Tveir hafa játað sök í stóra fíkniefnamálinu sem fer ekki fet Jón Þór Stefánsson skrifar 24. september 2024 15:14 Einn sakborningurinn að mæta í dómsal 101 Héraðsdóms Reykjavíkur þegar málið var þingfest. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð umfangsmikils fíkniefnamáls, sem hefur verið kennt við skemmtiferðaskip en líka verið kallað stóra fíkniefnamálið, mun fara fram í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur dagana 28. október til 6. nóvember. Þetta segir Barbara Björnsdóttir, dómari málsins, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Sakborningar málsins eru sextán að svo stöddu, en að sögn Barböru verða gerðar ráðstafanir til að allir rúmist í dómsalnum. Þinghaldinu verði síðan streymt í annan dómsal svo hægt verði að fylgjast með því. Úr átján yfir í sextán Í fyrstu voru sakborningarnir átján talsins. Þegar málið var þingfest í héraðsdómi í ágúst neituðu allir sem mættu sök, en þrír boðuðu forföll og fjórir tóku afstöðu til málsins í gegnum fjarfundarbúnað. Tveir þeirra hafa nú játað sök og þeirra þáttur verið klofinn frá málinu og verður dæmdur sérstaklega. Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða fór fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík í fyrra, en sakborningar þess máls voru 25 talsins. Nú liggur fyrir að sú leið verður ekki farin aftur í fíkniefnamálinu. Sakborningarnir voru í fyrstu átján talsins, en tveir hafa játað sök og mál þeirra verið klofin frá. Fíkniefnamálið sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Sakborningarnir eru taldir eiga aðild að skipulagðri glæpastarfsemi sem snerist um innflutning, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi auk peningaþvættis. Hópurinn sagður þaulskipulagður Lögregla telur uppbyggingu og hlutverkaskiptingu innan hópsins hafa verið þaulskipulagða. Meintur höfuðpaur hafi verið í spjallhóp ásamt sjö öðrum á samskiptaforritinu Signal. Allir hafi þar verið undir dulnefni. Þá er einn sakborningurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. Dómsmál Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Reykjavík Tengdar fréttir Hafnar því að hafa reynt að drepa mann og dreifa dópi Karlmaður á fertugsaldri sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann játaði þó vopna- og fíkniefnalagabrot í málinu. 12. ágúst 2024 14:17 Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. 2. ágúst 2024 11:49 Telja sig vera með höfuðpaur fíknefnahóps í haldi Maður sem lögregla telur að sé höfuðpaur hóps sem er grunaður um innflutning og sölu fíkniefna hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í ágúst, en hann hefur verið í haldi síðan um miðjan apríl. 9. júlí 2024 17:04 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Þetta segir Barbara Björnsdóttir, dómari málsins, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Sakborningar málsins eru sextán að svo stöddu, en að sögn Barböru verða gerðar ráðstafanir til að allir rúmist í dómsalnum. Þinghaldinu verði síðan streymt í annan dómsal svo hægt verði að fylgjast með því. Úr átján yfir í sextán Í fyrstu voru sakborningarnir átján talsins. Þegar málið var þingfest í héraðsdómi í ágúst neituðu allir sem mættu sök, en þrír boðuðu forföll og fjórir tóku afstöðu til málsins í gegnum fjarfundarbúnað. Tveir þeirra hafa nú játað sök og þeirra þáttur verið klofinn frá málinu og verður dæmdur sérstaklega. Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða fór fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík í fyrra, en sakborningar þess máls voru 25 talsins. Nú liggur fyrir að sú leið verður ekki farin aftur í fíkniefnamálinu. Sakborningarnir voru í fyrstu átján talsins, en tveir hafa játað sök og mál þeirra verið klofin frá. Fíkniefnamálið sem er afar umfangsmikið, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu um langt skeið. Skemmtiferðaskipið AIDAsol kom til landsins þann 11. apríl síðastliðinn. Tveir menn báru eldhúspotta úr málmi út úr skipinu í bláum Ikea-innkaupapokum en þriðji maður tók við pottunum. Um 2,2 kíló af kókaíni fundust falin í pottunum. Sakborningarnir eru taldir eiga aðild að skipulagðri glæpastarfsemi sem snerist um innflutning, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi auk peningaþvættis. Hópurinn sagður þaulskipulagður Lögregla telur uppbyggingu og hlutverkaskiptingu innan hópsins hafa verið þaulskipulagða. Meintur höfuðpaur hafi verið í spjallhóp ásamt sjö öðrum á samskiptaforritinu Signal. Allir hafi þar verið undir dulnefni. Þá er einn sakborningurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur.
Dómsmál Sólheimajökulsmálið Fíkniefnabrot Reykjavík Tengdar fréttir Hafnar því að hafa reynt að drepa mann og dreifa dópi Karlmaður á fertugsaldri sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann játaði þó vopna- og fíkniefnalagabrot í málinu. 12. ágúst 2024 14:17 Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. 2. ágúst 2024 11:49 Telja sig vera með höfuðpaur fíknefnahóps í haldi Maður sem lögregla telur að sé höfuðpaur hóps sem er grunaður um innflutning og sölu fíkniefna hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í ágúst, en hann hefur verið í haldi síðan um miðjan apríl. 9. júlí 2024 17:04 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Hafnar því að hafa reynt að drepa mann og dreifa dópi Karlmaður á fertugsaldri sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann játaði þó vopna- og fíkniefnalagabrot í málinu. 12. ágúst 2024 14:17
Sakborningur í pottamálinu grunaður um tilraun til manndráps Karlmaður á fertugsaldri, sem er einn sakborninga í stórfelldu fíkniefnamáli, sem kennt hefur verið við potta og skemmtiferðaskip, er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa tekið annan mann kyrkingartaki, eins og segir í ákæru, og þrengt að öndunarvegi hans í að minnsta kosti sjö mínútur. 2. ágúst 2024 11:49
Telja sig vera með höfuðpaur fíknefnahóps í haldi Maður sem lögregla telur að sé höfuðpaur hóps sem er grunaður um innflutning og sölu fíkniefna hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í ágúst, en hann hefur verið í haldi síðan um miðjan apríl. 9. júlí 2024 17:04