Fótbolti

Arsenal sneri dæminu sér í vil

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arsenal er komið í riðlakeppnina eftir frábæran sigur.
Arsenal er komið í riðlakeppnina eftir frábæran sigur. Crystal Pix/Getty Images

Eftir að tapa 1-0 í Svíþjóð gerði Arsenal sér lítið fyrir og vann Häcken 3-0 í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu.Sigurinn þýðir að Arsenal er komið í riðlakeppnina. París Saint-Germian, sem fór alla leið í undanúrslit í fyrra, er úr leik eftir tap gegn Juventus.

Häcken vann fyrri leikinn í Svíþjóð 1-0 og því þurftu Skytturnar að vinna með tveggja marka mun í kvöld. Skytturnar voru einnig án nokkurra sterkra leikmanna, þar á meðal fyrirliðans Leah Williamson.

Það kom þó ekki að sök þar sem Lia Wälti kom Arsenal yfir um miðbik fyrri hálfleiks og jafnaði þar með metin í einvíginu.

Mariona Caldentey tvöfaldaði forystu Arsenal undir lok fyrri hálfleiks og Skytturnar yfir þegar gengið var til búningsherbergja. Enska landsliðskonana Beth Mead bætti þriðja marki Arsenal við snemma í síðari hálfleik og Frida Leonhardsen-Maanum bætti fjórða markinu við aðeins tveimur mínútum eftir að hún kom inn af bekknum.

Lokatölur í Lundúnum 4-0 og Skytturnar komnar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

París Saint-Germian fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en mátti þola tap geng Juventus í kvöld líkt og í fyrri leik liðanna. Einvíginu lauk með 5-2 sigri Juventus sem er því komið í riðlakeppnina.

Manchester City vann þá öruggan 3-0 sigur á París FC eftir að vinna fyrri leik liðanna 8-0. Gríðarlega öruggt hjá Manchester-liðinu sem hefur byrjað tímabilið af krafti.

Önnur úrslit

  • Mura 0-5 St. Pölten
  • Servette 2-7 Roma
  • Real Madríd 3-1 Sporting
  • Celtic 2-0 Vorskla Poltava

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×