Það á ekki að vera dekur að geta sótt sér sálfræðiþjónustu Ólafía Sigurjónsdóttir skrifar 25. september 2024 11:30 Það skortir ekki sálfræðinga - það þarf að semja um niðurgreiðslu á þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Á Landspítala, í geðheilsuteymum og í heilsugæslu vinna sálfræðingar gríðargott starf og þörf er á fleiri stöðugildum sálfræðinga til að hægt sé að gera enn betur. En það nægir ekki. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar eru mikilvægur hlekkur í geðheilbrigðisþjónustunni en hlutverk þeirra er ekki viðurkennt af ríkinu. Nú þegar herðir að fólki fjárhagslega eru færri sem geta “leyft sér” að sækja sálfræðimeðferð sem það greiðir sjálft að fullu. Á Íslandi er það nefnilega þannig að sálfræðimeðferð er munaður, dekur sem ekki næstum allir sem á þurfa að halda geta sótt. Stéttaskiptingin er nístandi ljós í því hverjir geta sótt sér þessa þjónustu og hverjir ekki. Sálfræðimeðferð þjónar margs konar tilgangi. Markviss meðferð til að vinna með t.d. þunglyndi, sjálfsvígshugsanir, kvíðaraskanir og áfallastreitu en einnig ráðgjöf til aðstandenda og foreldra, sambandsráðgjöf, ráðgjöf og stuðningur í krísum vegna t.d. missis, skilnaðar eða atvinnumissis. Sálfræðimeðferð er einnig gríðarlega sterkt inngrip sem forvörn, en oft er hægt að hafa mikil áhrif á framgang og afleiðingar geðraskana, hegðunarvanda og tilfinningavanda ef gripið er snemma inn í. En þá skiptir aðgengið öllu máli. Í sálfræðimeðferð lærir fólk að þekkja sjálft sig og vandann sem glímt er við. Í meðferðinni öðlast viðkomandi nýja þekkingu og færni í gegnum samtöl og æfingar, bæði með sálfræðingnum og á milli tíma. Smám saman lærir fólk að tileinka sér ný viðbrögð og færni til að takast á við krefjandi aðstæður eða erfiðar hugsanir og tilfinningar. Þetta nám sem verður til í sálfræðimeðferð þegar vel er að henni staðið verður ekki tekið af fólki. Sálfræðimeðferð er því eins og nám í skóla, fjárfesting til framtíðar, eitthvað sem undirbýr fólk undir nýjar áskoranir í lífinu. Það er átakanlegt að hugsa til alls unga fólksins sem ekki hefur aðgang að sálfræðimeðferð af því að foreldrar þeirra hafa einfaldlega ekki efni á því. Og eins til allra þeirra foreldra sem sitja ein í vanlíðan sinni án þess að hafa aðgang að ráðgjöf og meðferð sem gæti bæði gagnast þeim og komið í veg fyrir að vanlíðan þeirra hafi áhrif á uppeldi og líðan barna þeirra. Íslenskir sálfræðingar eru vannýtt auðlind. Við erum til reiðu búin að veita þá meðferð sem við höfum þjálfun, reynslu og menntun til að veita á okkar mismunandi sérsviðum. Samningurinn sem nú er í boði fyrir sjálfstætt starfandi sálfræðinga er meingallaður sem sést á því hve fáir sálfræðingar hafa getað unnið eftir honum og hve fáum skjólstæðingum hann nýtist til að niðurgreiða meðferð. Samningurinn var settur fram einhliða af sjúkratryggingum án samstarfs við sálfræðinga og er á engan hátt sambærilegur samningum við aðrar fagstéttir. Það er í höndum ríkisins að sýna frumkvæði að því að semja við sálfræðinga og tryggja þannig að þjálfun, reynsla og þekking sjálfstætt starfandi sálfræðinga nýtist samfélaginu í heild, ekki bara sumum. Höfundur er sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni og situr í stjórn Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það skortir ekki sálfræðinga - það þarf að semja um niðurgreiðslu á þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Á Landspítala, í geðheilsuteymum og í heilsugæslu vinna sálfræðingar gríðargott starf og þörf er á fleiri stöðugildum sálfræðinga til að hægt sé að gera enn betur. En það nægir ekki. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar eru mikilvægur hlekkur í geðheilbrigðisþjónustunni en hlutverk þeirra er ekki viðurkennt af ríkinu. Nú þegar herðir að fólki fjárhagslega eru færri sem geta “leyft sér” að sækja sálfræðimeðferð sem það greiðir sjálft að fullu. Á Íslandi er það nefnilega þannig að sálfræðimeðferð er munaður, dekur sem ekki næstum allir sem á þurfa að halda geta sótt. Stéttaskiptingin er nístandi ljós í því hverjir geta sótt sér þessa þjónustu og hverjir ekki. Sálfræðimeðferð þjónar margs konar tilgangi. Markviss meðferð til að vinna með t.d. þunglyndi, sjálfsvígshugsanir, kvíðaraskanir og áfallastreitu en einnig ráðgjöf til aðstandenda og foreldra, sambandsráðgjöf, ráðgjöf og stuðningur í krísum vegna t.d. missis, skilnaðar eða atvinnumissis. Sálfræðimeðferð er einnig gríðarlega sterkt inngrip sem forvörn, en oft er hægt að hafa mikil áhrif á framgang og afleiðingar geðraskana, hegðunarvanda og tilfinningavanda ef gripið er snemma inn í. En þá skiptir aðgengið öllu máli. Í sálfræðimeðferð lærir fólk að þekkja sjálft sig og vandann sem glímt er við. Í meðferðinni öðlast viðkomandi nýja þekkingu og færni í gegnum samtöl og æfingar, bæði með sálfræðingnum og á milli tíma. Smám saman lærir fólk að tileinka sér ný viðbrögð og færni til að takast á við krefjandi aðstæður eða erfiðar hugsanir og tilfinningar. Þetta nám sem verður til í sálfræðimeðferð þegar vel er að henni staðið verður ekki tekið af fólki. Sálfræðimeðferð er því eins og nám í skóla, fjárfesting til framtíðar, eitthvað sem undirbýr fólk undir nýjar áskoranir í lífinu. Það er átakanlegt að hugsa til alls unga fólksins sem ekki hefur aðgang að sálfræðimeðferð af því að foreldrar þeirra hafa einfaldlega ekki efni á því. Og eins til allra þeirra foreldra sem sitja ein í vanlíðan sinni án þess að hafa aðgang að ráðgjöf og meðferð sem gæti bæði gagnast þeim og komið í veg fyrir að vanlíðan þeirra hafi áhrif á uppeldi og líðan barna þeirra. Íslenskir sálfræðingar eru vannýtt auðlind. Við erum til reiðu búin að veita þá meðferð sem við höfum þjálfun, reynslu og menntun til að veita á okkar mismunandi sérsviðum. Samningurinn sem nú er í boði fyrir sjálfstætt starfandi sálfræðinga er meingallaður sem sést á því hve fáir sálfræðingar hafa getað unnið eftir honum og hve fáum skjólstæðingum hann nýtist til að niðurgreiða meðferð. Samningurinn var settur fram einhliða af sjúkratryggingum án samstarfs við sálfræðinga og er á engan hátt sambærilegur samningum við aðrar fagstéttir. Það er í höndum ríkisins að sýna frumkvæði að því að semja við sálfræðinga og tryggja þannig að þjálfun, reynsla og þekking sjálfstætt starfandi sálfræðinga nýtist samfélaginu í heild, ekki bara sumum. Höfundur er sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni og situr í stjórn Sálfræðingafélags Íslands.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar