Foreldrar margoft kvartað undan hættulegum gatnamótum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2024 19:21 Birta Sif Arnardóttir og Erna Hrund Hermannsdóttir, íbúar í Vogabyggð og mæður í hverfinu segja slysið í gærkvöldi ýta enn frekar undir áhyggjur íbúa. skjáskot Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður. Banaslysið varð á Sæbraut, á gatnamótunum milli Skeiðarvogs og Kleppsmýrarvegar, þegar fólksbíll ók á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins, en þeir sem kunna að hafa verið vitni að slysinu eða aðdraganda þess eru hvattir til að hafa samband við lögreglu. Íbúar í hverfinu hafa lengi haft áhyggjur af umferðaröryggi við gatnamótin, sem meðal annars var fréttaefni fyrir tveimur árum. „Það má kalla þetta bara dauðagildru. Bara ég, konan mín og börnin hafa lent í því að það var næstum keyrt á okkur hérna,“ sagði Heimir Freyr Hlöðversson, íbúi í Vogabyggð í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september 2022. Erna Hrund Hermannsdóttir og Birta Sif Arnardóttir, íbúar í Vogabyggð og mæður í hverfinu segja slysið í gærkvöldi ýta enn frekar undir áhyggjur íbúa. Léleg lýsing, stutt gönguljós og mikill hraði „Þetta eru ofboðslega illa upplýst gatnamót. Hér keyra líka strætisvagnar á mjög miklum hraða. Við höfum líka sent pósta til Strætó til að kvartað undan hraða hjá þeim. Hér er mikið af flutningafyrirtækjum eins og Eimskip og Samskip þannig að hér eru mjög stórir trukkar sem bara sjá hvorki börn né gangandi vegfarendur,“ segir Erna og Birta tekur í svipaðan streng. Mikil umferð fer um Sæbraut á degi hverjum.Vísir/Elín „Bílstjórar keyra mjög hratt hérna. Gönguljósin eru líka mjög stutt, þú þarft að labba mjög hratt yfir og ef þú ert með börn með þér þá tekur það bara lengri tíma og oftar en ekki þá er bara komið rautt ljós og bílarnir bara bruna áfram,“ segir Birta. Þar að auki skapi það hættu að ekki eru sérstök beygjuljós fyrir umferð sem kemur niður á Sæbraut frá hinum götunum tveimur sem veldur því að gangandi vegfarendur og þeir sem koma akandi til vinstri inn á Sæbraut eru á grænu ljósi á sama tíma. Þá verður gönguljósið ekki grænt nema ýtt sé á takka sem aðeins virki stundum. Börnin fari ekki ein yfir götuna „Ég á þrjú börn og tvö börnin mín þau eru í Langholtsskóla og þau fara hérna nánast yfir á hverjum degi. Þeir eru nýfarnir að fá að fara hérna yfir en það er búið að taka leyfið til baka núna, þeir fá ekki að fara einir hér yfir héðan í frá,“ segir Erna. Þá eigi mörg börn og foreldrar þeirra leið yfir götuna reglulega til að sækja frístundir og þjónustu, en til að mynda sé enginn leikvöllur í Vogahverfinu. Allt slíkt þurfi að sækja yfir götuna. Íbúar hafa áhyggjur af öryggi gangandi vegfarenda í hverfinu.Vísir/Elín Þær og fleiri hafi ítrekað sent bréf til bæði borgaryfirvalda og Vegagerðar og kallað eftir úrbótum. „Við höfum fengið svör en þá er það oftast í þá átt að það er bara sent áfram á næsta, þau ætla að kanna málið og síðan heyrum við bara ekkert meira,“ segir Birta. Borgin bendi á Vegagerðina og Vegagerðin bendi aftur á borgina. „Við höfum persónulega boðið öllum borgarstjórnarmeðlimum að koma og standa hérna með okkur á morgnanna. Við erum tilbúin að bjóða þeim upp á heitt kaffi og horfa hérna á ljósin. Og ég bara segi það, myndi borgarstjóri hleypa barninu sínu hérna einu yfir götuna? Ég er ekkert svo viss um það,“ segir Erna. Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Vegagerð Borgarstjórn Slysavarnir Banaslys við Sæbraut Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Banaslysið varð á Sæbraut, á gatnamótunum milli Skeiðarvogs og Kleppsmýrarvegar, þegar fólksbíll ók á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins, en þeir sem kunna að hafa verið vitni að slysinu eða aðdraganda þess eru hvattir til að hafa samband við lögreglu. Íbúar í hverfinu hafa lengi haft áhyggjur af umferðaröryggi við gatnamótin, sem meðal annars var fréttaefni fyrir tveimur árum. „Það má kalla þetta bara dauðagildru. Bara ég, konan mín og börnin hafa lent í því að það var næstum keyrt á okkur hérna,“ sagði Heimir Freyr Hlöðversson, íbúi í Vogabyggð í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september 2022. Erna Hrund Hermannsdóttir og Birta Sif Arnardóttir, íbúar í Vogabyggð og mæður í hverfinu segja slysið í gærkvöldi ýta enn frekar undir áhyggjur íbúa. Léleg lýsing, stutt gönguljós og mikill hraði „Þetta eru ofboðslega illa upplýst gatnamót. Hér keyra líka strætisvagnar á mjög miklum hraða. Við höfum líka sent pósta til Strætó til að kvartað undan hraða hjá þeim. Hér er mikið af flutningafyrirtækjum eins og Eimskip og Samskip þannig að hér eru mjög stórir trukkar sem bara sjá hvorki börn né gangandi vegfarendur,“ segir Erna og Birta tekur í svipaðan streng. Mikil umferð fer um Sæbraut á degi hverjum.Vísir/Elín „Bílstjórar keyra mjög hratt hérna. Gönguljósin eru líka mjög stutt, þú þarft að labba mjög hratt yfir og ef þú ert með börn með þér þá tekur það bara lengri tíma og oftar en ekki þá er bara komið rautt ljós og bílarnir bara bruna áfram,“ segir Birta. Þar að auki skapi það hættu að ekki eru sérstök beygjuljós fyrir umferð sem kemur niður á Sæbraut frá hinum götunum tveimur sem veldur því að gangandi vegfarendur og þeir sem koma akandi til vinstri inn á Sæbraut eru á grænu ljósi á sama tíma. Þá verður gönguljósið ekki grænt nema ýtt sé á takka sem aðeins virki stundum. Börnin fari ekki ein yfir götuna „Ég á þrjú börn og tvö börnin mín þau eru í Langholtsskóla og þau fara hérna nánast yfir á hverjum degi. Þeir eru nýfarnir að fá að fara hérna yfir en það er búið að taka leyfið til baka núna, þeir fá ekki að fara einir hér yfir héðan í frá,“ segir Erna. Þá eigi mörg börn og foreldrar þeirra leið yfir götuna reglulega til að sækja frístundir og þjónustu, en til að mynda sé enginn leikvöllur í Vogahverfinu. Allt slíkt þurfi að sækja yfir götuna. Íbúar hafa áhyggjur af öryggi gangandi vegfarenda í hverfinu.Vísir/Elín Þær og fleiri hafi ítrekað sent bréf til bæði borgaryfirvalda og Vegagerðar og kallað eftir úrbótum. „Við höfum fengið svör en þá er það oftast í þá átt að það er bara sent áfram á næsta, þau ætla að kanna málið og síðan heyrum við bara ekkert meira,“ segir Birta. Borgin bendi á Vegagerðina og Vegagerðin bendi aftur á borgina. „Við höfum persónulega boðið öllum borgarstjórnarmeðlimum að koma og standa hérna með okkur á morgnanna. Við erum tilbúin að bjóða þeim upp á heitt kaffi og horfa hérna á ljósin. Og ég bara segi það, myndi borgarstjóri hleypa barninu sínu hérna einu yfir götuna? Ég er ekkert svo viss um það,“ segir Erna.
Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Vegagerð Borgarstjórn Slysavarnir Banaslys við Sæbraut Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira