Pavel nýr liðsmaður Bónus Körfuboltakvölds Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. september 2024 10:21 Pavel reynir fyrir sér á nýjum vettvangi í vetur. vísir/bára Pavel Ermolinskij, margfaldur Íslandsmeistari í körfubolta sem leikmaður og þjálfari, verður í hópi sérfræðinga í Bónus Körfuboltakvöldi á komandi keppnistímabili í Bónus deild karla. Pavel þarf vart að kynna fyrir áhugafólki um körfubolta enda einn farsælasti körfuboltamaður Íslands frá upphafi. Sem leikmaður var hann lykilmaður í landsliði Íslands, atvinnumaður í Frakklandi, Spáni og Svíþjóð til fjölda ára og áttfaldur Íslandsmeistari KR og Val. Að leikmannaferlinum loknum gerðist hann þjálfari Tindastóls og undir hans stjórn varð félagið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Samtal við áhorfendur Auk þess að vera álitsgjafi í Bónus Körfuboltakvöldi mun Pavel sjá um að lýsa einum leik í hverri umferð Bónus deildar karla. Það verður þó ekki hefðbundin leiklýsing, heldur mun Pavel ásamt gesti ræða um leikinn á sinn máta og miðla þannig af þekkingu sinni og reynslu um körfubolta til áhorfenda Stöðvar 2 Sports. Leiklýsingin verður í anda hlaðvarpsins „GAZið“ sem Pavel hleypti nýverið af stokkunum. Hlaðvarpsþátturinn er unnin í samstarfi við Tal, hlaðvarpsþjónustu Sýnar, og verður aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hermann snýr aftur á skjáinn Það er Stöð 2 Sport einnig mikið ánægjuefni að tilkynna um leið að Hermann Hauksson snýr aftur í hóp álitsgjafa. Hermann hafði verið með í sérfræðingahópi Körfuboltakvölds frá upphafi þáttarins en kemur nú á skjáinn á ný eftir eins árs frí. Aðrir sérfræðingar sem snúa aftur eru Helgi Már Magnússon, Jón Halldór Eðvaldsson, Matthías Orri Sigurðarson, Ómar Örn Sævarsson, Sævar Sævarsson og Teitur Örlygsson. Magnús Þór Gunnarsson og Rúnar Ingi Erlingsson, sem voru í teyminu á síðasta keppnistímabili, einbeita sér nú alfarið að þjálfarastörfum í deildinni og kann íþróttadeild þeim bestu þakkir fyrir samstarfið. Þáttastjórnandi Bónus Körfuboltakvölds er Stefán Árni Pálsson og framleiðandi er Stefán Snær Geirmundsson. Bónus Körfuboltakvöld hefur göngu sína þetta tímabilið laugardagskvöldið 28. september með upphitunarþætti sínum. Keppni í Bónus deild karla hefst svo fimmtudaginn 3. október. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira
Pavel þarf vart að kynna fyrir áhugafólki um körfubolta enda einn farsælasti körfuboltamaður Íslands frá upphafi. Sem leikmaður var hann lykilmaður í landsliði Íslands, atvinnumaður í Frakklandi, Spáni og Svíþjóð til fjölda ára og áttfaldur Íslandsmeistari KR og Val. Að leikmannaferlinum loknum gerðist hann þjálfari Tindastóls og undir hans stjórn varð félagið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Samtal við áhorfendur Auk þess að vera álitsgjafi í Bónus Körfuboltakvöldi mun Pavel sjá um að lýsa einum leik í hverri umferð Bónus deildar karla. Það verður þó ekki hefðbundin leiklýsing, heldur mun Pavel ásamt gesti ræða um leikinn á sinn máta og miðla þannig af þekkingu sinni og reynslu um körfubolta til áhorfenda Stöðvar 2 Sports. Leiklýsingin verður í anda hlaðvarpsins „GAZið“ sem Pavel hleypti nýverið af stokkunum. Hlaðvarpsþátturinn er unnin í samstarfi við Tal, hlaðvarpsþjónustu Sýnar, og verður aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hermann snýr aftur á skjáinn Það er Stöð 2 Sport einnig mikið ánægjuefni að tilkynna um leið að Hermann Hauksson snýr aftur í hóp álitsgjafa. Hermann hafði verið með í sérfræðingahópi Körfuboltakvölds frá upphafi þáttarins en kemur nú á skjáinn á ný eftir eins árs frí. Aðrir sérfræðingar sem snúa aftur eru Helgi Már Magnússon, Jón Halldór Eðvaldsson, Matthías Orri Sigurðarson, Ómar Örn Sævarsson, Sævar Sævarsson og Teitur Örlygsson. Magnús Þór Gunnarsson og Rúnar Ingi Erlingsson, sem voru í teyminu á síðasta keppnistímabili, einbeita sér nú alfarið að þjálfarastörfum í deildinni og kann íþróttadeild þeim bestu þakkir fyrir samstarfið. Þáttastjórnandi Bónus Körfuboltakvölds er Stefán Árni Pálsson og framleiðandi er Stefán Snær Geirmundsson. Bónus Körfuboltakvöld hefur göngu sína þetta tímabilið laugardagskvöldið 28. september með upphitunarþætti sínum. Keppni í Bónus deild karla hefst svo fimmtudaginn 3. október.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira