Eiginmaður íslenskrar konu lét sig hverfa rétt eftir brúðkaupið Árni Sæberg skrifar 20. september 2024 10:53 Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Kampala hafa meðal annarra reynt að hafa uppi á manninum. Stjórnarráðið Íslensk kona á sextugsaldri hefur stefnt úgönskum eiginmanni sínum til lögskilnaðar en hún hefur hvorki heyrt frá honum né séð frá árinu 2007, skömmu eftir að þau gengu í hjónaband. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Þar segir að lögmaður hafi tilkynnt Héraðsdómi Reykjavíkur að hún þyrfti að höfða mál fyrir dómstólnum á hendur manninum vegna kröfu hennar um lögskilnað. Maðurinn sé fæddur árið 1979 og aðsetur hans sé óþekkt sem og lögheimili. Þá sé málskostnaðar krafist að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti, sem lagður verði fram við aðalmeðferð málsins, komi til hennar, en þess sé krafist að málskostnaður verði tildæmdur konunni eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Með lögheimili í Úganda árið 2008 Málsatvikum er svo lýst að hjónin hafi gengið í hjúskap árið 2007 en þau hefðu kynnst nokkrum mánuðum fyrr. Stuttu eftir að þau voru gefin saman hafi maðurinn horfið og konan hafi eftir það hvorki heyrt frá honum né séð. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá hafi maðurinn verið skráður með lögheimili í Úganda 8. ágúst 2008 en vinnsludagur skráningar hafi verið 7. október 2008. Hjónin eigi engin börn saman og fjárhagur þeirra hafi aldrei verið sameiginlegur þrátt fyrir hjónabandið. Konan geri því engar fjárkröfur á hendur manninum. Hefur reynt að hafa uppi á manninum með aðstoð sendiráðsins í Kampala Fyrir liggi að árangurlaust hefur verið fyrir konuna að leita skilnaðar hjá sýslumanni en maðurinn hafi ekki haft lögheimili hér á landi síðan 2008. Gerðar hafi verið tilraunir til þess að hafa upp á stefnda, þar með talið með aðstoð Þjóðskrár, sendiráðs Íslands í Kampala, Úganda, sem og utanríkisráðuneytisins, en allt hafi komið fyrir ekki. Ráðuneytið muni hafa milligöngu um birtingu réttarstefnunnar, þar sem Úganda sé ekki aðili að Haag-samningnum. Í ljósi alls framangreinds sé konunni nauðugur einn sá kostur að höfða dómsmál, hvar farið er fram á lögskilnað, en öðru hjóna sé heimilt að höfða dómsmál og krefjast skilnaðar samkvæmt hjúskaparlögum. Úganda Ástin og lífið Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. 16. september 2024 14:14 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Þar segir að lögmaður hafi tilkynnt Héraðsdómi Reykjavíkur að hún þyrfti að höfða mál fyrir dómstólnum á hendur manninum vegna kröfu hennar um lögskilnað. Maðurinn sé fæddur árið 1979 og aðsetur hans sé óþekkt sem og lögheimili. Þá sé málskostnaðar krafist að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti, sem lagður verði fram við aðalmeðferð málsins, komi til hennar, en þess sé krafist að málskostnaður verði tildæmdur konunni eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Með lögheimili í Úganda árið 2008 Málsatvikum er svo lýst að hjónin hafi gengið í hjúskap árið 2007 en þau hefðu kynnst nokkrum mánuðum fyrr. Stuttu eftir að þau voru gefin saman hafi maðurinn horfið og konan hafi eftir það hvorki heyrt frá honum né séð. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá hafi maðurinn verið skráður með lögheimili í Úganda 8. ágúst 2008 en vinnsludagur skráningar hafi verið 7. október 2008. Hjónin eigi engin börn saman og fjárhagur þeirra hafi aldrei verið sameiginlegur þrátt fyrir hjónabandið. Konan geri því engar fjárkröfur á hendur manninum. Hefur reynt að hafa uppi á manninum með aðstoð sendiráðsins í Kampala Fyrir liggi að árangurlaust hefur verið fyrir konuna að leita skilnaðar hjá sýslumanni en maðurinn hafi ekki haft lögheimili hér á landi síðan 2008. Gerðar hafi verið tilraunir til þess að hafa upp á stefnda, þar með talið með aðstoð Þjóðskrár, sendiráðs Íslands í Kampala, Úganda, sem og utanríkisráðuneytisins, en allt hafi komið fyrir ekki. Ráðuneytið muni hafa milligöngu um birtingu réttarstefnunnar, þar sem Úganda sé ekki aðili að Haag-samningnum. Í ljósi alls framangreinds sé konunni nauðugur einn sá kostur að höfða dómsmál, hvar farið er fram á lögskilnað, en öðru hjóna sé heimilt að höfða dómsmál og krefjast skilnaðar samkvæmt hjúskaparlögum.
Úganda Ástin og lífið Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. 16. september 2024 14:14 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. 16. september 2024 14:14