Innlent

Stór­felldur þjófnaður í mat­vöru­búðum og slysa­hætta á „ævintýraeyju“

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Erlend þjófagengi herja á búðir hér á landi og á síðasta ári nam andvirði þýfisins í matvöruverslunum um fjórum milljörðum króna. Þá hafa eldri konur orðið sérstaklega fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum í verslunum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Tveir erlendir ferðamenn létu lífið í gær í aðskildum slysum. Þetta var annað og þriðja banaslys erlends ferðamanns hér á landi á einum mánuði. Í kvöldfréttum verður farið yfir þessi mál og rætt við fulltrúa björgunarsveita sem er hugsi yfir markaðssetningu landsins gagnvart ferðamönnum.

Þá verður rætt við seðlabankastjóra sem vísar gagnrýni verkalýðsfélaga á Seðlabanka Íslands til föðurhúsanna. Verðbólga hafi ekki hjaðnað eftir síðustu kjarasamninga og það sé forsenda stýrivaxtalækkunar.

Við kynnum okkur einnig nýja samgönguáætlun auk þess sem Magnús Hlynur kíkir á framkvæmdir við svokölluð Reykjaböð, ný náttúruböð við Hveragerði.

Í Sportpakkanum kynnum við okkur byltingarkennt golfgreiningarkerfi og í Íslandi í dag hittum við uppistandarann Jakob Birgisson.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 25. september 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×