Orkunýlendan Ísland? Bjarni Jónsson skrifar 22. september 2024 08:01 Kapphlaupið um Ísland er í algleymingi, náttúru og auðlindir þjóðarinnar. Um landið sveima lukkuriddarar og leppar erlendra stórfyrirtækja og ríkjasambanda, ásamt fleira landsölufólki og íslenskum meðhlauppsmönnum. Uppkaup á landi, útsendarar að festa landspildur og ósnortna náttúru fyrir hrikaleg áform um stórfelda uppsetningu vindmylla og vindmyllugarða í andlit fólks víðsvegar um landið. Það er mikið undir áður en komið verður á þá böndum. Landgæðum og náttúru fórnað fyrir óseðjandi orkuþörf Evrópu? Það er öllum ljóst að það sem stendur til að framleiða af vindorku er langt umfram það sem Ísland er að fara að nýta. Svo vitum við einnig að á móti þarf að skaffa mikla vatnsaflsorku, langt umfram þarfir landsmanna, til þess að mæta jöfnunarþörf á móti þessari vindorku. Sökkva fjölmörgum nýjum svæðum fyrir virkjanir. Hvað á þá að gera við alla þessa orku, því lítið verður notað af henni á Íslandi? Svarið blasir við, henni er ætlað að seðja óþrjótandi orkuþörf Evrópu og öxulvelda Evrópusambandsins í gegnum sæstreng og einnig eftir því sem tækninni fleygir fram, framleiðslu eldsneytis með raforku, svo sem vetnis eða annars rafeldsneytis í formi ammóníaks, metanóls eða metans sem síðan verði flutt úr landi. Ekki heimild í íslenskum lögum til lagningar sæstrengs Leiðin virtist greidd fyrir þessi erlendu öfl og ESB blokkina framhjá íslenskum lögum með samþykkt orkupakka 3 og Þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Fleiri fengu hinsvegar, kalda fætur við afgreiðslu málsins og á elleftu stundu var bætt við ákvæði um að „Ekki verður ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis“ Ekki hefur samt hægt á umsvifum og fyrirgangi þessara erlendu aðila, ríkja, fyrirtækja og fulltrúa þeirra við að greiða sínum áformum leið á Íslandi og útsendarar þeirra og samstarfsmenn vel tengdir inn í stjórnmálin á Íslandi. Þar er treyst á að slíkum fyrirvara verði hrundið með nýrri samþykkt Alþingis þegar það verður þeim hliðhollara; eða að þeim verði opnuð leið með annarri lagasetningu og ákvörðunum. Samþykkt á bókun 35. Leiðin greidd fyrir ESB að breyta Íslandi í orkunýlendu? Margir eru einmitt furðu losnir yfir þeirri ákefð sem nú er lögð í að samþykkja bókun 35 við EES samninginn sem felur í sér að setja ákvæði inn í íslensk lög til að geta tekið evrópskar reglur fram yfir íslenskar lagareglur öllum stundum og hvað búi þar undir. Ekkert hefur enn komið fram sem skýrir hvers vegna það liggi svo á að afgreiða frumvarp vegna bókunar 35 í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eftir tíðindalítil 30 ár. Bent hefur verið á að verði hún samþykkt verður leiðin greidd fyrir Evrópusambandið að ganga hömlulaust að orkuauðlindum og náttúru Íslands. Skiptir það máli? Höfundur er Alþingismaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Orkumál Vinstri græn Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Kapphlaupið um Ísland er í algleymingi, náttúru og auðlindir þjóðarinnar. Um landið sveima lukkuriddarar og leppar erlendra stórfyrirtækja og ríkjasambanda, ásamt fleira landsölufólki og íslenskum meðhlauppsmönnum. Uppkaup á landi, útsendarar að festa landspildur og ósnortna náttúru fyrir hrikaleg áform um stórfelda uppsetningu vindmylla og vindmyllugarða í andlit fólks víðsvegar um landið. Það er mikið undir áður en komið verður á þá böndum. Landgæðum og náttúru fórnað fyrir óseðjandi orkuþörf Evrópu? Það er öllum ljóst að það sem stendur til að framleiða af vindorku er langt umfram það sem Ísland er að fara að nýta. Svo vitum við einnig að á móti þarf að skaffa mikla vatnsaflsorku, langt umfram þarfir landsmanna, til þess að mæta jöfnunarþörf á móti þessari vindorku. Sökkva fjölmörgum nýjum svæðum fyrir virkjanir. Hvað á þá að gera við alla þessa orku, því lítið verður notað af henni á Íslandi? Svarið blasir við, henni er ætlað að seðja óþrjótandi orkuþörf Evrópu og öxulvelda Evrópusambandsins í gegnum sæstreng og einnig eftir því sem tækninni fleygir fram, framleiðslu eldsneytis með raforku, svo sem vetnis eða annars rafeldsneytis í formi ammóníaks, metanóls eða metans sem síðan verði flutt úr landi. Ekki heimild í íslenskum lögum til lagningar sæstrengs Leiðin virtist greidd fyrir þessi erlendu öfl og ESB blokkina framhjá íslenskum lögum með samþykkt orkupakka 3 og Þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Fleiri fengu hinsvegar, kalda fætur við afgreiðslu málsins og á elleftu stundu var bætt við ákvæði um að „Ekki verður ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis“ Ekki hefur samt hægt á umsvifum og fyrirgangi þessara erlendu aðila, ríkja, fyrirtækja og fulltrúa þeirra við að greiða sínum áformum leið á Íslandi og útsendarar þeirra og samstarfsmenn vel tengdir inn í stjórnmálin á Íslandi. Þar er treyst á að slíkum fyrirvara verði hrundið með nýrri samþykkt Alþingis þegar það verður þeim hliðhollara; eða að þeim verði opnuð leið með annarri lagasetningu og ákvörðunum. Samþykkt á bókun 35. Leiðin greidd fyrir ESB að breyta Íslandi í orkunýlendu? Margir eru einmitt furðu losnir yfir þeirri ákefð sem nú er lögð í að samþykkja bókun 35 við EES samninginn sem felur í sér að setja ákvæði inn í íslensk lög til að geta tekið evrópskar reglur fram yfir íslenskar lagareglur öllum stundum og hvað búi þar undir. Ekkert hefur enn komið fram sem skýrir hvers vegna það liggi svo á að afgreiða frumvarp vegna bókunar 35 í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eftir tíðindalítil 30 ár. Bent hefur verið á að verði hún samþykkt verður leiðin greidd fyrir Evrópusambandið að ganga hömlulaust að orkuauðlindum og náttúru Íslands. Skiptir það máli? Höfundur er Alþingismaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar