Riddarar kærleikans Halla Tómasdóttir skrifar 27. september 2024 06:02 Óskiljanlegt ofbeldi hefur átt sér stað í samfélagi okkar undanfarna mánuði. Það eru eðlileg mannleg viðbrögð að finna til þegar hver sorgaratburðurinn á fætur öðrum á sér stað. Eins og biskupinn okkar segir er það heilbrigðismerki, merki um samkennd. Öll viljum við búa í heilbrigðu samfélagi þar sem okkur líður vel og við teljum okkur örugg. Því er vel skiljanlegt að við finnum til vanmáttar yfir þessari ískyggilegu þróun og spyrjum okkur hvað sé til ráða. Hvað getum við gert? Mikilvægt er að hvert og eitt okkar velti slíkum spurningum fyrir sér. Gefum okkur tíma og næði til að ræða þessar tilfinningar og spurningar við ástvini og hikum ekki við að leita eftir faglegum stuðningi ef þarf. Þannig hefjast flestar samfélagsbreytingar, hjá okkur sjálfum og með samtali. Sjálf hef ég ekki öll svörin en ég vil leita þeirra og eiga þetta samtal við þjóðina. Fyrir nokkrum vikum kom góður hópur saman til að hefja slíkt samtal á Bessastöðum. Saman, þvert á kyn, kynslóðir og lífsreynslu, veltum við upp þeirri spurningu hvernig gera megi kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Við deildum einlæglega tilfinningum okkar og sýn á rætur vandans. Við vorum sammála um að á tímum sítengingar hefði orðið alvarlegt tengslarof í samfélagi okkar. Úr því þarf að bæta og það byrjar með hverju og einu okkar. Við sjálf – og hver við viljum vera – er lykilþáttur í lausninni. Við höfum öll val og nú er mikilvægt að við sem þjóð veljum vel hvernig brugðist er við. Það mun skipta sköpum um það hvers konar samfélag við búum börnum okkar til framtíðar. Við sem komum saman á Bessastöðum í byrjun september tókum í lok fundar þá sameiginlegu ákvörðun að gerast Riddarar kærleikans. Þannig viljum við mæta þessum erfiðu tímum í samfélagi okkar. Við trúum því að með samtakamætti getum við breytt samfélaginu til betri vegar og að fyrstu skrefin í þá átt felist í bættum tengslum, við okkur sjálf og við hvert annað. Við bjóðum þér að vera með og virkja sköpunarkraft þinn í þágu kærleikans. Við leggjum til einföld skref til að byrja með. Horfumst í augu! Tökum utan um hvert annað! Gerum kærleikann að eina vopninu! Þetta er ekki tímabundið átak. Þetta er ákvörðun. Leitum skapandi aðgerða til að mæta vaxandi ofbeldi, hatri og ótta með kærleika. Virkjum allt samfélagið til þátttöku og treystum á sköpunargáfu og samtakamátt þjóðarinnar á þeirri vegferð. Einmanaleiki og vanlíðan hefur aukist og það er staðreynd að við eigum heimsmet í notkun geðlyfja. Við verðum að ráðast að rótum þessa vanda og velja betur hver við erum og hvernig við högum okkur. Öll getum við haft jákvæð áhrif á eigin líðan, sem og á líðan annarra. Riddarar kærleikans er opin hreyfing þeirra sem eru ákveðin í að mæta fordæmalausum tímum með virku samtali um að velja kærleikann. Við hvetjum til þess að slíkt samtal eigi sér stað í skólum landsins, á vinnustöðum og á heimilum. Verið er að velta upp hugmyndum um hvernig fyrirtæki geti lagt kærleikanum lið og látið gott af sér leiða. Hvernig efla megi samstarf og samveru milli kynslóða. Hvernig lágmarka megi þann skaða sem snjallsímanotkun og samfélagsmiðlar eru að valda. Hvernig virkja megi skapandi greinar, finna tilfinningum okkar heilbrigðan farveg og bæta andlega og samfélagslega heilsu. Verkefnið er ærið, að velja í hvers konar samfélagi við viljum búa. Margt þarf að koma til. En byrjum heima fyrir. Byrjum á okkur sjálfum. Ef við veljum að taka þátt, gera gagn og láta gott af okkur leiða, þá eru í reynd okkar björtustu tímar fram undan. Höfundur er forseti Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Óskiljanlegt ofbeldi hefur átt sér stað í samfélagi okkar undanfarna mánuði. Það eru eðlileg mannleg viðbrögð að finna til þegar hver sorgaratburðurinn á fætur öðrum á sér stað. Eins og biskupinn okkar segir er það heilbrigðismerki, merki um samkennd. Öll viljum við búa í heilbrigðu samfélagi þar sem okkur líður vel og við teljum okkur örugg. Því er vel skiljanlegt að við finnum til vanmáttar yfir þessari ískyggilegu þróun og spyrjum okkur hvað sé til ráða. Hvað getum við gert? Mikilvægt er að hvert og eitt okkar velti slíkum spurningum fyrir sér. Gefum okkur tíma og næði til að ræða þessar tilfinningar og spurningar við ástvini og hikum ekki við að leita eftir faglegum stuðningi ef þarf. Þannig hefjast flestar samfélagsbreytingar, hjá okkur sjálfum og með samtali. Sjálf hef ég ekki öll svörin en ég vil leita þeirra og eiga þetta samtal við þjóðina. Fyrir nokkrum vikum kom góður hópur saman til að hefja slíkt samtal á Bessastöðum. Saman, þvert á kyn, kynslóðir og lífsreynslu, veltum við upp þeirri spurningu hvernig gera megi kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Við deildum einlæglega tilfinningum okkar og sýn á rætur vandans. Við vorum sammála um að á tímum sítengingar hefði orðið alvarlegt tengslarof í samfélagi okkar. Úr því þarf að bæta og það byrjar með hverju og einu okkar. Við sjálf – og hver við viljum vera – er lykilþáttur í lausninni. Við höfum öll val og nú er mikilvægt að við sem þjóð veljum vel hvernig brugðist er við. Það mun skipta sköpum um það hvers konar samfélag við búum börnum okkar til framtíðar. Við sem komum saman á Bessastöðum í byrjun september tókum í lok fundar þá sameiginlegu ákvörðun að gerast Riddarar kærleikans. Þannig viljum við mæta þessum erfiðu tímum í samfélagi okkar. Við trúum því að með samtakamætti getum við breytt samfélaginu til betri vegar og að fyrstu skrefin í þá átt felist í bættum tengslum, við okkur sjálf og við hvert annað. Við bjóðum þér að vera með og virkja sköpunarkraft þinn í þágu kærleikans. Við leggjum til einföld skref til að byrja með. Horfumst í augu! Tökum utan um hvert annað! Gerum kærleikann að eina vopninu! Þetta er ekki tímabundið átak. Þetta er ákvörðun. Leitum skapandi aðgerða til að mæta vaxandi ofbeldi, hatri og ótta með kærleika. Virkjum allt samfélagið til þátttöku og treystum á sköpunargáfu og samtakamátt þjóðarinnar á þeirri vegferð. Einmanaleiki og vanlíðan hefur aukist og það er staðreynd að við eigum heimsmet í notkun geðlyfja. Við verðum að ráðast að rótum þessa vanda og velja betur hver við erum og hvernig við högum okkur. Öll getum við haft jákvæð áhrif á eigin líðan, sem og á líðan annarra. Riddarar kærleikans er opin hreyfing þeirra sem eru ákveðin í að mæta fordæmalausum tímum með virku samtali um að velja kærleikann. Við hvetjum til þess að slíkt samtal eigi sér stað í skólum landsins, á vinnustöðum og á heimilum. Verið er að velta upp hugmyndum um hvernig fyrirtæki geti lagt kærleikanum lið og látið gott af sér leiða. Hvernig efla megi samstarf og samveru milli kynslóða. Hvernig lágmarka megi þann skaða sem snjallsímanotkun og samfélagsmiðlar eru að valda. Hvernig virkja megi skapandi greinar, finna tilfinningum okkar heilbrigðan farveg og bæta andlega og samfélagslega heilsu. Verkefnið er ærið, að velja í hvers konar samfélagi við viljum búa. Margt þarf að koma til. En byrjum heima fyrir. Byrjum á okkur sjálfum. Ef við veljum að taka þátt, gera gagn og láta gott af okkur leiða, þá eru í reynd okkar björtustu tímar fram undan. Höfundur er forseti Íslands
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun