Enginn „heimsendir“ verði Keflavík ekki Íslandsmeistari Aron Guðmundsson skrifar 30. september 2024 13:47 Keflavík hefur yfir að skipa virkilega góðum og breiðum leikmannahópi Vísir/Hulda Margrét Keflavík er eitt þeirra liða í Bónus deild karla í körfubolta sem gerir hvað mest tilkall til Íslandsmeistaratitilsins á komandi tímabili. X-factorinn í liðinu frá því á síðasta tímabili, Remy Martin, er farinn en fólkið í kringum Keflavík ætlast til þess og býst við því að liðið verði meistari. Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds og fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, segir það hins vegar engan heimsendi standi Keflavík ekki uppi sem Íslandsmeistari. Lið Keflavíkur býr yfir einni mestu breiddinni í leikmannahópi sínum af þeim liðum sem spila í Bónus deildinni á komandi tímabili sem hefst á fimmtudaginn kemur og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds, þeir Sævar Sævarsson og Teitur Örlygsson, beðnir um að leggja mat sitt á Keflavíkurliðið. „Þetta er alvöru. Mjög flott. Ekkert vesen þótt einhver meiðist og sitji út einhvern leik. Þetta er alvöru hersveit og mjög flott lið. Kandídat. Klárlega,“ sagði Teitur og Sævar bætti svo við: „Ég er alltaf spenntur. Svo er ég alltaf stressaður og smá skeptískur fyrir þessu öllu saman,“ segir Sævar. Klippa: Körfuboltakvöld: „Alvöru hersveit og mjög flott lið“ Keflavík teflir fram nýjum Kana fyrir komandi tímabil en Wendell Green Jr. er genginn til liðs við félagið og þarf að taka á honum stóra sínum til að fylla upp í það skarð sem Remy Martin, sem varð fyrir því óláni að slíta hásin í undanúrslitaeinvíginu gegn Grindavík á síðasta tímabili, skilur eftir sig. Sævar telur ekki að Wendell sé betri leikmaður en Martin. Remy Martins nýtur ekki lengur við í KeflavíkVísir/Hulda Margrét „Nei ekki betri. Ég held að sé engin að fara halda því fram að hann sé betri. Hann gæti hins vegar hentað liðinu aðeins betur. Hann er meiri liðsmaður, með frábært skot. Þó hann sé ekki með sama sprengikraft og Remy þá á hann alveg greiða leið að körfunni. Ég held að Remy Martin hafi geta verið alveg ágætis varnarmaður hefði hann bara nennt því. Hann zone-aði svolítið út í vörn. Ég held að Green hljóti að vera betri varnarmaður. Martin var með þennan X-factor. Þegar að það voru fimmtán sekúndur eftir og þú þurftir körfu. Þá réttirðu Martin boltann. Það vita allir í íþróttahúsinu hver er að fara taka lokaskotið en samt gat enginn stoppað hann. Þegar æðarnar og hálsinn fer að þrengjast. Þá er rosalega gott að vera með mann sem tekur á skarið og er tilbúinn að taka þetta skot.“ Teiti finnst gaman að horfa á muninn á þessum Bandaríkjamönnum. „Ég er ekkert klár á því að þetta sé verri leikmaður en Remy Martin. En Martin var með þessa nærveru. Það var ekki kominn nóvember og allir í landinu voru orðnir skíthræddir við að mæta honum. Af því að hann var svo mikill töffari þegar að hann mætti inn á völlinn. Hann bara drap leiki.“ Nú verða þeir bara að verða Íslandsmeistarar. Er það ekki bara pressan sem þeir eru að setja á sjálfa sig? „Jú. Þeir eru ekkert að hörfa undan því,“ svaraði Teitur. „Keflavík vill verða Íslandsmeistari. Það er langt síðan að Keflavík varð síðast Íslandsmeistari í karlaflokki. Núna eru þeir með mjög gott lið. Í fyrra voru þeir líka með mjög gott lið og voru að stefna á titilinn. Urðu bikarmeistarar það tímabilið. Þeim langar hins vegar í þann stóra. Maður sér það á öllu í Keflavík. Markmiðið er að verða Íslandsmeistari. Sævar bætti við að þrátt fyrir að liðið hafi verið vel samsett hvað leikmenn varðar á síðasta tímabili þá hafi þjálfarinn Pétur Ingvarsson komið seint inn. Það er ekki lengur vandamál. „Það var smá bras að finna þjálfara og menn voru ekki alveg vissir, fólkið í kringum félagið, með val á þjálfara. Ég held að Pétur hafi hins vegar skrúfað fljótt fyrir efasemdaraddirnar og að núna sé komin meiri tiltrú hjá bæði leikmönnum og fólkinu í kringum félagið á Pétri. Hann er skemmtilegur maður. Það er gaman að vera í kringum hann. Það smitast út í liðið. Auðvitað vilja allir í Keflavík að Keflavík verði Íslandsmeistarar. Búast við því. Ætlast til þess. En það verður enginn heimsendir þó svo að það gerist ekki. Það er fullt af góðum liðum í þessari deild. Þarf margt að gerast. Sjáum bara eins og á síðasta tímabili. Bara það að Remy Martin meiðist gerir það að verkum að þú ert alltaf með þetta „hvað ef?“ Keflavík heimsækir Álftanes í fyrstu umferð Bónus deildar karla í körfubolta á fimmtudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Besta deildin rásinni. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Lið Keflavíkur býr yfir einni mestu breiddinni í leikmannahópi sínum af þeim liðum sem spila í Bónus deildinni á komandi tímabili sem hefst á fimmtudaginn kemur og voru sérfræðingar Körfuboltakvölds, þeir Sævar Sævarsson og Teitur Örlygsson, beðnir um að leggja mat sitt á Keflavíkurliðið. „Þetta er alvöru. Mjög flott. Ekkert vesen þótt einhver meiðist og sitji út einhvern leik. Þetta er alvöru hersveit og mjög flott lið. Kandídat. Klárlega,“ sagði Teitur og Sævar bætti svo við: „Ég er alltaf spenntur. Svo er ég alltaf stressaður og smá skeptískur fyrir þessu öllu saman,“ segir Sævar. Klippa: Körfuboltakvöld: „Alvöru hersveit og mjög flott lið“ Keflavík teflir fram nýjum Kana fyrir komandi tímabil en Wendell Green Jr. er genginn til liðs við félagið og þarf að taka á honum stóra sínum til að fylla upp í það skarð sem Remy Martin, sem varð fyrir því óláni að slíta hásin í undanúrslitaeinvíginu gegn Grindavík á síðasta tímabili, skilur eftir sig. Sævar telur ekki að Wendell sé betri leikmaður en Martin. Remy Martins nýtur ekki lengur við í KeflavíkVísir/Hulda Margrét „Nei ekki betri. Ég held að sé engin að fara halda því fram að hann sé betri. Hann gæti hins vegar hentað liðinu aðeins betur. Hann er meiri liðsmaður, með frábært skot. Þó hann sé ekki með sama sprengikraft og Remy þá á hann alveg greiða leið að körfunni. Ég held að Remy Martin hafi geta verið alveg ágætis varnarmaður hefði hann bara nennt því. Hann zone-aði svolítið út í vörn. Ég held að Green hljóti að vera betri varnarmaður. Martin var með þennan X-factor. Þegar að það voru fimmtán sekúndur eftir og þú þurftir körfu. Þá réttirðu Martin boltann. Það vita allir í íþróttahúsinu hver er að fara taka lokaskotið en samt gat enginn stoppað hann. Þegar æðarnar og hálsinn fer að þrengjast. Þá er rosalega gott að vera með mann sem tekur á skarið og er tilbúinn að taka þetta skot.“ Teiti finnst gaman að horfa á muninn á þessum Bandaríkjamönnum. „Ég er ekkert klár á því að þetta sé verri leikmaður en Remy Martin. En Martin var með þessa nærveru. Það var ekki kominn nóvember og allir í landinu voru orðnir skíthræddir við að mæta honum. Af því að hann var svo mikill töffari þegar að hann mætti inn á völlinn. Hann bara drap leiki.“ Nú verða þeir bara að verða Íslandsmeistarar. Er það ekki bara pressan sem þeir eru að setja á sjálfa sig? „Jú. Þeir eru ekkert að hörfa undan því,“ svaraði Teitur. „Keflavík vill verða Íslandsmeistari. Það er langt síðan að Keflavík varð síðast Íslandsmeistari í karlaflokki. Núna eru þeir með mjög gott lið. Í fyrra voru þeir líka með mjög gott lið og voru að stefna á titilinn. Urðu bikarmeistarar það tímabilið. Þeim langar hins vegar í þann stóra. Maður sér það á öllu í Keflavík. Markmiðið er að verða Íslandsmeistari. Sævar bætti við að þrátt fyrir að liðið hafi verið vel samsett hvað leikmenn varðar á síðasta tímabili þá hafi þjálfarinn Pétur Ingvarsson komið seint inn. Það er ekki lengur vandamál. „Það var smá bras að finna þjálfara og menn voru ekki alveg vissir, fólkið í kringum félagið, með val á þjálfara. Ég held að Pétur hafi hins vegar skrúfað fljótt fyrir efasemdaraddirnar og að núna sé komin meiri tiltrú hjá bæði leikmönnum og fólkinu í kringum félagið á Pétri. Hann er skemmtilegur maður. Það er gaman að vera í kringum hann. Það smitast út í liðið. Auðvitað vilja allir í Keflavík að Keflavík verði Íslandsmeistarar. Búast við því. Ætlast til þess. En það verður enginn heimsendir þó svo að það gerist ekki. Það er fullt af góðum liðum í þessari deild. Þarf margt að gerast. Sjáum bara eins og á síðasta tímabili. Bara það að Remy Martin meiðist gerir það að verkum að þú ert alltaf með þetta „hvað ef?“ Keflavík heimsækir Álftanes í fyrstu umferð Bónus deildar karla í körfubolta á fimmtudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Besta deildin rásinni.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira