„Draumur að spila fyrir uppeldisfélagið“ Árni Gísli Magnússon skrifar 25. september 2024 19:12 Mikael Breki byrjaði sinn fyrsta leik í Bestu deild karla þegar KA tók á móti HK. Vísir/Björgvin KA og HK gerðu 3-3 jafntefli á Greifavellinum í dag í fyrstu umferð neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. KA menn voru enn í sigurvímu eftir bikarmeistaratitilinn sem vannst á dögunum og spilaði liðið ekki sinn besta leik. Hinn 17 ára Mikael Breki Þórðarson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir uppeldisfélagið í dag og hélt upp á það með því að skora frábært mark. Hann kom í viðtal beint eftir leik og var eðlilega ánægður með sitt framlag. „Bara jákvæður og hefði verið sætt að vinna þennan leik auðvitað. Byrjuðum mjög sterkt fyrstu 25-30 mínúturnar en misstum okkur aðeins niður síðan en komum til baka þannig það var súrt að sjá HK skora þarna en jákvæður bara. Frábært að fá fyrstu mínútur og fyrsta mark.“ Mikael smurði boltann laglega í fjær hornið þegar boltinn barst til hans rétt fyrir utan teig og var hann fenginn til að lýsa augnablikinu góða; „Ég man ekki hvernig, hann kom bara einhvern veginn út í teignum hjá mér og ég tek bara snertingu og ákvað bara að skjóta sko og það heppnaðist í þetta skipti og það gat hjálpað liðinu og þá er ég mjög glaður.“ Mikael Breki í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport að leik loknum.Vísir/Björgvin Mikael var í fyrsta skipti í byrjunarliði KA í dag en hann er uppalinn í félaginu og voru því tilfinningarnar miklar þegar boltinn söng í netinu. „Ég er búinn að vera í KA bara síðan ég man eftir mér, síðan ég fæddist, og bara fá að spila fyrir uppeldisfélagið og sérstaklega fyrsta leik, fyrsta startið, það er bara draumur eftir hvernig síðustu dagar búnir að vera og hvað maður er búinn að upplifa með þessum klúbb þannig það er bara frábært.“ KA varð bikarmeistari á dögunum eins og frægt er orðin og hafa síðustu dagar eflaust verið skemmtilegir fyrir norðan. „Þetta hefur verið mjög mikil gleði og þetta þýðir svo mikið. KA er svo mikil fjölskylda og við erum svo stór fjölskylda. Samstaðan hjá stuðningsmönnum og leikmönnum á vellinum, þetta var bara sturlað og frábært að landa fyrsta bikarmeistaratitli í sögu KA.“ Það er eðlilegt að búast við fleiri mínútum í lokaleikjum tímabilsins hjá hinum unga Mikael eftir frammistöðuna í dag. „Ég held bara áfram að bæta mig sem leikmann og reyna hjálpa liðinu og ef ég fæ fleiri mínútur þá bara geggjað,“ sagði Mikael hógvær að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Hinn 17 ára Mikael Breki Þórðarson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir uppeldisfélagið í dag og hélt upp á það með því að skora frábært mark. Hann kom í viðtal beint eftir leik og var eðlilega ánægður með sitt framlag. „Bara jákvæður og hefði verið sætt að vinna þennan leik auðvitað. Byrjuðum mjög sterkt fyrstu 25-30 mínúturnar en misstum okkur aðeins niður síðan en komum til baka þannig það var súrt að sjá HK skora þarna en jákvæður bara. Frábært að fá fyrstu mínútur og fyrsta mark.“ Mikael smurði boltann laglega í fjær hornið þegar boltinn barst til hans rétt fyrir utan teig og var hann fenginn til að lýsa augnablikinu góða; „Ég man ekki hvernig, hann kom bara einhvern veginn út í teignum hjá mér og ég tek bara snertingu og ákvað bara að skjóta sko og það heppnaðist í þetta skipti og það gat hjálpað liðinu og þá er ég mjög glaður.“ Mikael Breki í viðtali við Vísi og Stöð 2 Sport að leik loknum.Vísir/Björgvin Mikael var í fyrsta skipti í byrjunarliði KA í dag en hann er uppalinn í félaginu og voru því tilfinningarnar miklar þegar boltinn söng í netinu. „Ég er búinn að vera í KA bara síðan ég man eftir mér, síðan ég fæddist, og bara fá að spila fyrir uppeldisfélagið og sérstaklega fyrsta leik, fyrsta startið, það er bara draumur eftir hvernig síðustu dagar búnir að vera og hvað maður er búinn að upplifa með þessum klúbb þannig það er bara frábært.“ KA varð bikarmeistari á dögunum eins og frægt er orðin og hafa síðustu dagar eflaust verið skemmtilegir fyrir norðan. „Þetta hefur verið mjög mikil gleði og þetta þýðir svo mikið. KA er svo mikil fjölskylda og við erum svo stór fjölskylda. Samstaðan hjá stuðningsmönnum og leikmönnum á vellinum, þetta var bara sturlað og frábært að landa fyrsta bikarmeistaratitli í sögu KA.“ Það er eðlilegt að búast við fleiri mínútum í lokaleikjum tímabilsins hjá hinum unga Mikael eftir frammistöðuna í dag. „Ég held bara áfram að bæta mig sem leikmann og reyna hjálpa liðinu og ef ég fæ fleiri mínútur þá bara geggjað,“ sagði Mikael hógvær að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira