„Gleymist að við tókum líka Kjarnafæðisbikarinn og getum unnið þrefalt“ Andri Már Eggertsson skrifar 29. september 2024 19:49 Viðar Örn Kjartansson, leikmaður KA, skoraði og fiskaði vítaspyrnu í leik dagsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz KA vann 1-3 sigur gegn Fylki á Würth-vellinum. Viðar Örn Kjartansson, leikmaður KA, var á skotskónum en fagnaði ekki markinu þar sem hann spilaði með Fylki árið 2013. „Við færðum liðið ofar í seinni hálfleik. Þeir eru góðir á boltann og eru klókir. Við skoruðum eiginlega of snemma og Fylkir spilaði fínan leik en þegar við færðum okkur framar þá urðum við betri. Okkur líður betur með boltann heldur en að vera að elta hann,“ sagði Viðar í viðtali eftir leik. KA komst yfir eftir rúmlega þrjátíu sekúndur en eftir að hafa komist yfir tókst gestunum ekki að ganga á lagið eins og við mátti búast gegn liði sem er í neðsta sæti deildarinnar. „Þegar þú skorar á fyrstu sekúndunum verðurðu kannski værukær og við héldum að þetta yrði auðvelt. Fylkir er hörkulið og þeir spila boltanum mjög vel, sérstaklega ef þú gefur þeim tíma í það. Þeir skoruðu verðskuldað jöfnunarmark í fyrri hálfleik svo töluðum við saman í hálfleik og breyttum þessu.“ Viðar tók undir það að það hafi verið ágætt fyrir KA að geta sett mann eins og Hallgrím Mar Steingrímsson inn á. Hallgrímur kom inn á í stöðunni 1-1 en hann bæði skoraði og átti stoðsendingu á Viðar. „Heldur betur. Þetta er frábær leikmaður, það eru fullt af flottum leikmönnum í liðinu okkar og Hallgrímur kom inn á og gerði vel. Maður þarf í raun bara að búa til hlaupin og þá kemur hann með boltann.“ Viðar skoraði þriðja mark KA en það vakti athygli að hann fagnaði ekki markinu en hann lék með Fylki árið 2013 áður en hann fór út í atvinnumennskuna. „Mér finnst leiðinlegt að skora á móti Fylki og þetta var í fyrsta skipti sem ég skora á móti Fylki yfirhöfuð. Mér fannst það ekki gaman og ég vona svo innilega að þeir haldi sæti sínu í deildinni. Fyrr í dag tapaði Fram gegn KR og sigur KA þýddi að bikarmeistararnir eru á toppnum í neðri hluta Bestu deildarinnar. Aðspurður hvort Forsetabikarinn væri í augsýn sagði Viðar að svo væri. „Hann er í augsýn og við stefnum á hann. Það gleymist að við tókum líka Kjarnafæðisbikarinn og getum unnið þrefalt. Við erum í leit að þeirri gulrót,“ sagði Viðar léttur í bragði að lokum. KA Fylkir Besta deild karla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
„Við færðum liðið ofar í seinni hálfleik. Þeir eru góðir á boltann og eru klókir. Við skoruðum eiginlega of snemma og Fylkir spilaði fínan leik en þegar við færðum okkur framar þá urðum við betri. Okkur líður betur með boltann heldur en að vera að elta hann,“ sagði Viðar í viðtali eftir leik. KA komst yfir eftir rúmlega þrjátíu sekúndur en eftir að hafa komist yfir tókst gestunum ekki að ganga á lagið eins og við mátti búast gegn liði sem er í neðsta sæti deildarinnar. „Þegar þú skorar á fyrstu sekúndunum verðurðu kannski værukær og við héldum að þetta yrði auðvelt. Fylkir er hörkulið og þeir spila boltanum mjög vel, sérstaklega ef þú gefur þeim tíma í það. Þeir skoruðu verðskuldað jöfnunarmark í fyrri hálfleik svo töluðum við saman í hálfleik og breyttum þessu.“ Viðar tók undir það að það hafi verið ágætt fyrir KA að geta sett mann eins og Hallgrím Mar Steingrímsson inn á. Hallgrímur kom inn á í stöðunni 1-1 en hann bæði skoraði og átti stoðsendingu á Viðar. „Heldur betur. Þetta er frábær leikmaður, það eru fullt af flottum leikmönnum í liðinu okkar og Hallgrímur kom inn á og gerði vel. Maður þarf í raun bara að búa til hlaupin og þá kemur hann með boltann.“ Viðar skoraði þriðja mark KA en það vakti athygli að hann fagnaði ekki markinu en hann lék með Fylki árið 2013 áður en hann fór út í atvinnumennskuna. „Mér finnst leiðinlegt að skora á móti Fylki og þetta var í fyrsta skipti sem ég skora á móti Fylki yfirhöfuð. Mér fannst það ekki gaman og ég vona svo innilega að þeir haldi sæti sínu í deildinni. Fyrr í dag tapaði Fram gegn KR og sigur KA þýddi að bikarmeistararnir eru á toppnum í neðri hluta Bestu deildarinnar. Aðspurður hvort Forsetabikarinn væri í augsýn sagði Viðar að svo væri. „Hann er í augsýn og við stefnum á hann. Það gleymist að við tókum líka Kjarnafæðisbikarinn og getum unnið þrefalt. Við erum í leit að þeirri gulrót,“ sagði Viðar léttur í bragði að lokum.
KA Fylkir Besta deild karla Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira