka Khadija Shaw, markahæsti leikmaður Ofurdeildar kvenna á Englandi á síðustu leiktíð, verður ekki með Manchester City þegar liðið sækir París FC heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ástæðan er sú að félagið gleymdi að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann. 18. september 2024 17:31 Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Sjá meira
Sú markahæsta ekki með vegna klaufalegra mistaka Khadija Shaw, markahæsti leikmaður Ofurdeildar kvenna á Englandi á síðustu leiktíð, verður ekki með Manchester City þegar liðið sækir París FC heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ástæðan er sú að félagið gleymdi að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann. 18. september 2024 17:31
Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22