Íslendingalið Vålerenga og Wolfsburg með misgóða sigra í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2024 20:04 Sveindís Jane kom við sögu í gríðarlega öruggum sigri Wolfsburg. Getty Images/Cathrin Mueller Vålerenga vann gríðarlega öflugan 2-1 útisigur á Anderlecht í von sinni um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Á sama tíma tryggði Wolfsburg sér sæti þökk sé 7-0 útisigri á Fiorentina. Alexandra Jóhannsdóttir var eina landsliðskona Íslands sem var í byrjunarliði síns liðs. Alexandra hefði ef til vill viljað vera á bekknum en Fiorentina átti hreinlega engin svör við mögnuðum sóknarleik Wolfsburg í kvöld. Hin þaulreynda Marina Hegering braut ísinn strax á 6. mínútu og kom Wolfsburg í 2-0 með öðru marki sínu á 25. mínútu. '32 📸#FIOWOB 0:2 pic.twitter.com/PAVVnYrvDL— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) September 18, 2024 Alexandra Popp bætti þriðja markinu við á 38. mínútu og Julie Brand bætti fjórða markinu við áður en flautað var til hálfleiks. Popp bætti við öðru marki sínu í upphafi síðari hálfleiks og fullkomnaði þrennu sína á 57. mínútu þegar gestirnir komust 6-0 yfir. Skömmu síðar kom Sveindís Jane Jónsdóttir inn af bekknum hjá Wolfsburg og fékk því mikilvægar mínútur en landsliðskonan hefur verið að glíma við meiðsli. Vivien Endemann skoraði sjöunda mark Wolfsburg í blálokin og þýska liðið svo gott sem komið í riðlakeppnina þó síðari leikurinn í Þýskalandi sé enn eftir. Schöne Grüße aus der Torskana! 😄👏🤩#FIOWOB #VfLWolfsburg #VfLWolfsburgFrauen #Wölfinnen pic.twitter.com/NPoK6e2Tm0— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) September 18, 2024 Sædís Rún Heiðarsdóttir hóf leik Vålerenga í Belgíu á varamannabekknum en gestirnir frá Noregi gátu vart byrjað betur. Michaela Kovacs kom Vålerenga yfir á 14. mínútu og Karina Sævik tvöfaldaði forystuna aðeins tveimur mínútum síðar. Stefanie Vatafu minnkaði muninn fyrir Anderlecht þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum og þegar 42 mínútur voru á klukkunni dró enn frekar til tíðinda. Kovacs fékk þá beint rautt spjald og Anderlecht fann því lyktina af endurkomu í síðari hálfleik. Kruttsterk seier i Belgia!Vi spiller en hel omgang med 10 spillere, kjemper heroisk og nå skal det hele avgjøres i Oslo om en uke🔥 pic.twitter.com/zceCRrHA7b— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) September 18, 2024 Hún kom ekki og unnu gestirnir mikilvægan 2-1 sigur. Sædís Rún kom af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks og hjálpaði sínu liði að halda út. Seinni leikur liðanna fer fram í Noregi og sker úr um hvort liðið fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. 18. september 2024 19:16 Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Alexandra hefði ef til vill viljað vera á bekknum en Fiorentina átti hreinlega engin svör við mögnuðum sóknarleik Wolfsburg í kvöld. Hin þaulreynda Marina Hegering braut ísinn strax á 6. mínútu og kom Wolfsburg í 2-0 með öðru marki sínu á 25. mínútu. '32 📸#FIOWOB 0:2 pic.twitter.com/PAVVnYrvDL— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) September 18, 2024 Alexandra Popp bætti þriðja markinu við á 38. mínútu og Julie Brand bætti fjórða markinu við áður en flautað var til hálfleiks. Popp bætti við öðru marki sínu í upphafi síðari hálfleiks og fullkomnaði þrennu sína á 57. mínútu þegar gestirnir komust 6-0 yfir. Skömmu síðar kom Sveindís Jane Jónsdóttir inn af bekknum hjá Wolfsburg og fékk því mikilvægar mínútur en landsliðskonan hefur verið að glíma við meiðsli. Vivien Endemann skoraði sjöunda mark Wolfsburg í blálokin og þýska liðið svo gott sem komið í riðlakeppnina þó síðari leikurinn í Þýskalandi sé enn eftir. Schöne Grüße aus der Torskana! 😄👏🤩#FIOWOB #VfLWolfsburg #VfLWolfsburgFrauen #Wölfinnen pic.twitter.com/NPoK6e2Tm0— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) September 18, 2024 Sædís Rún Heiðarsdóttir hóf leik Vålerenga í Belgíu á varamannabekknum en gestirnir frá Noregi gátu vart byrjað betur. Michaela Kovacs kom Vålerenga yfir á 14. mínútu og Karina Sævik tvöfaldaði forystuna aðeins tveimur mínútum síðar. Stefanie Vatafu minnkaði muninn fyrir Anderlecht þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum og þegar 42 mínútur voru á klukkunni dró enn frekar til tíðinda. Kovacs fékk þá beint rautt spjald og Anderlecht fann því lyktina af endurkomu í síðari hálfleik. Kruttsterk seier i Belgia!Vi spiller en hel omgang med 10 spillere, kjemper heroisk og nå skal det hele avgjøres i Oslo om en uke🔥 pic.twitter.com/zceCRrHA7b— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) September 18, 2024 Hún kom ekki og unnu gestirnir mikilvægan 2-1 sigur. Sædís Rún kom af bekknum þegar tíu mínútur lifðu leiks og hjálpaði sínu liði að halda út. Seinni leikur liðanna fer fram í Noregi og sker úr um hvort liðið fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. 18. september 2024 19:16 Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. 18. september 2024 19:16
Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22