Þrotabú Wok on vill tugmilljóna endurgreiðslu frá Kristjáni Jón Þór Stefánsson skrifar 27. september 2024 12:39 Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on seldi þá til Davíðs Viðarssonar, eða Quang Le. Þrotabú Wok on hefur gert kröfu á hendur félagi Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, fyrrverandi eiganda Wok on, um endurgreiðslu á tæplega fjörutíu milljónum króna. Einar Hugi Bjarnason, skiptastjóri þrotabús Wok on, segir í samtali við fréttastofu að við yfirferð á bókhaldi félagsins hafi komið í ljós óútskýrðar færslur, bæði í bókhaldi sem og millifærslur á bankareikningum, sem ekki hafi fengist fullnægjandi skýringar á. Mbl.is greindi fyrst frá þessu, en í frétt miðilsins kemur fram að félag Kristjáns, Darko ehf. hafi um tíma verið í eigu fjölskyldumeðlims hans áður en hann var aftur skráður eigandi þess. Greint var frá því í febrúar á þessu ári að Davíð Viðarsson, eða Quang Le, væri orðinn eini eigandi Wok on. Einar segir að um sé að ræða ótal færslur frá Wok in til Darko, sem eins og áður segir eru á fjórða tug milljóna. Eitthvað sé um færslur í öfuga átt, frá Wok on til Darko, en þær séu mjög litlar í samanburði. Darko var hluthafi í Wok on, en Einar útskýrir að það sé óheimilt fyrir einkahlutafélög að veita hluthöfum lán. Litið sé svo á að um ólögmæta lánveitingu hafi verið að ræða. Einar segir að eignir á vegum Darko hafi veirð kyrrsettar til tryggingar á skuldinni. „Þannig það er búið að gera ráðstafanir til að reyna að tryggja það að krafan fáist greidd fari málið eins og lagt er upp með.“ Mbl.is greindi einnig frá því á dögunum að launakröfum í þrotabúið hefði verið hafnað að hluta vegna þess að skiptastjórar teldu sig ekki hafa nægar upplýsingar um hversu margar vinnustundir starfsfólk hefði unnið. Einar segir að allar kröfur hafi verið samþykktar upp að vissu marki. „Það eru samþykkt laun í uppsagnarfresti og ef um ógreidd laun er að ræða, og orlofsgreiðslur og annað þvíumlíkt. En síðan voru ekki lögð fram fullnægjandi gögn um annað tjón en þetta, eins og til dæmis að einhver hafi unnið fleiri vinnustundir heldur en tímaskýrslur og launaseðlar gefa til kynna.“ Að mati Einars hefur yfirstandandi sakamálarannsókn ekki beina tengingu við kröfurnar, en vissulega geti eitthvað komið upp við slíka rannsókn sem hafi áhrif á málið. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Einar Hugi Bjarnason, skiptastjóri þrotabús Wok on, segir í samtali við fréttastofu að við yfirferð á bókhaldi félagsins hafi komið í ljós óútskýrðar færslur, bæði í bókhaldi sem og millifærslur á bankareikningum, sem ekki hafi fengist fullnægjandi skýringar á. Mbl.is greindi fyrst frá þessu, en í frétt miðilsins kemur fram að félag Kristjáns, Darko ehf. hafi um tíma verið í eigu fjölskyldumeðlims hans áður en hann var aftur skráður eigandi þess. Greint var frá því í febrúar á þessu ári að Davíð Viðarsson, eða Quang Le, væri orðinn eini eigandi Wok on. Einar segir að um sé að ræða ótal færslur frá Wok in til Darko, sem eins og áður segir eru á fjórða tug milljóna. Eitthvað sé um færslur í öfuga átt, frá Wok on til Darko, en þær séu mjög litlar í samanburði. Darko var hluthafi í Wok on, en Einar útskýrir að það sé óheimilt fyrir einkahlutafélög að veita hluthöfum lán. Litið sé svo á að um ólögmæta lánveitingu hafi verið að ræða. Einar segir að eignir á vegum Darko hafi veirð kyrrsettar til tryggingar á skuldinni. „Þannig það er búið að gera ráðstafanir til að reyna að tryggja það að krafan fáist greidd fari málið eins og lagt er upp með.“ Mbl.is greindi einnig frá því á dögunum að launakröfum í þrotabúið hefði verið hafnað að hluta vegna þess að skiptastjórar teldu sig ekki hafa nægar upplýsingar um hversu margar vinnustundir starfsfólk hefði unnið. Einar segir að allar kröfur hafi verið samþykktar upp að vissu marki. „Það eru samþykkt laun í uppsagnarfresti og ef um ógreidd laun er að ræða, og orlofsgreiðslur og annað þvíumlíkt. En síðan voru ekki lögð fram fullnægjandi gögn um annað tjón en þetta, eins og til dæmis að einhver hafi unnið fleiri vinnustundir heldur en tímaskýrslur og launaseðlar gefa til kynna.“ Að mati Einars hefur yfirstandandi sakamálarannsókn ekki beina tengingu við kröfurnar, en vissulega geti eitthvað komið upp við slíka rannsókn sem hafi áhrif á málið.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira