New York Times segir að frá 2021 hafi rannsakendur skoðað hvort Adams og framboð hans hafi tekið við ólöglegum greiðslum frá yfirvöldum í Tyrklandi og það hvort Adams hafi þrýst á yfirmenn slökkviliðsins í borginni til að samþykkja opnun ræðismannsskrifstofu í borginni, þrátt fyrir áhyggjur um öryggisráðstafanir í háhýsinu.
Adams hefur lýst eftir sakleysi sínu og gefur í skyn að um pólitískar ofsóknir sé að ræða.
Sjá einnig: Alríkisákærur gefnar út á hendur borgarstjóra New York
AP fréttaveitan hefur eftir Alex Spiro, lögmanni Adams, að útsendarar Alríkislögreglunnar (FBI) hafi vísvitandi skapað sjónarspil með því að leggja hald á síma borgarstjórans. Þeir hefðu ekki þurft að senda fjölda manna til að taka símann en þess í stað hefði dugað að biðja um hann og hann hefði verið látinn af hendi.
Þó nokkrir háttsettir embættismenn í New York hafa sagt af sér á undanförnum dögum. Þeirra á meðal eru yfirmaður lögreglunnar í New York, lögmaður borgarstjórans, yfirmaður heilbrigðissviðs og yfirmaður skólamála en það gerði hann eftir að starfsmenn FBI lögðu hald á síma hans vegna spillingarrannsóknar.