Helena verður á skjánum í vetur Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2024 16:02 Helena Sverrisdóttir mun hafa helling fram að færa í Bónus Körfuboltakvöldi. vísir/Sigurjón Sjónvarpsþættinum Bónus Körfuboltakvöldi hefur borist afar mikill liðsstyrkur fyrir nýtt tímabil sem hefst með upphitunarþætti á Stöð 2 Sport annað kvöld. Helena Sverrisdóttir er nýjasti liðsmaður þáttarins og hún verður með í allan vetur þegar leikirnir og allt það helsta varðandi Bónus-deild kvenna verður krufið til mergjar. Helenu þarf vart að kynna enda var hún til að mynda valin körfuboltakona ársins á Íslandi ellefu ár í röð fram til ársins 2015, og svo í tólfta sinn árið 2019, eða sem sagt langoftast íslenskra kvenna. Í nóvember á síðasta ári varð hún leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, þegar hún lék sinn 80. landsleik, meira en tuttugu árum eftir að hafa fyrst klæðst íslensku landsliðstreyjunni, og hún bætti við 81. landsleiknum áður en hún lagði svo skóna á hilluna. Helena lék í bandaríska háskólaboltanum með TCU og sem atvinnumaður í Ungverjalandi, Póllandi og Slóvakíu, en langmest með Haukum hér heima og einnig með Val, og vann mikinn fjölda titla á löngum ferli. Helena ætti því að hafa ýmsu að miðla og sterkar skoðanir á því sem gerist í Bónus-deildinni í vetur en ásamt henni verða sem fyrr þær Bryndís Guðmundsdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Ólöf Helga Pálsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir sérfræðingar Körfuboltakvölds. Hörður Unnsteinsson stýrir þættinum áfram. Upphitunarþáttur Bónus Körfuboltakvölds kvenna hefst klukkan 20 á morgun, á Stöð 2 Sport. Körfuboltakvöld Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir Allt um met Helenu: Þrjár í liðinu ekki fæddar í hennar fyrsta landsleik Helena Sverrisdóttir sló leikjamet Hildar Sigurðardóttir Rúmeníu í gær þegar hún lék landsleik númer áttatíu á ferlinum. Landsliðsferill hennar hófst árið 2002 og er hún nú fyrsta konan til að spila landsleik í körfubolta með tveggja áratuga millibili. 10. nóvember 2023 14:01 Helena leggur skóna á hilluna Helena Sverrisdóttir sem margir telja bestu körfuknattleikskonu Íslands fyrr og síðar hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú í dag. 19. nóvember 2023 13:29 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Helena Sverrisdóttir er nýjasti liðsmaður þáttarins og hún verður með í allan vetur þegar leikirnir og allt það helsta varðandi Bónus-deild kvenna verður krufið til mergjar. Helenu þarf vart að kynna enda var hún til að mynda valin körfuboltakona ársins á Íslandi ellefu ár í röð fram til ársins 2015, og svo í tólfta sinn árið 2019, eða sem sagt langoftast íslenskra kvenna. Í nóvember á síðasta ári varð hún leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, þegar hún lék sinn 80. landsleik, meira en tuttugu árum eftir að hafa fyrst klæðst íslensku landsliðstreyjunni, og hún bætti við 81. landsleiknum áður en hún lagði svo skóna á hilluna. Helena lék í bandaríska háskólaboltanum með TCU og sem atvinnumaður í Ungverjalandi, Póllandi og Slóvakíu, en langmest með Haukum hér heima og einnig með Val, og vann mikinn fjölda titla á löngum ferli. Helena ætti því að hafa ýmsu að miðla og sterkar skoðanir á því sem gerist í Bónus-deildinni í vetur en ásamt henni verða sem fyrr þær Bryndís Guðmundsdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Ólöf Helga Pálsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir sérfræðingar Körfuboltakvölds. Hörður Unnsteinsson stýrir þættinum áfram. Upphitunarþáttur Bónus Körfuboltakvölds kvenna hefst klukkan 20 á morgun, á Stöð 2 Sport.
Körfuboltakvöld Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir Allt um met Helenu: Þrjár í liðinu ekki fæddar í hennar fyrsta landsleik Helena Sverrisdóttir sló leikjamet Hildar Sigurðardóttir Rúmeníu í gær þegar hún lék landsleik númer áttatíu á ferlinum. Landsliðsferill hennar hófst árið 2002 og er hún nú fyrsta konan til að spila landsleik í körfubolta með tveggja áratuga millibili. 10. nóvember 2023 14:01 Helena leggur skóna á hilluna Helena Sverrisdóttir sem margir telja bestu körfuknattleikskonu Íslands fyrr og síðar hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú í dag. 19. nóvember 2023 13:29 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Allt um met Helenu: Þrjár í liðinu ekki fæddar í hennar fyrsta landsleik Helena Sverrisdóttir sló leikjamet Hildar Sigurðardóttir Rúmeníu í gær þegar hún lék landsleik númer áttatíu á ferlinum. Landsliðsferill hennar hófst árið 2002 og er hún nú fyrsta konan til að spila landsleik í körfubolta með tveggja áratuga millibili. 10. nóvember 2023 14:01
Helena leggur skóna á hilluna Helena Sverrisdóttir sem margir telja bestu körfuknattleikskonu Íslands fyrr og síðar hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú í dag. 19. nóvember 2023 13:29