Útiloka ekki kosningar í vor Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2024 11:58 Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks útiloka ekki vorkosningar þó þær hafi ekki verið ræddar innan flokkanna. Eini frambjóðandinn til formannssætis Vinstri grænna vill kosningar í vor frekar en í haust. Í gær tilkynnti Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að hún ætli að gefa kost á sér til formanns Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem hefur verið formaður eftir að Katrín Jakobsdóttir hætti formennsku til að fara í forsetaframboð, ætlar ekki á móti Svandísi en sækist eftir varaformannssætinu. Engin mótframboð hafa komið fram en nýr formaður flokksins verður kjörinn á landsfundi eftir rúma viku. Svandís sagði við fréttastofu í gær að hún vilji kosningar í vor frekar en næsta haust eins og dagskráin er. Nýhafinn þingvetur ætti að vera sá síðasti og fólk ætti að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekkert útilokað að það verði kosið fyrr. Það ráðist fyrst og fremst á því hvernig ríkisstjórninni gangi að klára sín verkefni. „Ég held það sé rétt að flokkarnir vinni sína vinnum, svo skulum við sjá hvernig hún mun ganga. Þessi ákvörðun mun vera tekin með hliðsjón af því. En enn sem komið er er það þannig að þó að kjörtímabilið er fram á næsta haust þá er í mínum huga ekkert heilagt í þeim efnum,“ segir Hildur. Flokkurinn sé þó undirbúinn í allt. „Sjálfstæðismenn eru alltaf tilbúnir í kosningar,“ segir Hildur. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segist vænta þess að ríkisstjórnin taki samtal um vorkosningar eftir þessi orð Svandísar. „Í okkar huga þá er kannski eðlilegt að taka þetta samtal fyrst innan ríkisstjórnarinnar. Það er svona eðlilegt fyrsta skref. En við erum alveg opin fyrir samtalinu og það gerist örugglega bara í framhaldinu síðan,“ segir Ingibjörg. „En kjörtímabilið er fjögur ár. Það er það sem við höfum verið að horfa á þangað til og ef að annað er ákveðið. Við skulum bara sjá hvernig næstu dagar og vikur munu þróast í tengslum við þetta mál,“ segir Ingibjörg. Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Í gær tilkynnti Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að hún ætli að gefa kost á sér til formanns Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem hefur verið formaður eftir að Katrín Jakobsdóttir hætti formennsku til að fara í forsetaframboð, ætlar ekki á móti Svandísi en sækist eftir varaformannssætinu. Engin mótframboð hafa komið fram en nýr formaður flokksins verður kjörinn á landsfundi eftir rúma viku. Svandís sagði við fréttastofu í gær að hún vilji kosningar í vor frekar en næsta haust eins og dagskráin er. Nýhafinn þingvetur ætti að vera sá síðasti og fólk ætti að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekkert útilokað að það verði kosið fyrr. Það ráðist fyrst og fremst á því hvernig ríkisstjórninni gangi að klára sín verkefni. „Ég held það sé rétt að flokkarnir vinni sína vinnum, svo skulum við sjá hvernig hún mun ganga. Þessi ákvörðun mun vera tekin með hliðsjón af því. En enn sem komið er er það þannig að þó að kjörtímabilið er fram á næsta haust þá er í mínum huga ekkert heilagt í þeim efnum,“ segir Hildur. Flokkurinn sé þó undirbúinn í allt. „Sjálfstæðismenn eru alltaf tilbúnir í kosningar,“ segir Hildur. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segist vænta þess að ríkisstjórnin taki samtal um vorkosningar eftir þessi orð Svandísar. „Í okkar huga þá er kannski eðlilegt að taka þetta samtal fyrst innan ríkisstjórnarinnar. Það er svona eðlilegt fyrsta skref. En við erum alveg opin fyrir samtalinu og það gerist örugglega bara í framhaldinu síðan,“ segir Ingibjörg. „En kjörtímabilið er fjögur ár. Það er það sem við höfum verið að horfa á þangað til og ef að annað er ákveðið. Við skulum bara sjá hvernig næstu dagar og vikur munu þróast í tengslum við þetta mál,“ segir Ingibjörg.
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira