Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir skrifar 25. september 2024 14:32 Á dögunum skrifaði Ari Trausti grein er bar heitið „Það getur verið gott að búa til steind”. Þar er hann að fjalla um verkefni Carbfix sem ber heitið Coda Terminal (CT). CT verkefnið gengur út á að dæla 3.000.000 tonna af koldíoxíð, sem á uppruna sinn frá erlendri stóriðju, niður í berg í mikilli nálægð við íbúðabyggð Hafnarfjarðar. Þetta koldíoxíð verður flutt til Hafnarfjarðar með dísel knúnum tankskipum. Verkefni Coda Terminal er tilraunaverkefni, fyrsta sinnar tegundar í heiminum þar sem svona mikið af koldíoxíði er dælt ofan í berg. Slíkt hefur aldrei verið framkvæmt svo nálægt íbúabyggð en þær niðurdælingarholur sem næst verða íbúðarhúsnæði verða í um 600 metra fjarlægð. Þetta verða 10 borteigar með 80 borholum. Þessum 3.000.000 tonna af koldíoxíð munu fylgja einhver “snefilefni” sem geta meðal annars verið úr framleiðsluferli stóriðjunnar þaðan sem koldíoxíð á uppruna sinn. Þessi snefilefni geta verið allt að 5700 tonn á ári. Efla gerði umhverfismatsskýrslu fyrir CT verkefnið og komu þar fram mjög margir óvissuþættir varðandi áhrif verkefnisins á umhverfi og lífríki. Hér verður aðeins snert á einum slíkum óvissuþætti.Í Straumi (nærri Straumsvík) er að finna ferskvatnstjarnir sem eru einstakt náttúrufyrirbæri sem eiga hvergi á jörðinni sína líka og eru á náttúruminjaskrá. Tjarnirnar fljóta ofan á jarðsjó sem er eðlisþyngri og því rísa þær og hníga í takt við sjávarföllin. Gróðurinn og lífríkið í tjörnunum er einstakt þar sem það hefur aðlagað sig að sjávarföllunum frá því hraunið rann fyrir 5 - 7 þúsundum ára. Haf- og vatnarannsóknir skiluðu inn skýrslu árið 2020 sem ber heitið "Lífríki tjarna við Straumsvík, á áhrifasvæði fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar" og þar kemur meðal annars fram: "Mikilvægt er að gæta þess að framkvæmdirnar raski ekki grunnvatninu á svæðinu; magni þess, gæðum eða rennslisleiðum." Verkefni Coda Terminal mun hafa áhrif á einstakt náttúrufyrirbæri Verkefni Coda Terminal gerir ráð fyrir að fá "lánað" fjórðung til helming (2500 L/sek) af því ferskvatni sem rennur til sjávar í Straumsvík. Vatnið verður tekið frá yfirborðinu og dælt nokkur hundruð metra dýpra í jörðina þar sem það fer í einhvers konar “geymslutank” sem dreifist um gríðarlega stórt svæði. Vatnið er í raun ekki fengið að “láni” því líklega skilar það sér aldrei aftur í ferskvatnsánna sem er á leið til sjávar í Straumsvík. Það er alveg ljóst að það að taka allt að helming þess grunnvatns sem er á leið til sjávar frá Kaldárbotnum til Straumsvíkur og bæta við það 3.000.000 tonna af koldíoxíð og 5700 tonnum af snefilefnum árlega mun raska grunnvatninu, magni þess, gæðum og rennslisleiðum. Rétt er að halda því til haga að enn hefur ekki fengist staðfest hversu stórt hlutfall af grunnvatninu verður tekið því engar tölur eru til um hve mikið vatn rennur til sjávar við Straumsvík. Staðreyndin er sú að hvorki Carbfix né nokkur annar getur sagt til um hversu miklar afleiðingar Coda verkefnisins verða á hið einstaka náttúrufyrirbæri sem Tjarnirnar í Straumi eru. Coda Terminal verkefnið, ef það fer í fulla starfsemi, mun að öllum líkindum binda um 0,008% af því koldíoxíði sem heimsbyggðin losar árlega. Þetta mun því ekki hafa nein áhrif varðandi hamfarahlýnun en mögulega eyðileggja einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu sem Hafnfirðingar ættu að vera stoltir af og varðveita fyrir komandi kynslóðir.Landvernd hefur bent á að náttúran eigi engan talsmann í ríkisstjórn Íslands! Á náttúra í landi Hafnarfjarðar sér talsmann í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Hverra hagsmuna er bæjarstjórn Hafnarfjarðar að gæta, eru það væntanlegir fjárfestar í Coda Terminal eða eru það íbúar Hafnarfjarðar og nærumhverfi þeirra ? Ég skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að falla frá verkefni Coda Terminal í landi Hafnarfjarðar ellegar setja málið í íbúakosningu. Höfundur er starfandi svæfingahjúkrunarfræðingur, íbúi á Völlunum í Hafnarfirði og náttúruunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifaði Ari Trausti grein er bar heitið „Það getur verið gott að búa til steind”. Þar er hann að fjalla um verkefni Carbfix sem ber heitið Coda Terminal (CT). CT verkefnið gengur út á að dæla 3.000.000 tonna af koldíoxíð, sem á uppruna sinn frá erlendri stóriðju, niður í berg í mikilli nálægð við íbúðabyggð Hafnarfjarðar. Þetta koldíoxíð verður flutt til Hafnarfjarðar með dísel knúnum tankskipum. Verkefni Coda Terminal er tilraunaverkefni, fyrsta sinnar tegundar í heiminum þar sem svona mikið af koldíoxíði er dælt ofan í berg. Slíkt hefur aldrei verið framkvæmt svo nálægt íbúabyggð en þær niðurdælingarholur sem næst verða íbúðarhúsnæði verða í um 600 metra fjarlægð. Þetta verða 10 borteigar með 80 borholum. Þessum 3.000.000 tonna af koldíoxíð munu fylgja einhver “snefilefni” sem geta meðal annars verið úr framleiðsluferli stóriðjunnar þaðan sem koldíoxíð á uppruna sinn. Þessi snefilefni geta verið allt að 5700 tonn á ári. Efla gerði umhverfismatsskýrslu fyrir CT verkefnið og komu þar fram mjög margir óvissuþættir varðandi áhrif verkefnisins á umhverfi og lífríki. Hér verður aðeins snert á einum slíkum óvissuþætti.Í Straumi (nærri Straumsvík) er að finna ferskvatnstjarnir sem eru einstakt náttúrufyrirbæri sem eiga hvergi á jörðinni sína líka og eru á náttúruminjaskrá. Tjarnirnar fljóta ofan á jarðsjó sem er eðlisþyngri og því rísa þær og hníga í takt við sjávarföllin. Gróðurinn og lífríkið í tjörnunum er einstakt þar sem það hefur aðlagað sig að sjávarföllunum frá því hraunið rann fyrir 5 - 7 þúsundum ára. Haf- og vatnarannsóknir skiluðu inn skýrslu árið 2020 sem ber heitið "Lífríki tjarna við Straumsvík, á áhrifasvæði fyrirhugaðrar breikkunar Reykjanesbrautar" og þar kemur meðal annars fram: "Mikilvægt er að gæta þess að framkvæmdirnar raski ekki grunnvatninu á svæðinu; magni þess, gæðum eða rennslisleiðum." Verkefni Coda Terminal mun hafa áhrif á einstakt náttúrufyrirbæri Verkefni Coda Terminal gerir ráð fyrir að fá "lánað" fjórðung til helming (2500 L/sek) af því ferskvatni sem rennur til sjávar í Straumsvík. Vatnið verður tekið frá yfirborðinu og dælt nokkur hundruð metra dýpra í jörðina þar sem það fer í einhvers konar “geymslutank” sem dreifist um gríðarlega stórt svæði. Vatnið er í raun ekki fengið að “láni” því líklega skilar það sér aldrei aftur í ferskvatnsánna sem er á leið til sjávar í Straumsvík. Það er alveg ljóst að það að taka allt að helming þess grunnvatns sem er á leið til sjávar frá Kaldárbotnum til Straumsvíkur og bæta við það 3.000.000 tonna af koldíoxíð og 5700 tonnum af snefilefnum árlega mun raska grunnvatninu, magni þess, gæðum og rennslisleiðum. Rétt er að halda því til haga að enn hefur ekki fengist staðfest hversu stórt hlutfall af grunnvatninu verður tekið því engar tölur eru til um hve mikið vatn rennur til sjávar við Straumsvík. Staðreyndin er sú að hvorki Carbfix né nokkur annar getur sagt til um hversu miklar afleiðingar Coda verkefnisins verða á hið einstaka náttúrufyrirbæri sem Tjarnirnar í Straumi eru. Coda Terminal verkefnið, ef það fer í fulla starfsemi, mun að öllum líkindum binda um 0,008% af því koldíoxíði sem heimsbyggðin losar árlega. Þetta mun því ekki hafa nein áhrif varðandi hamfarahlýnun en mögulega eyðileggja einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu sem Hafnfirðingar ættu að vera stoltir af og varðveita fyrir komandi kynslóðir.Landvernd hefur bent á að náttúran eigi engan talsmann í ríkisstjórn Íslands! Á náttúra í landi Hafnarfjarðar sér talsmann í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Hverra hagsmuna er bæjarstjórn Hafnarfjarðar að gæta, eru það væntanlegir fjárfestar í Coda Terminal eða eru það íbúar Hafnarfjarðar og nærumhverfi þeirra ? Ég skora á bæjarstjórn Hafnarfjarðar að falla frá verkefni Coda Terminal í landi Hafnarfjarðar ellegar setja málið í íbúakosningu. Höfundur er starfandi svæfingahjúkrunarfræðingur, íbúi á Völlunum í Hafnarfirði og náttúruunnandi.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar