„Væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku” Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. september 2024 22:33 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fagnaði dátt og söng aðeins með stuðningsmönnum eftir leik.. vísir / pawel „Jesús almáttugur, ég þarf að fara á bráðavaktina núna sko,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir hádramatískan 3-2 sigur sinna manna gegn Val. Víkingur komst yfir eftir tuttugu mínútur en Valur jafnaði fyrir hálfleik. „Fyrri hálfleikur var svo góður hjá okkur, nánast fullkominn, svo verðum við sloppy síðustu fimm mínúturnar og Valur með einstaklingsgæði og geðveikt mark, ég held að ég hafi klappað meira að segja fyrir því á hliðarlínunni.“ Valur mætti af krafti út og komst yfir snemma í seinni hálfleik en Víkingur barðist til baka, jafnaði leikinn og skoraði svo sigurmarkið á lokamínútu uppbótartíma. „Það gerist oft í þessum úrslitakeppnum, að liðið sem við spilum á móti – ég ætla ekki að segja þeim sé sama, en þau bara go for it. Úr því varð allsherjarvitleysa, sem hentar okkur mjög illa. Það komst smá strúktúr á þetta með skiptingunum, svo í lokin snerist þetta bara um hjartað og að klára leikinn.“ Stuðningsmenn Víkings mættu þá til að taka yfir viðtalið með gríðarlegum fagnaðarlátum og sungu nafn Arnars hástöfum – sem var spurður hvernig honum liði með svona góða menn á bak við sig. „Ég syng bara með! Nei þetta er bara geggjað og eitt af þessum kvöldum. Valsleikirnir í sumar hafa verið ótrúlegir, væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku. Þetta var ekki leikur að mínu skapi en við unnum og það er fyrir mestu.“ Tryllt fagnaðarlæti í leikslok.vísir / pawel Þá færðist talið yfir á hetju kvöldsins, Tarik Ibrahimagic, sem gekk nýlega til liðs við Víking og hefur reynst hinn mesti fengur. „Vinstri bakvörður sem kemur inn á miðjuna. Ótrúlega mikilvægur fyrir okkar kerfi. Menn voru í bullinu aðeins í byrjun seinni hálfleiks en um leið og það kom strúktúr í þetta fór hann að gera sig gildandi. Fékk skotsénsa, skoraði með vinstri og hægri, bara búinn að vera ótrúlegur síðan hann kom til okkar.“ Arnar á hliðarlínunni í leik kvöldsins.vísir / pawel Víkingur endurheimti efsta sæti deildarinnar með sigrinum. Jafnt Breiðablik að stigum en með betri markatölu. Þrír leikir eru eftir, Stjarnan heima og ÍA úti, áður en Breiðablik kemur svo í heimsókn í lokaumferðinni. „Þetta magnaða mót sem virðist vera í uppsiglingu, stjörnurnar virðast búnar að raðast þannig að það verði úrslitaleikur í Víkinni. En til þess þurfum við að standa okkur, og ég ætla ekki að segja að ég voni að Blikar standi sig líka, en þetta lítur allt út fyrir að verða nokkuð góð veisla núna síðustu leikina,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Víkingur komst yfir eftir tuttugu mínútur en Valur jafnaði fyrir hálfleik. „Fyrri hálfleikur var svo góður hjá okkur, nánast fullkominn, svo verðum við sloppy síðustu fimm mínúturnar og Valur með einstaklingsgæði og geðveikt mark, ég held að ég hafi klappað meira að segja fyrir því á hliðarlínunni.“ Valur mætti af krafti út og komst yfir snemma í seinni hálfleik en Víkingur barðist til baka, jafnaði leikinn og skoraði svo sigurmarkið á lokamínútu uppbótartíma. „Það gerist oft í þessum úrslitakeppnum, að liðið sem við spilum á móti – ég ætla ekki að segja þeim sé sama, en þau bara go for it. Úr því varð allsherjarvitleysa, sem hentar okkur mjög illa. Það komst smá strúktúr á þetta með skiptingunum, svo í lokin snerist þetta bara um hjartað og að klára leikinn.“ Stuðningsmenn Víkings mættu þá til að taka yfir viðtalið með gríðarlegum fagnaðarlátum og sungu nafn Arnars hástöfum – sem var spurður hvernig honum liði með svona góða menn á bak við sig. „Ég syng bara með! Nei þetta er bara geggjað og eitt af þessum kvöldum. Valsleikirnir í sumar hafa verið ótrúlegir, væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku. Þetta var ekki leikur að mínu skapi en við unnum og það er fyrir mestu.“ Tryllt fagnaðarlæti í leikslok.vísir / pawel Þá færðist talið yfir á hetju kvöldsins, Tarik Ibrahimagic, sem gekk nýlega til liðs við Víking og hefur reynst hinn mesti fengur. „Vinstri bakvörður sem kemur inn á miðjuna. Ótrúlega mikilvægur fyrir okkar kerfi. Menn voru í bullinu aðeins í byrjun seinni hálfleiks en um leið og það kom strúktúr í þetta fór hann að gera sig gildandi. Fékk skotsénsa, skoraði með vinstri og hægri, bara búinn að vera ótrúlegur síðan hann kom til okkar.“ Arnar á hliðarlínunni í leik kvöldsins.vísir / pawel Víkingur endurheimti efsta sæti deildarinnar með sigrinum. Jafnt Breiðablik að stigum en með betri markatölu. Þrír leikir eru eftir, Stjarnan heima og ÍA úti, áður en Breiðablik kemur svo í heimsókn í lokaumferðinni. „Þetta magnaða mót sem virðist vera í uppsiglingu, stjörnurnar virðast búnar að raðast þannig að það verði úrslitaleikur í Víkinni. En til þess þurfum við að standa okkur, og ég ætla ekki að segja að ég voni að Blikar standi sig líka, en þetta lítur allt út fyrir að verða nokkuð góð veisla núna síðustu leikina,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira