Þessi stórskrítnu norm í óbarnvænu samfélagi Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 19. september 2024 16:33 Það er of margt uggvænlegt að gerast. Fólki líður ekki nógu vel og börnunum okkar líður ekki nógu vel. Þessa dagana er alltof mikið af hræðilegum atburðum að eiga sér stað á Íslandi. Það er slatti af „normum“ hér á landi sem eru ekki góð norm. Normið að börn fari ung frá foreldrum sínum og dagar þeirra séu langir. Normið að börn séu þreytt og tætt og með upptendruð taugakerfi. Normið að íslenskt skólakerfi sé komið að þolmörkum vegna álags. Normið að kennarar og skólastarfsmenn þurfi stöðugt að vera að slökkva elda vegna vanlíðunar barna. Normið að kennarar og skólastarfsmenn séu að kafna úr álagi vegna allra þeirra barna sem líður ekki vel. Normið að drengirnir okkar dafni illa innan skólakerfisins. Normið að það sé "alltaf" mikið að gera hjá fjölskyldum og að samfélagið krefjist of mikils af þeim. Normið að börn eyði miklum tíma fyrir framan skjá. Normið að íslensk börn skori hátt þegar kemur að lyfjanotkun tengdri andlegri líðan. Normið að foreldrar séu örþreyttir og að kafna undan álagi. Normið að unglingar okkar drekka alltof mikið af orkudrykkjum og skorti svefn. Normið að það sé dýrt og erfitt að fá nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni á Íslandi. Normið að íslenskt samfélag sé ekki fjölskyldvænt. Mér finnst í lengri tíma hafa ríkt nokkurs konar meðvirkni þegar kemur að mörgum hlutum í samfélaginu okkar. Að við eigum bara að segja að allt "gangi vel" og "sé í lagi." Það er ekki raunin og það þarf að horfast í augu við vandann. Það er fullt af fólki að gera vel og reyna sitt allra besta og það er fullt af stórkostlegu fólki inn í kerfunum okkar að reyna eins og það getur en þetta er samt svo þungt. Og staðreyndin er sú að of mörgum íslenskum börnum líður illa. Það þarf að brjóta norm og breyta þeim og byggja upp fjölskylduvænna samfélag með börn í forgrunni. Kerfið sem grípur foreldra og börn þarf að vera sterkara. Það þarf að finna leiðir svo foreldrar og börn geti ræktað tengsl sín enn betur. Mögulega má segja að nokkurs konar tengslarof ríki í samfélaginu og fátt hefur meira forvarnargildi en sterk tengsl foreldra og barna. Börn eru grunnur hvers samfélags og það ætti allt að vera hugsað út frá þeim. Í dag er stundum eins og börn séu nokkurs konar aukahlutur. Það þarf að auka fjármagn þegar kemur að málefnum barna. Það þarf að vanda grunninn vel svo húsið standi. Við viljum ekki þjóðfélag byggt á sandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það er of margt uggvænlegt að gerast. Fólki líður ekki nógu vel og börnunum okkar líður ekki nógu vel. Þessa dagana er alltof mikið af hræðilegum atburðum að eiga sér stað á Íslandi. Það er slatti af „normum“ hér á landi sem eru ekki góð norm. Normið að börn fari ung frá foreldrum sínum og dagar þeirra séu langir. Normið að börn séu þreytt og tætt og með upptendruð taugakerfi. Normið að íslenskt skólakerfi sé komið að þolmörkum vegna álags. Normið að kennarar og skólastarfsmenn þurfi stöðugt að vera að slökkva elda vegna vanlíðunar barna. Normið að kennarar og skólastarfsmenn séu að kafna úr álagi vegna allra þeirra barna sem líður ekki vel. Normið að drengirnir okkar dafni illa innan skólakerfisins. Normið að það sé "alltaf" mikið að gera hjá fjölskyldum og að samfélagið krefjist of mikils af þeim. Normið að börn eyði miklum tíma fyrir framan skjá. Normið að íslensk börn skori hátt þegar kemur að lyfjanotkun tengdri andlegri líðan. Normið að foreldrar séu örþreyttir og að kafna undan álagi. Normið að unglingar okkar drekka alltof mikið af orkudrykkjum og skorti svefn. Normið að það sé dýrt og erfitt að fá nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni á Íslandi. Normið að íslenskt samfélag sé ekki fjölskyldvænt. Mér finnst í lengri tíma hafa ríkt nokkurs konar meðvirkni þegar kemur að mörgum hlutum í samfélaginu okkar. Að við eigum bara að segja að allt "gangi vel" og "sé í lagi." Það er ekki raunin og það þarf að horfast í augu við vandann. Það er fullt af fólki að gera vel og reyna sitt allra besta og það er fullt af stórkostlegu fólki inn í kerfunum okkar að reyna eins og það getur en þetta er samt svo þungt. Og staðreyndin er sú að of mörgum íslenskum börnum líður illa. Það þarf að brjóta norm og breyta þeim og byggja upp fjölskylduvænna samfélag með börn í forgrunni. Kerfið sem grípur foreldra og börn þarf að vera sterkara. Það þarf að finna leiðir svo foreldrar og börn geti ræktað tengsl sín enn betur. Mögulega má segja að nokkurs konar tengslarof ríki í samfélaginu og fátt hefur meira forvarnargildi en sterk tengsl foreldra og barna. Börn eru grunnur hvers samfélags og það ætti allt að vera hugsað út frá þeim. Í dag er stundum eins og börn séu nokkurs konar aukahlutur. Það þarf að auka fjármagn þegar kemur að málefnum barna. Það þarf að vanda grunninn vel svo húsið standi. Við viljum ekki þjóðfélag byggt á sandi!
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun