Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 19:02 Florian Wirtz er allt í öllu í sóknarleik Bayer Leverkusen. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. Í Serbíu kom Íslandsvinurinn Kerem Aktürkoğlu gestunum frá Portúgal yfir eftir sendingu frá hinum danska Alexander Bah. Það má segja að Tyrkir hafi verið allt í öllu hjá Benfica í kvöld en Orkun Kökçü skoraði annað mark liðsins og kom liðinu 2-0 yfir áður en fyrri hálfleik var lokið. Angólamaðurinn Milson minnkaði muninn fyrir heimamenn undir lok leiks en nær komst Rauða stjarnan ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri Benfica. Leikmenn Benfica fagna.EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Í Hollandi voru Þýskalandsmeistarar Leverkusen í heimsókn og gengu þeir hreinlega frá leiknum í fyrri hálfleik en öll fjögur mörkin voru skoruð áður en honum lauk. Florian Wirtz kom gestunum yfir strax á 5. mínútu eftir undirbúning Robert Andrich. Það var svo þegar hálftími var liðinn sem Alejandro Grimaldo tvöfaldaði forystuna eftir sendingu frá Jeremie Frimpong. Wirtz var aftur á ferðinni sex mínútum síðar og aftur var það Frimpong sem lagði markið upp. Á lokamínútu fyrri hálfleiks gerði Timon Wellenreuther hræðileg mistök í marki Feyenoord þegar honum tókst að slá boltann í eigið net og staðan 0-4 í hálfleik. Leverkusen score four! 🤩#UCL pic.twitter.com/ibqH5Ph8dz— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Um miðbik síðari hálfleik héldu heimamenn að þeir hefðu fengið vítaspyrnu en eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur í myndbandsskjánum á hliðarlínunni ákvað hann að ekki væri um brot að ræða. Ekki löngu síðar héldu heimamenn að þeir hefðu minnkað muninn en flaggið fór á loft og lauk leiknum með 4-0 sigri gestanna. Benfica og Leverkusen byrja Meistaradeildina þetta árið því með góðum sigrum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjá meira
Í Serbíu kom Íslandsvinurinn Kerem Aktürkoğlu gestunum frá Portúgal yfir eftir sendingu frá hinum danska Alexander Bah. Það má segja að Tyrkir hafi verið allt í öllu hjá Benfica í kvöld en Orkun Kökçü skoraði annað mark liðsins og kom liðinu 2-0 yfir áður en fyrri hálfleik var lokið. Angólamaðurinn Milson minnkaði muninn fyrir heimamenn undir lok leiks en nær komst Rauða stjarnan ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri Benfica. Leikmenn Benfica fagna.EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Í Hollandi voru Þýskalandsmeistarar Leverkusen í heimsókn og gengu þeir hreinlega frá leiknum í fyrri hálfleik en öll fjögur mörkin voru skoruð áður en honum lauk. Florian Wirtz kom gestunum yfir strax á 5. mínútu eftir undirbúning Robert Andrich. Það var svo þegar hálftími var liðinn sem Alejandro Grimaldo tvöfaldaði forystuna eftir sendingu frá Jeremie Frimpong. Wirtz var aftur á ferðinni sex mínútum síðar og aftur var það Frimpong sem lagði markið upp. Á lokamínútu fyrri hálfleiks gerði Timon Wellenreuther hræðileg mistök í marki Feyenoord þegar honum tókst að slá boltann í eigið net og staðan 0-4 í hálfleik. Leverkusen score four! 🤩#UCL pic.twitter.com/ibqH5Ph8dz— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Um miðbik síðari hálfleik héldu heimamenn að þeir hefðu fengið vítaspyrnu en eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur í myndbandsskjánum á hliðarlínunni ákvað hann að ekki væri um brot að ræða. Ekki löngu síðar héldu heimamenn að þeir hefðu minnkað muninn en flaggið fór á loft og lauk leiknum með 4-0 sigri gestanna. Benfica og Leverkusen byrja Meistaradeildina þetta árið því með góðum sigrum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjá meira