Húsnæði fyrir fólk, ekki fjárfesta Gísli Rafn Ólafsson skrifar 25. september 2024 09:01 Það er orðin staðreynd að húsnæðismarkaðurinn á Íslandi hefur tekið á sig mynd sem þjónar ekki hagsmunum almennings og sérstaklega ekki ungs fólks. Fjárfestar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að leigja þær út til ferðamanna eða halda þeim auðum í von um verðhækkun. Á sama tíma stendur ungt og efnaminna fólk frammi fyrir því að geta hvorki keypt né leigt húsnæði á sanngjörnu verði. Skammtímaleiga, eins og Airbnb, hefur gjörbreytt húsnæðismarkaðnum í borgum og bæjum landsins. Í stað þess að húsnæði sé nýtt til búsetu fyrir íbúa, er það tekið af markaðnum og sett í skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Þetta eykur eftirspurn eftir húsnæði fyrir ferðamenn en minnkar framboð fyrir almenna leigjendur. Afleiðingin er ekki aðeins hækkandi leiguverð og skortur á húsnæði fyrir þá sem þurfa mest á því að halda, heldur minnkar skammtímaleiga félagsauð samfélaga, stöðugleika og lífsgæði Fjárfestingareignir eru annað vandamál. Þegar fjársterkir aðilar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að græða á verðhækkunum, en ekki með það í huga að veita fólki heimili, skapast ójafnvægi á markaðnum. Þetta leiðir til þess að húsnæði stendur autt eða er leigt út á óheyrilegu verði. Unnt er að mæta þessum áskorunum með því að beita skattalegum hvötum til að breyta hegðun á markaðnum. Skattlagning á skammtímaleigu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent stjórnvöldum á hvernig tækla megi þennan vanda og betrumbæta húsnæðismarkaðinn. Með því að auka skattlagningu á skammtímaleigu og fjárfestingareignir, getum við hvatt eigendur til að setja eignir sínar aftur á langtímaleigumarkaðinn eða selja þær til fyrstu kaupenda. Hærri skattar á þessar tegundir eignarhalds myndu draga úr aðdráttarafli þess til fjárfestinga. Framboð yrði aukið til þeirra sem þurfa á húsnæði að halda til að búa sér heimili, hvort heldur til kaups eða leigu og þrýstingur myndi minnka á fasteignamarkaðnum. Það er mikilvægt að skilja að skattlagning er ekki refsing, heldur tæki til að stýra hegðun á markaðnum. Þegar markaðurinn bregst og þjónar ekki hagsmunum samfélagsins, er það hlutverk ríkisins að grípa um stýrið og koma skútunni á réttan kjöl. Með því að skattleggja skammtímaleigu og fjárfestingareignir hærra, erum við að senda skýr skilaboð um að húsnæði eigi fyrst og fremst að vera heimili, ekki fjárfestingartæki. Húsnæði fyrir heimili í forgang En skattlagning ein og sér er ekki lausnin. Við þurfum einnig að huga að öðrum aðgerðum til að bæta stöðu ungs fólks og efnaminna á húsnæðismarkaðnum. Sveitarfélög geta til dæmis sett reglur um hámarksfjölda skammtímaleigu í hverfum til að tryggja að heilu hverfin verði ekki einungis samansafn af gististöðum fyrir ferðamenn. Auk þess þarf að auðvelda uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt og efnaminna fólk. Þetta gæti verið gert með því að veita skattalega hvata til byggingaraðila sem sérhæfa sig í slíkri uppbyggingu, eða með því að ríkið og sveitarfélög taki sjálf þátt í byggingu á viðeigandi húsnæði. Það er einnig nauðsynlegt að endurskoða reglur um lánveitingar og útborgunarkröfur til að gera ungu fólki kleift að kaupa sína fyrstu eign. Sanngjarnari húsnæðismarkaður til framtíðar Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að markaðurinn mun ekki leysa þetta vandamál af sjálfsdáðum. Það er kominn tími til að við setjum hagsmuni heildarinnar ofar sérhagsmunum. Með auknum takmörkunum á skammtímaleigu og fjárfestingareignum getum við stuðlað að sanngjarnari húsnæðismarkaði sem þjónar okkur öllum, ekki aðeins þeim fáu sem hafa efni á að græða á neyð annarra. Það þarf pólitíska forystu og kjark til að taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru. Með því að beita skattalegum hvötum getum við stýrt þróuninni í þá átt sem þjónar best hagsmunum samfélagsins. Við megum ekki gleyma því að ungt fólk er framtíð samfélagsins. Ef við gerum þeim ókleift að koma sér upp eigin heimili, erum við að grafa undan framtíðinni. Það er ekki aðeins spurning um fjármál heldur einnig um félagslegt réttlæti og jöfnuð. Allir ættu að hafa rétt á öruggu húsnæði óháð efnahag eða aldri. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðin staðreynd að húsnæðismarkaðurinn á Íslandi hefur tekið á sig mynd sem þjónar ekki hagsmunum almennings og sérstaklega ekki ungs fólks. Fjárfestar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að leigja þær út til ferðamanna eða halda þeim auðum í von um verðhækkun. Á sama tíma stendur ungt og efnaminna fólk frammi fyrir því að geta hvorki keypt né leigt húsnæði á sanngjörnu verði. Skammtímaleiga, eins og Airbnb, hefur gjörbreytt húsnæðismarkaðnum í borgum og bæjum landsins. Í stað þess að húsnæði sé nýtt til búsetu fyrir íbúa, er það tekið af markaðnum og sett í skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Þetta eykur eftirspurn eftir húsnæði fyrir ferðamenn en minnkar framboð fyrir almenna leigjendur. Afleiðingin er ekki aðeins hækkandi leiguverð og skortur á húsnæði fyrir þá sem þurfa mest á því að halda, heldur minnkar skammtímaleiga félagsauð samfélaga, stöðugleika og lífsgæði Fjárfestingareignir eru annað vandamál. Þegar fjársterkir aðilar kaupa upp fasteignir með það að markmiði að græða á verðhækkunum, en ekki með það í huga að veita fólki heimili, skapast ójafnvægi á markaðnum. Þetta leiðir til þess að húsnæði stendur autt eða er leigt út á óheyrilegu verði. Unnt er að mæta þessum áskorunum með því að beita skattalegum hvötum til að breyta hegðun á markaðnum. Skattlagning á skammtímaleigu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent stjórnvöldum á hvernig tækla megi þennan vanda og betrumbæta húsnæðismarkaðinn. Með því að auka skattlagningu á skammtímaleigu og fjárfestingareignir, getum við hvatt eigendur til að setja eignir sínar aftur á langtímaleigumarkaðinn eða selja þær til fyrstu kaupenda. Hærri skattar á þessar tegundir eignarhalds myndu draga úr aðdráttarafli þess til fjárfestinga. Framboð yrði aukið til þeirra sem þurfa á húsnæði að halda til að búa sér heimili, hvort heldur til kaups eða leigu og þrýstingur myndi minnka á fasteignamarkaðnum. Það er mikilvægt að skilja að skattlagning er ekki refsing, heldur tæki til að stýra hegðun á markaðnum. Þegar markaðurinn bregst og þjónar ekki hagsmunum samfélagsins, er það hlutverk ríkisins að grípa um stýrið og koma skútunni á réttan kjöl. Með því að skattleggja skammtímaleigu og fjárfestingareignir hærra, erum við að senda skýr skilaboð um að húsnæði eigi fyrst og fremst að vera heimili, ekki fjárfestingartæki. Húsnæði fyrir heimili í forgang En skattlagning ein og sér er ekki lausnin. Við þurfum einnig að huga að öðrum aðgerðum til að bæta stöðu ungs fólks og efnaminna á húsnæðismarkaðnum. Sveitarfélög geta til dæmis sett reglur um hámarksfjölda skammtímaleigu í hverfum til að tryggja að heilu hverfin verði ekki einungis samansafn af gististöðum fyrir ferðamenn. Auk þess þarf að auðvelda uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt og efnaminna fólk. Þetta gæti verið gert með því að veita skattalega hvata til byggingaraðila sem sérhæfa sig í slíkri uppbyggingu, eða með því að ríkið og sveitarfélög taki sjálf þátt í byggingu á viðeigandi húsnæði. Það er einnig nauðsynlegt að endurskoða reglur um lánveitingar og útborgunarkröfur til að gera ungu fólki kleift að kaupa sína fyrstu eign. Sanngjarnari húsnæðismarkaður til framtíðar Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að markaðurinn mun ekki leysa þetta vandamál af sjálfsdáðum. Það er kominn tími til að við setjum hagsmuni heildarinnar ofar sérhagsmunum. Með auknum takmörkunum á skammtímaleigu og fjárfestingareignum getum við stuðlað að sanngjarnari húsnæðismarkaði sem þjónar okkur öllum, ekki aðeins þeim fáu sem hafa efni á að græða á neyð annarra. Það þarf pólitíska forystu og kjark til að taka þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru. Með því að beita skattalegum hvötum getum við stýrt þróuninni í þá átt sem þjónar best hagsmunum samfélagsins. Við megum ekki gleyma því að ungt fólk er framtíð samfélagsins. Ef við gerum þeim ókleift að koma sér upp eigin heimili, erum við að grafa undan framtíðinni. Það er ekki aðeins spurning um fjármál heldur einnig um félagslegt réttlæti og jöfnuð. Allir ættu að hafa rétt á öruggu húsnæði óháð efnahag eða aldri. Höfundur er þingmaður Pírata.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun