Lægsta raforkuverð heimila í Evrópu Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar 1. október 2024 10:01 Raforkukostnaður heimila á Íslandi árið 2023 var sá lægsti í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Til þess að aukin samkeppni um raforku hafi þau áhrif að raforkuverð heimila fjórfaldist, líkt og varpað hefur verið fram í umræðu hér á landi, þyrfti raforkuverð í smásölu að ellefufaldast. Íslensk heimili, sem búa við lokað, 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, njóta verndar frá skammtímasveiflum í raforkuverði, sem hafa valdið t.d. frændum okkar á hinum Norðurlöndunum vandræðum. Skipulagður viðskiptavettvangur raforku tók til starfa á vormánuðum 2024 og hafa niðurstöður markaðsviðskipta með raforku á Íslandi nú verið opinberar öllum í um hálft ár. Það er mikið framfaraskref að allir geti nú séð verð á raforku í heildsölu. Áhyggjur hafa vaknað um að raforkumarkaðir leiði til mikillar hækkunar á raforkuverði til heimila á Íslandi. Það eru eðlilegar áhyggjur, bæði út frá reynslu nágrannaþjóða og vegna þess að ekkert regluverk er í gildi sem verndar heimili frá verðsamkeppni við stórnotendur raforku. Því er möguleiki að samkeppni um raforku, sérstaklega þar sem nýtt framboð raforku er nú takmarkað, leiði til þess að raforkuverð hækki. Raforkan sjálf 30% af reikningnum Mikilvægt er þó að slíkar hækkanir séu skoðaðar í samhengi og að haft sé í huga að kostnaður heimila við raforku skiptist í þrjá flokka: Í fyrsta lagi er það kostnaður við raforkuna sjálfa, í öðru lagi kostnaður við flutning og dreifingu og í þriðja lagi eru það opinber gjöld. Samkvæmt samantekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, er kostnaður við raforkuna sjálfa um 30% af heildarreikningi heimila á Íslandi, kostnaður við flutning og dreifingu um 50% og opinber gjöld um 20%. Því ráðast einungis 30% af raforkuverði heimila af lögmálum framboðs og eftirspurnar á markaði. En hefur rafmagnsreikningurinn hækkað verulega á sl. árum? Meðal heimili á Íslandi greiddi um 2.700 kr. á mánuði fyrir rafmagnið sjálft í fyrra, um 4.400 kr. fyrir dreifingu og flutning og um 1.900 kr. í opinber gjöld. Milli áranna 2017 og 2023 lækkaði dreifingarkostnaður um 12% að raunvirði skv. greiningu EFLU á þróun raforkuverðs og lægsta verð sem heimilum bauðst að kaupa rafmagnið á lækkaði um 26% að raunvirði. Íslensk heimili búa við lægsta raforkukostnað heimila í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Dreifingarkostnaður er sá 5. lægsti meðal þeirra 35 ríkja sem gögn Eurostat ná til og skattar og opinber gjöld 8. lægst. Fyrirsjáanleikinn verndar heimilin Því hefur verið haldið fram að aukin samkeppni um raforku geti leitt til þess að raforkuverð til íslenskra heimila fjórfaldist. Til að það gerðist þyrfti verð á raforkunni sjálfri að ellefufaldast frá núverandi gildi. Öðrum kostnaðarliðum heimila við raforku, sem eru 70% af heildarreikningnum, er alfarið stjórnað af hinu opinbera í gegnum opinber gjöld og tekjumörk dreifiveitna og flutningsfyrirtækis. Stærstur hluti raforkuviðskipta á Íslandi er í formi framvirkra viðskipta þar sem raforkuverð fyrir heimili er tryggt mánuði og ár fram í tímann. Slíkur fyrirsjáanleiki er mikilvægur fyrir rekstur í lokuðu, 100% endurnýjanlegu raforkukerfi. Það hefur jafnframt þann kost að heimili á Íslandi eru vernduð frá skammtímasveiflum í raforkuverði. Þau búa við annan veruleika en t.d. heimili á Norðurlöndum þar sem verðsveiflur á gasi valda reglulega sveiflum á raforkuverði. Tilkoma raforkumarkaðar er framfaraskref og eykur gagnsæi í verðmyndun. Raforkuverð til heimila á Íslandi er lágt og stöðugt í alþjóðlegum samanburði og við höfum allar forsendur til að tryggja að svo verði áfram. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Raforkukostnaður heimila á Íslandi árið 2023 var sá lægsti í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Til þess að aukin samkeppni um raforku hafi þau áhrif að raforkuverð heimila fjórfaldist, líkt og varpað hefur verið fram í umræðu hér á landi, þyrfti raforkuverð í smásölu að ellefufaldast. Íslensk heimili, sem búa við lokað, 100% endurnýjanlegt raforkukerfi, njóta verndar frá skammtímasveiflum í raforkuverði, sem hafa valdið t.d. frændum okkar á hinum Norðurlöndunum vandræðum. Skipulagður viðskiptavettvangur raforku tók til starfa á vormánuðum 2024 og hafa niðurstöður markaðsviðskipta með raforku á Íslandi nú verið opinberar öllum í um hálft ár. Það er mikið framfaraskref að allir geti nú séð verð á raforku í heildsölu. Áhyggjur hafa vaknað um að raforkumarkaðir leiði til mikillar hækkunar á raforkuverði til heimila á Íslandi. Það eru eðlilegar áhyggjur, bæði út frá reynslu nágrannaþjóða og vegna þess að ekkert regluverk er í gildi sem verndar heimili frá verðsamkeppni við stórnotendur raforku. Því er möguleiki að samkeppni um raforku, sérstaklega þar sem nýtt framboð raforku er nú takmarkað, leiði til þess að raforkuverð hækki. Raforkan sjálf 30% af reikningnum Mikilvægt er þó að slíkar hækkanir séu skoðaðar í samhengi og að haft sé í huga að kostnaður heimila við raforku skiptist í þrjá flokka: Í fyrsta lagi er það kostnaður við raforkuna sjálfa, í öðru lagi kostnaður við flutning og dreifingu og í þriðja lagi eru það opinber gjöld. Samkvæmt samantekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, er kostnaður við raforkuna sjálfa um 30% af heildarreikningi heimila á Íslandi, kostnaður við flutning og dreifingu um 50% og opinber gjöld um 20%. Því ráðast einungis 30% af raforkuverði heimila af lögmálum framboðs og eftirspurnar á markaði. En hefur rafmagnsreikningurinn hækkað verulega á sl. árum? Meðal heimili á Íslandi greiddi um 2.700 kr. á mánuði fyrir rafmagnið sjálft í fyrra, um 4.400 kr. fyrir dreifingu og flutning og um 1.900 kr. í opinber gjöld. Milli áranna 2017 og 2023 lækkaði dreifingarkostnaður um 12% að raunvirði skv. greiningu EFLU á þróun raforkuverðs og lægsta verð sem heimilum bauðst að kaupa rafmagnið á lækkaði um 26% að raunvirði. Íslensk heimili búa við lægsta raforkukostnað heimila í Evrópu að teknu tilliti til verðlags. Dreifingarkostnaður er sá 5. lægsti meðal þeirra 35 ríkja sem gögn Eurostat ná til og skattar og opinber gjöld 8. lægst. Fyrirsjáanleikinn verndar heimilin Því hefur verið haldið fram að aukin samkeppni um raforku geti leitt til þess að raforkuverð til íslenskra heimila fjórfaldist. Til að það gerðist þyrfti verð á raforkunni sjálfri að ellefufaldast frá núverandi gildi. Öðrum kostnaðarliðum heimila við raforku, sem eru 70% af heildarreikningnum, er alfarið stjórnað af hinu opinbera í gegnum opinber gjöld og tekjumörk dreifiveitna og flutningsfyrirtækis. Stærstur hluti raforkuviðskipta á Íslandi er í formi framvirkra viðskipta þar sem raforkuverð fyrir heimili er tryggt mánuði og ár fram í tímann. Slíkur fyrirsjáanleiki er mikilvægur fyrir rekstur í lokuðu, 100% endurnýjanlegu raforkukerfi. Það hefur jafnframt þann kost að heimili á Íslandi eru vernduð frá skammtímasveiflum í raforkuverði. Þau búa við annan veruleika en t.d. heimili á Norðurlöndum þar sem verðsveiflur á gasi valda reglulega sveiflum á raforkuverði. Tilkoma raforkumarkaðar er framfaraskref og eykur gagnsæi í verðmyndun. Raforkuverð til heimila á Íslandi er lágt og stöðugt í alþjóðlegum samanburði og við höfum allar forsendur til að tryggja að svo verði áfram. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun