„Pep Guardiola eyðilagði fótboltann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. september 2024 23:16 Áhrif Pep Guardiola á fótboltann verða seint mæld. Skiptar skoðanir eru um ágæti þeirra áhrifa. Alex Pantling - UEFA/UEFA via Getty Images Fyrrum markvörðurinn Tim Howard kennir Pep Guardiola, þjálfara Manchester City, um að hafa eyðilagt fótboltann. Of mikil áhersla sé lögð á knattspyrnu eftir höfði hans um allan heim. Howard var gestur nýrrar bandarískrar útgáfu The Overlap hlaðvarpsins, sem breski miðillinn Sky stendur fyrir. Overlap hefur verið á meðal vinsælli fótboltaþátta heims en kumpánarnir Jamie Carragher, Gary Neville, Ian Wright og Roy Keane hafa verið fastir gestir auk ensku landsliðskonunnar fyrrverandi Jill Scott. Nú hefur bandarískri útgáfu, sem ber heitið It's Called Soccer , verið hleypt af stokkunum og Howard var þar gestur Carraghers og Neville í fyrsta þætti. Umræðan sneri meðal annars að nýjum landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, Argentínumanninum Mauricio Pochettino, sem og fráfarandi þjálfara Gregg Berhalter, sem var rekinn í sumar. Howard er öllum hnútum kunnugur en hann tæplega 400 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Manchester United og Everton og var landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna um árabil, spilaði 117 landsleiki. Tim Howard lék 117 landsleiki fyrir Bandaríkin á árunum 2002 til 2017.vísir/getty „Það sem Gregg Berhalter gerði, ef litið er aftur til minnar kynslóðar, þá var þetta hópur hörkutóla og svo örfárra sem gátu unnið leikina upp á sitt einsdæmi. Hann bjó til trú hjá þessu liði að það gæti spilað góðan bolta fram á við,“ segir Howard um forvera Pochettino í starfi. Fótboltaheimurinn hafi breyst, og ekki endilega til hins betra, síðustu ár. „En það sem gerðist, sem snerti alla, er að Pep Guardiola eyðilagði fótboltann. Hann hafði þau áhrif að allir halda að þeir geti spilað sóknarbolta. Það er ekki þannig, ekki allir geta það. Þrjú lið í heiminum geta gert það vel,“ segir Howard sem vill sjá afturkall til fortíðar. „Þú þarft að vera markviss og ákveðinn. Ef litið er á bestu lið Pochettino, þá voru það tvær þéttar fjögurra manna línur og tveir frammi. Þegar liðin sóttu hratt gerðu þeir það með fjórum leikmönnum sem gátu verið skapandi en það mikilvægasta var að vera þéttir til baka,“ „Ef hann getur fundið þessa markvissu og ákveðni getur hann náð fínum árangri,“ segir Howard í þættinum. Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Howard var gestur nýrrar bandarískrar útgáfu The Overlap hlaðvarpsins, sem breski miðillinn Sky stendur fyrir. Overlap hefur verið á meðal vinsælli fótboltaþátta heims en kumpánarnir Jamie Carragher, Gary Neville, Ian Wright og Roy Keane hafa verið fastir gestir auk ensku landsliðskonunnar fyrrverandi Jill Scott. Nú hefur bandarískri útgáfu, sem ber heitið It's Called Soccer , verið hleypt af stokkunum og Howard var þar gestur Carraghers og Neville í fyrsta þætti. Umræðan sneri meðal annars að nýjum landsliðsþjálfara Bandaríkjanna, Argentínumanninum Mauricio Pochettino, sem og fráfarandi þjálfara Gregg Berhalter, sem var rekinn í sumar. Howard er öllum hnútum kunnugur en hann tæplega 400 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Manchester United og Everton og var landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna um árabil, spilaði 117 landsleiki. Tim Howard lék 117 landsleiki fyrir Bandaríkin á árunum 2002 til 2017.vísir/getty „Það sem Gregg Berhalter gerði, ef litið er aftur til minnar kynslóðar, þá var þetta hópur hörkutóla og svo örfárra sem gátu unnið leikina upp á sitt einsdæmi. Hann bjó til trú hjá þessu liði að það gæti spilað góðan bolta fram á við,“ segir Howard um forvera Pochettino í starfi. Fótboltaheimurinn hafi breyst, og ekki endilega til hins betra, síðustu ár. „En það sem gerðist, sem snerti alla, er að Pep Guardiola eyðilagði fótboltann. Hann hafði þau áhrif að allir halda að þeir geti spilað sóknarbolta. Það er ekki þannig, ekki allir geta það. Þrjú lið í heiminum geta gert það vel,“ segir Howard sem vill sjá afturkall til fortíðar. „Þú þarft að vera markviss og ákveðinn. Ef litið er á bestu lið Pochettino, þá voru það tvær þéttar fjögurra manna línur og tveir frammi. Þegar liðin sóttu hratt gerðu þeir það með fjórum leikmönnum sem gátu verið skapandi en það mikilvægasta var að vera þéttir til baka,“ „Ef hann getur fundið þessa markvissu og ákveðni getur hann náð fínum árangri,“ segir Howard í þættinum.
Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira