Við stöndum saman með réttindum táknmálsins! Mordekaí Elí Esrason skrifar 27. september 2024 08:33 „Við stöndum saman með réttindum táknmálsins“ er áhersla ársins 2025 samkvæmt alþjóðlegri viku Döff og alþjóðlegum degi Döff. Það undirstrikar mikilvægi þess að berjast fyrir og tryggja viðurkenningu og vernd á réttindum þeirra sem tala táknmál. Táknmál eru flókið og nýstárlegt samskiptaform sem notað er í mörgum samfélögum, bæði af heyrnarlausum og heyrandi. Þau eru nauðsynleg fyrir félagslega samþættingu, menntun og almenna líðan fólks. Þrátt fyrir augljóst mikilvægi sitt þurfa þau sem nota táknmál oft að takast á við hindranir, svo sem mismunun, skort á aðgengi að almennri þjónustu og atvinnu. Þessar hindranir geta verið mismunandi eftir getu einstaklingsins en þau sem tala táknmál upplifa þessar hindranir yfirleitt innan heilbrigðis- og menntastofnana. Í tengslum við átakið Gulan september og sjálfsvígsforvarnir höfum við í seinni tíð tekið eftir því að sjálfsvígum innan samfélaga heyrnarlausra hefur smám saman fjölgað. Nýlega tók sitt eigi líf karlmaður frá Bandaríkjunum en hann var einn af vinum mínum. Hann framdi sjálfsmorð eftir að hafa birt síðasta innlegg sitt á Facebook þar sem hann sagðist ætla að taka pásu frá Facebook og Instagram. Þýðing á íslensku er undir myndinni. Kæru öll, Veruleikinn er ég og þú, en ekki „við.“ Ég er margt, þó svo þetta sé líf mitt. Ég hef leitað til fólks, en ég skil samt ekki hvernig ég get fundið hamingju. Ef ég trúi á Jesú Krist, mun Guð færa mér gleði? Svarið er nei... Ég trúi einfaldlega ekki lengur á trúarbrögð. Ég á skilið að trúa meira á sjálfan mig. Ást á náttúrunni og alheiminum er óþekkt ferðalag allt til enda. Fjölskylda mín og ættingjar lærðu aldrei bandaríska táknmál (ASL), sem hefur verið „skaðlegt.“ Það er staðreynd og það er skammarlegt af ykkur. Aðeins ég trúi á að leita að hinum raunverulega sannleika og anda laganna í mínu hjarta. Hvers vegna er orðið „skaðlegt“ notað? Vegna þess að ég upplifi djúpa skömm vegna lélegrar hegðunar minnar. Ég hlýði ekki ströngum kröfum fjölskyldu minnar og ættingja vegna þess að ég er að kljást við miklar tilfinningar, sérstaklega vegna þess að það er ekkert ASL. Samskipti eru verðmæt fyrir líf okkar. Tungumál eru merki ástarinnar. Uppáhalds umræðuefnin mín eru ævintýraferðir, áform og tilviljanir; sem virðast að einhverju leyti tengd því ég er búinn að lesa bókina! Ég hlakka til að meta sjálfur líf mitt og vöxt. Nú er þörf fyrir skilning og þakklæti og það að hunsa fjölskyldu og ættingja gæti verið mér nauðsynleg hvatning! Mín mesta heppni er að ég er að læra í skóla og vinna að því að ná markmiðum mínum. Ég verð einhvern tíma aftur á Instagram ! Bíðið eftir mér. Ég óska sjálfum mér alls hins besta. Gleðilega alþjóðlega viku heyrnarlausra og alþjóðlegan dag táknmáls! Við skulum halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar allra til þess að tala táknmál! Höfundur er verkefnastjóri Félags heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
„Við stöndum saman með réttindum táknmálsins“ er áhersla ársins 2025 samkvæmt alþjóðlegri viku Döff og alþjóðlegum degi Döff. Það undirstrikar mikilvægi þess að berjast fyrir og tryggja viðurkenningu og vernd á réttindum þeirra sem tala táknmál. Táknmál eru flókið og nýstárlegt samskiptaform sem notað er í mörgum samfélögum, bæði af heyrnarlausum og heyrandi. Þau eru nauðsynleg fyrir félagslega samþættingu, menntun og almenna líðan fólks. Þrátt fyrir augljóst mikilvægi sitt þurfa þau sem nota táknmál oft að takast á við hindranir, svo sem mismunun, skort á aðgengi að almennri þjónustu og atvinnu. Þessar hindranir geta verið mismunandi eftir getu einstaklingsins en þau sem tala táknmál upplifa þessar hindranir yfirleitt innan heilbrigðis- og menntastofnana. Í tengslum við átakið Gulan september og sjálfsvígsforvarnir höfum við í seinni tíð tekið eftir því að sjálfsvígum innan samfélaga heyrnarlausra hefur smám saman fjölgað. Nýlega tók sitt eigi líf karlmaður frá Bandaríkjunum en hann var einn af vinum mínum. Hann framdi sjálfsmorð eftir að hafa birt síðasta innlegg sitt á Facebook þar sem hann sagðist ætla að taka pásu frá Facebook og Instagram. Þýðing á íslensku er undir myndinni. Kæru öll, Veruleikinn er ég og þú, en ekki „við.“ Ég er margt, þó svo þetta sé líf mitt. Ég hef leitað til fólks, en ég skil samt ekki hvernig ég get fundið hamingju. Ef ég trúi á Jesú Krist, mun Guð færa mér gleði? Svarið er nei... Ég trúi einfaldlega ekki lengur á trúarbrögð. Ég á skilið að trúa meira á sjálfan mig. Ást á náttúrunni og alheiminum er óþekkt ferðalag allt til enda. Fjölskylda mín og ættingjar lærðu aldrei bandaríska táknmál (ASL), sem hefur verið „skaðlegt.“ Það er staðreynd og það er skammarlegt af ykkur. Aðeins ég trúi á að leita að hinum raunverulega sannleika og anda laganna í mínu hjarta. Hvers vegna er orðið „skaðlegt“ notað? Vegna þess að ég upplifi djúpa skömm vegna lélegrar hegðunar minnar. Ég hlýði ekki ströngum kröfum fjölskyldu minnar og ættingja vegna þess að ég er að kljást við miklar tilfinningar, sérstaklega vegna þess að það er ekkert ASL. Samskipti eru verðmæt fyrir líf okkar. Tungumál eru merki ástarinnar. Uppáhalds umræðuefnin mín eru ævintýraferðir, áform og tilviljanir; sem virðast að einhverju leyti tengd því ég er búinn að lesa bókina! Ég hlakka til að meta sjálfur líf mitt og vöxt. Nú er þörf fyrir skilning og þakklæti og það að hunsa fjölskyldu og ættingja gæti verið mér nauðsynleg hvatning! Mín mesta heppni er að ég er að læra í skóla og vinna að því að ná markmiðum mínum. Ég verð einhvern tíma aftur á Instagram ! Bíðið eftir mér. Ég óska sjálfum mér alls hins besta. Gleðilega alþjóðlega viku heyrnarlausra og alþjóðlegan dag táknmáls! Við skulum halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar allra til þess að tala táknmál! Höfundur er verkefnastjóri Félags heyrnarlausra.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar