Þurfi að komast út úr kjarasamningum „með góðu eða illu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2024 14:21 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn hefur brugðist lögbundnu hlutverki sínu og vinnur gegn fólkinu í landinu, að mati formanns VR. Hann segir nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin komist út úr kjarasamningum sem fyrst, „með góðu eða illu“. Þetta kom fram í máli Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR í Pallborðinu á Vísi í dag. Ragnar var gestur þáttarins ásamt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, og Sigurði Ágústi Sigurðssyni, formanni Félags eldri borgara í Reykjavík. Staða heimilanna, vextir og verðbólgu voru til umræðu. Seðlabankinn hafi kúgað vinnumarkaðinn Sérfræðingar spá því að verðbólgan verði komin niður í um fimm prósent í árslok en greiningardeild Íslandsbanka gaf það út í gær að gert væri ráð fyrir að stýrivextir yrðu 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og 5,5 prósent í árslok 2026. Stýrivextir eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Þau Ragnar og Sigríður Margrét voru spurð hvort þessar spár væru í takt við það sem lagt hefði verið upp með við undirritun kjarasamninga, sem koma til mögulegrar endurskoðunar 1. september á næsta ári. Ragnar Þór segir forsendur samninganna hafa verið þær að Seðlabankinn hefði „kúgað“ vinnumarkaðinn og verkalýðshreyfinguna með háu vaxtastigi. „Og eina skjólið eru verðtryggðu lánin, með tilheyrandi eignaupptöku. Við höfðum eiginlega engra annarra kosta völ en að ganga að þessum afarkostum, vegna þess að Seðlabankinn og seðlabankastjóri hafði tönnlast óþreytandi á því að vextir myndu ekki lækka nema samningar yrðu gerðir að ákveðinni forskrift. Þeir yrðu hóflegir og svo framvegis.“ Vill út úr samningunum Hann sagði verkalýðshreyfinguna þurfa að leita leiða út úr samningunum „með góðu eða illu, sem allra fyrst“. Ragnar minnti á lögbundið hlutverk Seðlabankans um að verja verðstöðugleika. „En hann átti stóran þátt í því að framkalla hér enn eina húsnæðiskreppuna, sem hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu allra síðustu ár.“ „Seðlabankinn hefur ekki, hann hefur ekki, ég undirstrika það, sinnt sinni lögboðnu skyldu sem er að verja hér verðstöðugleika og fólkið í landinu, heldur unnið gegn því. Fyrir því eru óteljandi rök,“ bætti Ragnar við. Hann sagði þá að Seðlabankinn ynni fyrir „fjármagnið og bankakerfið“. „Við sjáum bara afkomu bankanna, hagnaðurinn er ævintýralegur. Öll þessi tilfærsla, þetta fjármagn sem er að fara frá heimilunum bæði í formi verðbóta á húsnæðislánum, allir þeir sem eru með fastvaxtalán og eru að losna núna, hafa ekkert skjól.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Bestu lífskjör í heimi Sigríður Margrét sagði mikilvægt að hafa í huga að vandinn við stöðuna væri ekki aðeins seðlabankastjóra að taka ábyrgð á. „Vandinn er auðvitað verðbólgan. Okkur miðar í rétta átt, en það er nákvæmlega þannig að ef þú ætlar að ná árangri, alveg sama hvað þú tekur þér fyrir hendur, hann kemur ekki áreynslulaust.“ Hún sagðist ekki deila sýn Ragnars á samfélagið, og sagði íslenskt samfélag „bjóða einhver bestu lífskjörin á heimsvísu“. „Það er alveg sama hvort við horfum til þess að við séum með hæstu launin kaupmáttarleiðrétt, hæstu lægstu launin, mesta jöfnuðinn, mesta jafnréttið eða bestu lífeyriskerfin. Það er samfélagið sem við búum í.“ Hún sagði erfitt og stórt verkefni að ná efnahagslegum stöðugleika, það tæki tíma og allir þyrftu að spila með. „Við þurfum að taka á undirliggjandi vanda. Við gerðum það, þegar við gerðum þessa skynsömu langtímakjarasamninga.“ Kjaramál Pallborðið Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Leigumarkaður Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR í Pallborðinu á Vísi í dag. Ragnar var gestur þáttarins ásamt Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, og Sigurði Ágústi Sigurðssyni, formanni Félags eldri borgara í Reykjavík. Staða heimilanna, vextir og verðbólgu voru til umræðu. Seðlabankinn hafi kúgað vinnumarkaðinn Sérfræðingar spá því að verðbólgan verði komin niður í um fimm prósent í árslok en greiningardeild Íslandsbanka gaf það út í gær að gert væri ráð fyrir að stýrivextir yrðu 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og 5,5 prósent í árslok 2026. Stýrivextir eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Þau Ragnar og Sigríður Margrét voru spurð hvort þessar spár væru í takt við það sem lagt hefði verið upp með við undirritun kjarasamninga, sem koma til mögulegrar endurskoðunar 1. september á næsta ári. Ragnar Þór segir forsendur samninganna hafa verið þær að Seðlabankinn hefði „kúgað“ vinnumarkaðinn og verkalýðshreyfinguna með háu vaxtastigi. „Og eina skjólið eru verðtryggðu lánin, með tilheyrandi eignaupptöku. Við höfðum eiginlega engra annarra kosta völ en að ganga að þessum afarkostum, vegna þess að Seðlabankinn og seðlabankastjóri hafði tönnlast óþreytandi á því að vextir myndu ekki lækka nema samningar yrðu gerðir að ákveðinni forskrift. Þeir yrðu hóflegir og svo framvegis.“ Vill út úr samningunum Hann sagði verkalýðshreyfinguna þurfa að leita leiða út úr samningunum „með góðu eða illu, sem allra fyrst“. Ragnar minnti á lögbundið hlutverk Seðlabankans um að verja verðstöðugleika. „En hann átti stóran þátt í því að framkalla hér enn eina húsnæðiskreppuna, sem hefur verið helsti drifkraftur verðbólgu allra síðustu ár.“ „Seðlabankinn hefur ekki, hann hefur ekki, ég undirstrika það, sinnt sinni lögboðnu skyldu sem er að verja hér verðstöðugleika og fólkið í landinu, heldur unnið gegn því. Fyrir því eru óteljandi rök,“ bætti Ragnar við. Hann sagði þá að Seðlabankinn ynni fyrir „fjármagnið og bankakerfið“. „Við sjáum bara afkomu bankanna, hagnaðurinn er ævintýralegur. Öll þessi tilfærsla, þetta fjármagn sem er að fara frá heimilunum bæði í formi verðbóta á húsnæðislánum, allir þeir sem eru með fastvaxtalán og eru að losna núna, hafa ekkert skjól.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Bestu lífskjör í heimi Sigríður Margrét sagði mikilvægt að hafa í huga að vandinn við stöðuna væri ekki aðeins seðlabankastjóra að taka ábyrgð á. „Vandinn er auðvitað verðbólgan. Okkur miðar í rétta átt, en það er nákvæmlega þannig að ef þú ætlar að ná árangri, alveg sama hvað þú tekur þér fyrir hendur, hann kemur ekki áreynslulaust.“ Hún sagðist ekki deila sýn Ragnars á samfélagið, og sagði íslenskt samfélag „bjóða einhver bestu lífskjörin á heimsvísu“. „Það er alveg sama hvort við horfum til þess að við séum með hæstu launin kaupmáttarleiðrétt, hæstu lægstu launin, mesta jöfnuðinn, mesta jafnréttið eða bestu lífeyriskerfin. Það er samfélagið sem við búum í.“ Hún sagði erfitt og stórt verkefni að ná efnahagslegum stöðugleika, það tæki tíma og allir þyrftu að spila með. „Við þurfum að taka á undirliggjandi vanda. Við gerðum það, þegar við gerðum þessa skynsömu langtímakjarasamninga.“
Kjaramál Pallborðið Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Leigumarkaður Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira