Fótbolti

Mbappé úr leik næstu vikurnar

Sindri Sverrisson skrifar
Kylian Mbappé verður ekki með Real Madrid að nýju fyrr en eftir landsleikjahléið, í seinni hluta október.
Kylian Mbappé verður ekki með Real Madrid að nýju fyrr en eftir landsleikjahléið, í seinni hluta október. Getty/Denis Doyle

Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé mun ekki geta látið ljós sitt skína með Evrópumeisturum Real Madrid næstu þrjár vikurnar, vegna meiðsla.

Mbappé er meiddur í læri. Hann fór af velli á 80. mínútu í 3-2 sigri gegn Alavés, eftir að hafa kvartað undan óþægindum í fæti.

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, sagði eftir leikinn að Mbappé hefði fengið högg og beðið um skiptingu, en nú hefur félagið staðfest meiðsli kappans.

Samkvæmt upplýsingum ESPN verður Frakkinn frá keppni í þrjár vikur, eins og fyrr segir, og það er að minnsta kosti á hreinu að hann missir af fyrsta grannaslagnum við Atlético Madrid um helgina.

Mbappé verður ekki heldur með gegn Lille í Meistaradeild Evrópu og í deildarleik gegn Villarreal, en ætti að geta snúið aftur eftir landsleikjahléið í október.

Mbappé hefur þegar skorað fimm mörk fyrir sitt nýja félag í spænsku deildinni. Real situr þar í 2. sæti með 17 stig eftir sjö leiki, fimm stigum fyrir ofan Atlético sem á leik til góða. Börsungar eru efstir með 18 stig og einnig með leik til góða gegn Real.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×