Látum þá hlæja því þeir tapa hvort sem er Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 21. september 2024 09:31 Ég ákvað að skrifa þessa grein fyrir alla sem orðið hafa verið fyrir einelti og öllu því ofbeldi sem fylgir. Þú ert ekki ein/n, því mjög margir eru með þér. Lestu áfram. Við eigum öll okkar sögu. Sum okkar verða fyrir harkalegu einelti og félagslegu og andlegu ofbeldi þar sem við erum harkalega gagnrýnd og einfaldlega niðurlægð og barinn niður. Það er svo mikið af fólki sem finnst það vera misskilið af öðrum, útilokaðir frá öllum og öllu og eru algjörlega einir í heiminum. Það eru svo margir sem finnast þeim vera án ástar, án kærleika og umhyggju frá öðrum. Einfaldlega óelskaðir. Það eru svo margir sem upplifa að vera notaðir af öðrum og hlegið af og gert grín af og ekki bara yngri kynslóðin heldur sú eldri líka. Það eru svo margir sem finnast þeir ekki eiga heima í þessum heimi vegna þess að þeir upplifa sig sem skrítna, öðruvísi en aðrir vegna þess hvernig er komið fram við þá. Þessir einstaklingar upplifa sig eins og á svona hlutlausu svæði í myrkrinu án nokkurrar félagslegrar tengingar sem gefur þeim bara sársauka hvern einasta dag. Þeir eiga engan raunverulegan vin eða er tekið af öðrum eins og það raunverulega er og enginn virðist taka eftir því eða lokar augunum fyrir því. Og það lifir með grímu hvern einasta dag til að fela sársaukann. Fela hversu brotið það er. Það verður fyrir lygum, baktali, gróusögum sem algjörlega fara með það andlega og oftar en ekki leiðist þetta fólk út í fíkniefni og slæman félagsskap. Og bara af því að það fékk aldrei tækifæri til að vera tekið af öðrum eins og það er og algjörlega lokað á það með ljótu ofbeldi í sínu mörgu myndum. Einelti hefur margar birtingarmyndir ofbeldis eins og ég hef sagt hér fyrir ofan. Í 90% tilvika er einelti gert í hópum gegn einni manneskju. Einelti er mjög dulið og margslungið og gert til að niðurlægja, særa, valda sársaukafullri líðan og algjörlega mismuna og útiloka manneskjuna. Og fullt af fólki horfir á einstaklinga verða fyrir einelti hvort sem það er fullorðið eða af yngri kynslóðinni en gerir ekkert, sennilega út af hræðslu af því að lenda sjálft í einelti. Einelti er sálfræðilegt, líkamlegt, félagslegt og gert til að gjörsamlega eyðileggja orðspor og ímynd einstaklingsins. Búa til sögur um hann sem endurspeglar hann ekki nè hans karakter eða persónuleika. Þetta getur leitt til mikillar hræðslu og ótta. Lélegar og brotinnar sjálfsmyndar, einmanaleika, þunglyndi, kvíða, áráttu og þráhyggjuröskun og já sjálfsmorðshugsana og að vilja bara hverfa úr þessum heimi. Einstaklingurinn byrjar að rífa sig niður fyrir að vera ekki nógu góður og telur sig jafnvel heimskan, ljótan og algjörlega misheppnaðan í lífinu. Að enginn vilji hann eða raunverulega sjá hann og skilja. Og hann felur sig því á bakvið "brosið og reynir að komast í gegnum hvern einasta dag sem er eins og martröð." En málið er að þeir sem leggja aðra í einelti eru mjög óöruggir með sjálfan sig og hafa líklega orðið fyrir einhverskonar ofbeldi á yngri árum hvort sem það var á heimili sínu eða annarsstaðar. Þeir varpa sínum eigin sársauka á aðra og niðurlægja þá til að fá einhverskonar vald eða líðan sem var tekið af þeim í æsku. Einelti markast af hegðun sem víkur verulega frá félagslega viðmiðinu og þeir sem beita því eru mjög líklegir til að fara illa út úr lífinu á allan hátt og enda í fíkniefnum, glæpum og svo framvegis og þeir eru því langt frá því að vera andlega félagslegir á heilbrigðan hátt. Ég lít svo á að flestir sem beita einelti glími við einhverskonar persónuleikaröskun og að uppeldisaðstæður hafi líklega haft sterk áhrif á þá. Sérstaklega ef einstaklingurinn hefur alist upp í ógnandi heimilisaðstæðum. En sem betur fer að margir sem verða fyrir eineltinu ná sér út úr því og ofbeldið sem þeir hafa orðið fyrir endar. Þeir hætta að rífa sig niður með sjálfshatri og enda uppi sem sigurvegarar í lífinu og fá loksins þá ást, frið, umhyggju og þá viðurkenningu sem það á skilið. Að vera séð og tekið af öðrum algjörlega eins og það er. Að geta verið algjörlega sá sem þú ert. Og það er mesta frelsið og gleðin sem þú getur fengið í heiminum. Ég veit það sjálfur því ég er einn af þeim. Ég er einn af ykkur. Að lokum vil ég deila með öllum sem lent hafa í einelti lag eftir Brandi Marie Carlile sem ég hlusta mjög oft á. En þetta lag gaf henni fyrstu Grammy verðlaunin sín. Þetta er einfaldlega eitt fallegasta lag sem samið hefur verið síðustu áratugina og er ákveðinn þjóðsöngur fyrir alla minnihlutahópa og þá sem hafa lent í einelti og öllu því ofbeldi sem fylgir því. Á endanum, þá tapa þeir í lífinu sem beita einelti og ofbeldi. Þannig þú ert sigurvegari. Þú vannst þessa baráttu og komst út hinumegin á endanum. Þetta lag er fyrir þig. Ást og friður. https://youtu.be/ON0yCLjr9nw?si=zNLzZBNkmIoeryI4 Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ég ákvað að skrifa þessa grein fyrir alla sem orðið hafa verið fyrir einelti og öllu því ofbeldi sem fylgir. Þú ert ekki ein/n, því mjög margir eru með þér. Lestu áfram. Við eigum öll okkar sögu. Sum okkar verða fyrir harkalegu einelti og félagslegu og andlegu ofbeldi þar sem við erum harkalega gagnrýnd og einfaldlega niðurlægð og barinn niður. Það er svo mikið af fólki sem finnst það vera misskilið af öðrum, útilokaðir frá öllum og öllu og eru algjörlega einir í heiminum. Það eru svo margir sem finnast þeim vera án ástar, án kærleika og umhyggju frá öðrum. Einfaldlega óelskaðir. Það eru svo margir sem upplifa að vera notaðir af öðrum og hlegið af og gert grín af og ekki bara yngri kynslóðin heldur sú eldri líka. Það eru svo margir sem finnast þeir ekki eiga heima í þessum heimi vegna þess að þeir upplifa sig sem skrítna, öðruvísi en aðrir vegna þess hvernig er komið fram við þá. Þessir einstaklingar upplifa sig eins og á svona hlutlausu svæði í myrkrinu án nokkurrar félagslegrar tengingar sem gefur þeim bara sársauka hvern einasta dag. Þeir eiga engan raunverulegan vin eða er tekið af öðrum eins og það raunverulega er og enginn virðist taka eftir því eða lokar augunum fyrir því. Og það lifir með grímu hvern einasta dag til að fela sársaukann. Fela hversu brotið það er. Það verður fyrir lygum, baktali, gróusögum sem algjörlega fara með það andlega og oftar en ekki leiðist þetta fólk út í fíkniefni og slæman félagsskap. Og bara af því að það fékk aldrei tækifæri til að vera tekið af öðrum eins og það er og algjörlega lokað á það með ljótu ofbeldi í sínu mörgu myndum. Einelti hefur margar birtingarmyndir ofbeldis eins og ég hef sagt hér fyrir ofan. Í 90% tilvika er einelti gert í hópum gegn einni manneskju. Einelti er mjög dulið og margslungið og gert til að niðurlægja, særa, valda sársaukafullri líðan og algjörlega mismuna og útiloka manneskjuna. Og fullt af fólki horfir á einstaklinga verða fyrir einelti hvort sem það er fullorðið eða af yngri kynslóðinni en gerir ekkert, sennilega út af hræðslu af því að lenda sjálft í einelti. Einelti er sálfræðilegt, líkamlegt, félagslegt og gert til að gjörsamlega eyðileggja orðspor og ímynd einstaklingsins. Búa til sögur um hann sem endurspeglar hann ekki nè hans karakter eða persónuleika. Þetta getur leitt til mikillar hræðslu og ótta. Lélegar og brotinnar sjálfsmyndar, einmanaleika, þunglyndi, kvíða, áráttu og þráhyggjuröskun og já sjálfsmorðshugsana og að vilja bara hverfa úr þessum heimi. Einstaklingurinn byrjar að rífa sig niður fyrir að vera ekki nógu góður og telur sig jafnvel heimskan, ljótan og algjörlega misheppnaðan í lífinu. Að enginn vilji hann eða raunverulega sjá hann og skilja. Og hann felur sig því á bakvið "brosið og reynir að komast í gegnum hvern einasta dag sem er eins og martröð." En málið er að þeir sem leggja aðra í einelti eru mjög óöruggir með sjálfan sig og hafa líklega orðið fyrir einhverskonar ofbeldi á yngri árum hvort sem það var á heimili sínu eða annarsstaðar. Þeir varpa sínum eigin sársauka á aðra og niðurlægja þá til að fá einhverskonar vald eða líðan sem var tekið af þeim í æsku. Einelti markast af hegðun sem víkur verulega frá félagslega viðmiðinu og þeir sem beita því eru mjög líklegir til að fara illa út úr lífinu á allan hátt og enda í fíkniefnum, glæpum og svo framvegis og þeir eru því langt frá því að vera andlega félagslegir á heilbrigðan hátt. Ég lít svo á að flestir sem beita einelti glími við einhverskonar persónuleikaröskun og að uppeldisaðstæður hafi líklega haft sterk áhrif á þá. Sérstaklega ef einstaklingurinn hefur alist upp í ógnandi heimilisaðstæðum. En sem betur fer að margir sem verða fyrir eineltinu ná sér út úr því og ofbeldið sem þeir hafa orðið fyrir endar. Þeir hætta að rífa sig niður með sjálfshatri og enda uppi sem sigurvegarar í lífinu og fá loksins þá ást, frið, umhyggju og þá viðurkenningu sem það á skilið. Að vera séð og tekið af öðrum algjörlega eins og það er. Að geta verið algjörlega sá sem þú ert. Og það er mesta frelsið og gleðin sem þú getur fengið í heiminum. Ég veit það sjálfur því ég er einn af þeim. Ég er einn af ykkur. Að lokum vil ég deila með öllum sem lent hafa í einelti lag eftir Brandi Marie Carlile sem ég hlusta mjög oft á. En þetta lag gaf henni fyrstu Grammy verðlaunin sín. Þetta er einfaldlega eitt fallegasta lag sem samið hefur verið síðustu áratugina og er ákveðinn þjóðsöngur fyrir alla minnihlutahópa og þá sem hafa lent í einelti og öllu því ofbeldi sem fylgir því. Á endanum, þá tapa þeir í lífinu sem beita einelti og ofbeldi. Þannig þú ert sigurvegari. Þú vannst þessa baráttu og komst út hinumegin á endanum. Þetta lag er fyrir þig. Ást og friður. https://youtu.be/ON0yCLjr9nw?si=zNLzZBNkmIoeryI4 Höfundur er eilífðarstúdent.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun