Framlengjum séreignarleiðina til að vernda heimilin Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 20. september 2024 07:15 Nú þegar heimilin standa frammi fyrir aukinni skuldabyrði hefur ríkisstjórnin ákveðið að fella niður mikilvægt varnarúrræði – almenna heimild til að nýta séreignarsparnað til ráðstöfunar inn á höfuðstól láns. Þetta er bæði illa tímasett og slæm ákvörðun fyrir millitekjufólk. Heimilin standa nú frammi fyrir því að fá verðbólguna af fullum þunga í heimilisbókhaldið. Tveir vondir kostir í stöðunni Á seinni helmingi ársins og á árinu 2025 munu um 450 milljarðar króna af óverðtryggðum húsnæðislánum koma til endurskoðunar á vöxtum. Þetta þýðir að heimilin verða neydd til að velja á milli tveggja vondra kosta. Að auka greiðslubyrði um allt að 120% eða velja verðtryggð lán. Flest heimili munu neyðast til að velja verðtryggð lán til að halda greiðslubyrði stöðugri til skamms tíma. Verðbólgan mun aftur á móti fást að láni inn í framtíðina, verðbætur munu hrannast upp og eiginfjáráhætta heimila aukast. Horfið verður aftur til lánafyrirkomulags sem átti að tilheyra fortíðinni. Skynsöm og jákvæð skilaboð á erfiðum tímum Stéttarfélagið Viska hvetur ríkisstjórnina til að framlengja almenna heimild til nýtingar séreignar. Úrræðið hefur reynst heimilum landsins vel og gefur þeim tækifæri til að staðgreiða verðbólguna að hluta á erfiðum tímum. Framlenging úrræðisins myndi einnig koma til móts við kröfur háskólamenntaðra og millitekjufólks um aukinn stuðning í tengslum við kjarasamninga á vinnumarkaði. Það væru jákvæð og umfram allt skynsöm skilaboð að framlengja – gerum það! Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar heimilin standa frammi fyrir aukinni skuldabyrði hefur ríkisstjórnin ákveðið að fella niður mikilvægt varnarúrræði – almenna heimild til að nýta séreignarsparnað til ráðstöfunar inn á höfuðstól láns. Þetta er bæði illa tímasett og slæm ákvörðun fyrir millitekjufólk. Heimilin standa nú frammi fyrir því að fá verðbólguna af fullum þunga í heimilisbókhaldið. Tveir vondir kostir í stöðunni Á seinni helmingi ársins og á árinu 2025 munu um 450 milljarðar króna af óverðtryggðum húsnæðislánum koma til endurskoðunar á vöxtum. Þetta þýðir að heimilin verða neydd til að velja á milli tveggja vondra kosta. Að auka greiðslubyrði um allt að 120% eða velja verðtryggð lán. Flest heimili munu neyðast til að velja verðtryggð lán til að halda greiðslubyrði stöðugri til skamms tíma. Verðbólgan mun aftur á móti fást að láni inn í framtíðina, verðbætur munu hrannast upp og eiginfjáráhætta heimila aukast. Horfið verður aftur til lánafyrirkomulags sem átti að tilheyra fortíðinni. Skynsöm og jákvæð skilaboð á erfiðum tímum Stéttarfélagið Viska hvetur ríkisstjórnina til að framlengja almenna heimild til nýtingar séreignar. Úrræðið hefur reynst heimilum landsins vel og gefur þeim tækifæri til að staðgreiða verðbólguna að hluta á erfiðum tímum. Framlenging úrræðisins myndi einnig koma til móts við kröfur háskólamenntaðra og millitekjufólks um aukinn stuðning í tengslum við kjarasamninga á vinnumarkaði. Það væru jákvæð og umfram allt skynsöm skilaboð að framlengja – gerum það! Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar