Hefur þrisvar komið að 13 ára syni sínum meðvitundarlausum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. september 2024 19:51 Móðir kveðst ráðþrota vegna úrræðaleysis sem blasir við henni og þrettán ára syni hennar. Vísir/Einar Móðir þrettán ára drengs, sem er með ADHD og fíknivanda, stendur bæði ráðþrota og örmagna frammi fyrir kerfinu. Hún segir óskiljanlegt að ekki sé aldursskipt úrræði í boði hjá Stuðlum. Þar hafi sonur hennar vingast við eldri stráka í mun verri málum. Móðirin vill ekki koma fram undir nafni til að vernda friðhelgi sonar síns en hún finnur sig knúna til að varpa ljósi á þær aðstæður sem mæðginin eru föst í. Drengurinn er með ADHD en hann fann sína fjöl í íþróttum, var í landsliðinu og var sannkallað undrabarn á sínu sviði. Móðirin lýsir drengnum sem ljúflingi með stórt hjarta. Hann sé einstaklega hæfileikaríkur og listrænn. Hún segir að nokkur atvik í lífi sonarins hafi komið upp með stuttu millibili sem urðu til þess að halla fór undan fæti hjá honum og sköpuðu að hennar sögn „hinn fullkomna storm.“ Í fyrra þurfti hann að taka sér hlé í íþróttinni sinni því hann sýndi öll einkenni ofþjálfunar en nokkrum dögum fyrir mót var honum kippt úr liðinu og við það fékk hann mikla höfnunartilfinningu og hætti að mæta á æfingar. „Svo verður einhver uppákoma upp í skóla. Það verða einhver slagsmál sem barnið mitt kemur ekkert nálægt. Einn deildarstjórinn ákveður að búa til hóp, eins konar „terrorist watch group,“ eins og maður getur orðað það.“ Móðirin lýsir því að deildarstjórinn hafi ætlað sér að einangra hópinn sem kom að slagsmálunum en af því að sonur hennar hafði, daginn eftir hópslagsmálin, setið við hliðina á einum sem tók þátt í þeim, hafi hann verið settur í sama hóp og þeir sem tóku þátt í slagsmálunum. „Hún [deildarstjórinn] ætlaði bara að einangra þennan hóp en einangrar hann með.“ Og þar með var hann kominn í slæman félagsskap og þá fer virkilega að halla undan fæti. Hann hætti að ástunda íþrótt sína, hætti að mæta í skólann og fór að sýna mikla áhættuhegðun. „Svo er hann nefnilega ótrúlega viðkvæmur og það sem gerist þegar þú ert svona viðkvæmur og ert særður svona mikið þá ferðu í vörn. Við gerum það fullorðna fólkið.“ Var meðvitundarlaus í sólarhring eftir töflur Drengurinn byrjaði síðan að drekka áfengi og fikta með efni. „Ég kem að honum tvisvar sinnum meðvitundarlausum út af áfengi, í annað skiptið var barnið komið með 35 komma eitthvað í líkamshita þegar ég hringi á sjúkrabíl og svo í síðasta skiptið hafði hann keypt töflur af einhverjum í þessum hópi og var meðvitundarlaus í sólarhring eftir það á spítala.“ Hvernig tilfinning er það að koma að barninu sínu meðvitundarlausu? „Þetta er bara áfall sko, sem enginn á að þurfa að upplifa.“ Í fjögur skipti hefur þurft að neyðarvista drenginn á Stuðlum. „Þú ert með ungan einstakling, það er engin aldursskipting inni á Stuðlum og það sem gerist er að þú setur þrettán ára einstakling í viðkvæmri stöðu með einstaklingum sem eru kannski sautján ára í gæsluvarðhaldi fyrir eitthvað alvarlegt.“ Tveir starfsmenn barnaverndar líflínan hennar Móðirin segir að það sé hennar mat og reynsla að starfsfólkið í kerfinu sé allt af vilja gert en að það hafi ekki tólin. Hún lýsir tveimur starfsmönnum barnaverndar sem sinni líflínu sem hafi barist eins og ljón fyrir hagsmunum drengsins. „Þetta eru klárlega einstaklingar sem vinna af hugsjón. Ég öfunda ekki þetta fólk fyrir að vera að vinna í þessum aðstæðum. Þú hlýtur að vera bjargarlaus þegar þú ert að reyna að gera eitthvað en færð ekki tæki og tól.“ Hún segir að barnið sitt eigi mun frekar heima inni á lokaðri deild á BUGL, þar sem hann gæti stundað skóla og fengi að hitta viðeigandi fagaðila en það eina sem standi drengnum til boða vegna aldurs sé neyðarvistun inni á Stuðlum. Börn í vanda geti ekki beðið eftir hjálp Þrátt fyrir að móðirin telji ýmislegt ábótavant á Stuðlum sé það eina úrræðið sem standi til boða en hún sótti um þjónustu meðferðardeildar Stuðla fyrir drenginn í júlí og blöskrar að barnið þurfi að bíða eftir þjónustu á svo afdrifaríku tímabili í hans lífi. „Og fær hann það kannski samþykkt og hvað, þarf ég þá að bíða í þrjá mánuði? Ég lifi ekki af í þrjá mánuði lengur af þessu. Það er bara svoleiðis.“ Líður þér eins og þú sért á það slæmum stað? „Ég er bara gjörsamlega örmagna, alveg gjörsamlega örmagna. Ef ég væri ekki svona þrjósk. En hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín?“ Móðirin lýsir síðustu mánuðum sem ótrúlegum raunum. Hún hefur lítið sem ekkert sofið vegna ótta og áhyggna um að drengurinn laumist út að nóttu til og fari sér að voða. „Ég sef bara með annað augað opið.“ Fíkn Geðheilbrigði Börn og uppeldi Íþróttir barna Ofbeldi barna Barnavernd Skóla- og menntamál Réttindi barna Málefni Stuðla Tengdar fréttir „Við getum ekki treyst Hagkaup í Skeifunni fyrir unglingunum“ Foreldrar barna í hverfum 104, 105 og 108 kalla eftir því að opnunartími félagsmiðstöðva og sundlauga verði rýmkaður. Þá vilja þau að starf félagsmiðstöðva sé eflt. Fjölmennur foreldrafundur fór fram í kvöld í Safamýri. Þar kom einnig fram vilji til að efla foreldrarölt og foreldrasamstarf. 24. september 2024 21:07 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
Móðirin vill ekki koma fram undir nafni til að vernda friðhelgi sonar síns en hún finnur sig knúna til að varpa ljósi á þær aðstæður sem mæðginin eru föst í. Drengurinn er með ADHD en hann fann sína fjöl í íþróttum, var í landsliðinu og var sannkallað undrabarn á sínu sviði. Móðirin lýsir drengnum sem ljúflingi með stórt hjarta. Hann sé einstaklega hæfileikaríkur og listrænn. Hún segir að nokkur atvik í lífi sonarins hafi komið upp með stuttu millibili sem urðu til þess að halla fór undan fæti hjá honum og sköpuðu að hennar sögn „hinn fullkomna storm.“ Í fyrra þurfti hann að taka sér hlé í íþróttinni sinni því hann sýndi öll einkenni ofþjálfunar en nokkrum dögum fyrir mót var honum kippt úr liðinu og við það fékk hann mikla höfnunartilfinningu og hætti að mæta á æfingar. „Svo verður einhver uppákoma upp í skóla. Það verða einhver slagsmál sem barnið mitt kemur ekkert nálægt. Einn deildarstjórinn ákveður að búa til hóp, eins konar „terrorist watch group,“ eins og maður getur orðað það.“ Móðirin lýsir því að deildarstjórinn hafi ætlað sér að einangra hópinn sem kom að slagsmálunum en af því að sonur hennar hafði, daginn eftir hópslagsmálin, setið við hliðina á einum sem tók þátt í þeim, hafi hann verið settur í sama hóp og þeir sem tóku þátt í slagsmálunum. „Hún [deildarstjórinn] ætlaði bara að einangra þennan hóp en einangrar hann með.“ Og þar með var hann kominn í slæman félagsskap og þá fer virkilega að halla undan fæti. Hann hætti að ástunda íþrótt sína, hætti að mæta í skólann og fór að sýna mikla áhættuhegðun. „Svo er hann nefnilega ótrúlega viðkvæmur og það sem gerist þegar þú ert svona viðkvæmur og ert særður svona mikið þá ferðu í vörn. Við gerum það fullorðna fólkið.“ Var meðvitundarlaus í sólarhring eftir töflur Drengurinn byrjaði síðan að drekka áfengi og fikta með efni. „Ég kem að honum tvisvar sinnum meðvitundarlausum út af áfengi, í annað skiptið var barnið komið með 35 komma eitthvað í líkamshita þegar ég hringi á sjúkrabíl og svo í síðasta skiptið hafði hann keypt töflur af einhverjum í þessum hópi og var meðvitundarlaus í sólarhring eftir það á spítala.“ Hvernig tilfinning er það að koma að barninu sínu meðvitundarlausu? „Þetta er bara áfall sko, sem enginn á að þurfa að upplifa.“ Í fjögur skipti hefur þurft að neyðarvista drenginn á Stuðlum. „Þú ert með ungan einstakling, það er engin aldursskipting inni á Stuðlum og það sem gerist er að þú setur þrettán ára einstakling í viðkvæmri stöðu með einstaklingum sem eru kannski sautján ára í gæsluvarðhaldi fyrir eitthvað alvarlegt.“ Tveir starfsmenn barnaverndar líflínan hennar Móðirin segir að það sé hennar mat og reynsla að starfsfólkið í kerfinu sé allt af vilja gert en að það hafi ekki tólin. Hún lýsir tveimur starfsmönnum barnaverndar sem sinni líflínu sem hafi barist eins og ljón fyrir hagsmunum drengsins. „Þetta eru klárlega einstaklingar sem vinna af hugsjón. Ég öfunda ekki þetta fólk fyrir að vera að vinna í þessum aðstæðum. Þú hlýtur að vera bjargarlaus þegar þú ert að reyna að gera eitthvað en færð ekki tæki og tól.“ Hún segir að barnið sitt eigi mun frekar heima inni á lokaðri deild á BUGL, þar sem hann gæti stundað skóla og fengi að hitta viðeigandi fagaðila en það eina sem standi drengnum til boða vegna aldurs sé neyðarvistun inni á Stuðlum. Börn í vanda geti ekki beðið eftir hjálp Þrátt fyrir að móðirin telji ýmislegt ábótavant á Stuðlum sé það eina úrræðið sem standi til boða en hún sótti um þjónustu meðferðardeildar Stuðla fyrir drenginn í júlí og blöskrar að barnið þurfi að bíða eftir þjónustu á svo afdrifaríku tímabili í hans lífi. „Og fær hann það kannski samþykkt og hvað, þarf ég þá að bíða í þrjá mánuði? Ég lifi ekki af í þrjá mánuði lengur af þessu. Það er bara svoleiðis.“ Líður þér eins og þú sért á það slæmum stað? „Ég er bara gjörsamlega örmagna, alveg gjörsamlega örmagna. Ef ég væri ekki svona þrjósk. En hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín?“ Móðirin lýsir síðustu mánuðum sem ótrúlegum raunum. Hún hefur lítið sem ekkert sofið vegna ótta og áhyggna um að drengurinn laumist út að nóttu til og fari sér að voða. „Ég sef bara með annað augað opið.“
Fíkn Geðheilbrigði Börn og uppeldi Íþróttir barna Ofbeldi barna Barnavernd Skóla- og menntamál Réttindi barna Málefni Stuðla Tengdar fréttir „Við getum ekki treyst Hagkaup í Skeifunni fyrir unglingunum“ Foreldrar barna í hverfum 104, 105 og 108 kalla eftir því að opnunartími félagsmiðstöðva og sundlauga verði rýmkaður. Þá vilja þau að starf félagsmiðstöðva sé eflt. Fjölmennur foreldrafundur fór fram í kvöld í Safamýri. Þar kom einnig fram vilji til að efla foreldrarölt og foreldrasamstarf. 24. september 2024 21:07 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
„Við getum ekki treyst Hagkaup í Skeifunni fyrir unglingunum“ Foreldrar barna í hverfum 104, 105 og 108 kalla eftir því að opnunartími félagsmiðstöðva og sundlauga verði rýmkaður. Þá vilja þau að starf félagsmiðstöðva sé eflt. Fjölmennur foreldrafundur fór fram í kvöld í Safamýri. Þar kom einnig fram vilji til að efla foreldrarölt og foreldrasamstarf. 24. september 2024 21:07