Tekinn með efni eftir að vinur sló sig í höfuðið með skiptilykli Árni Sæberg skrifar 30. september 2024 11:11 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn fyrir brotið en gerði honum enga refsingu. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft amfetamín og nokkrar töflur af róandi og kvíðastillandi lyfi í fórum sínum. Lögregla framkvæmdi húsleit heima hjá honum eftir að hann hafði hringt á lögreglu vegna þess að vinur hans hafi slegið sjálfan sig í höfuðið með skiptilykli. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að málið hafi verið höfðað á hendur manninum af Lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyrir að hafa laugardaginn 8. júlí 2023, á heimili sínu að haft í vörslum sínum 0,43 grömm af amfetamíni og tíu töflur af Alprazolam Krka, sem lögregla fann og haldlagði. Tók sveppi og barði sig í hausinn Í dóminum er málsatvikum lýst svo að laugardaginn 8. júlí 2023 klukkan 08:24 hafi lögregla verið kvödd að heimili mannsins vegna tilkynningar um að þar hefði karlmaður slegið sjálfan sig í höfuð með skiptilykli. Lögreglumenn hafi farið á vettvang og hitt manninn fyrir í íbúð hans á neðri hæð hússins. Þar hafi einnig verið vinur mannsins. Í frumskýrslu lögreglu er haft eftir manninum að hann og vinurinn hafi neytt sveppa um nóttina, og vinurinn í framhaldinu farið að berja sig í höfuðið með skiptilykli og maðurinn þá hringt í lögreglu. Smelluláspoki og lyfjaspjald Á stofuborði hafi verið leifar af fíkniefnum og áhöld til fíkniefnaneyslu. Þegar maðurinn hafi verið spurður hvort önnur fíkniefni væru á heimilinu hafi hann kveðið svo geta verið og þá í litlu magni. Hann hafi heimilað lögreglu húsleit og hún farið fram að honum viðstöddum. Samkvæmt leitarskýrslu hafi meint fíkniefni fundist á nokkrum stöðum, meðal annars hvítt efni í smelluláspokum á sófaborði í stofu og á tölvuskrifborði í stofunni. Á skrifborðinu hafi fundist Alprazolam lyfjaspjald. Í annarro skýrslu séu ljósmyndir af aðkomu lögreglu á vettvang, meðal annars af smelluláspoka og tíu taflna lyfjaspjaldi á skrifborðinu og hvítu efni í plastumbúðum á sófaborði. Ekki nauðsynlegt að vita af vörslunum Í niðurstöðukafla dómsins segir að í málinu liggi fyrir og sé óumdeilt að við húsleit á heimili mannsins hafi fundist 0,43 grömm af amfetamíni og lyfjaspjald með tíu töflum af lyfinu Alprazolam Krka. Við skýrslugjöf hjá lögreglu sama dag hafi hann gengist við því að eiga umræddar töflur en verið loðnari í svörum þegar kom að eignarhaldi á amfetamíninu þótt skýrt kæmi fram að hann hafi vitað um fíkniefnin á heimili sínu og ætlað hluta þeirra og töflurnar til eigin nota. Maðurinn hafi borið með líkum hætti fyrir dómi um að hafa vitað um amfetamínið í íbúð sinni og fengið töflurnar gefins en þó kveðist ekki hafa ætlað að nota töflurnar sjálfur. Það sé ekki skilyrði fyrir vörslum að vörslumaður hafi vitneskju um vörslur sínar. Umrædd fíkniefni og ávana-og fíknilyf hafi verið geymd í íbúð mannsins og því í vörslum hans í skilningi laga um ávana-og fíkniefni. Maðurinn hafi borið hjá lögreglu og fyrir dómi að hann vissi um efnin á heimili sínu og því sé huglægum refsiskilyrðum fullnægt. Beri því að sakfella manninn fyrir þá háttsemi sem hann er borinn í ákæru Minniháttar brot og engin refsing Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að maðurinn sé rúmlega fertugur. Samkvæmt sakavottorði hafi hann þann 29. apríl 2024 verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vörslur fíkniefna í sölu-og dreifingarskyni í þrjú skipti á síðustu þremur árum, samtals ríflega fimm grömm af metamfetamíni, ríflega 13 grömm af amfetamíni, ríflega þrjú grömm af kókaíni og tæplega 15 grömm af maríhúana. Fíkniefnalagabrotið sem maðuinn sé nú sakfelldur fyrir hafi verið framið fyrir uppkvaðningu nefnds dóms og teljist hegningarauki við hann í skilningi almennra hegningarlaga. Hið nýja brot þyki smáfellt og því ekki haldbær ástæða til að taka skilorðsdóminn upp og dæma með máli þessu. Með hliðsjón af refsiákvörðun í þeim dómi og öðru því sem að framan er rakið þyki ekki rétt að gera manninum frekari refsingu í þessu máli. Þá segir að engan sakarkostnað hafi leitt af rannsókn og meðferð málsins. Manninum var þó gert að sæta upptöku á haldlögðum 0,43 grömmum af amfetamíni og tíu töflum af Alprazolam Krka. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að málið hafi verið höfðað á hendur manninum af Lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyrir að hafa laugardaginn 8. júlí 2023, á heimili sínu að haft í vörslum sínum 0,43 grömm af amfetamíni og tíu töflur af Alprazolam Krka, sem lögregla fann og haldlagði. Tók sveppi og barði sig í hausinn Í dóminum er málsatvikum lýst svo að laugardaginn 8. júlí 2023 klukkan 08:24 hafi lögregla verið kvödd að heimili mannsins vegna tilkynningar um að þar hefði karlmaður slegið sjálfan sig í höfuð með skiptilykli. Lögreglumenn hafi farið á vettvang og hitt manninn fyrir í íbúð hans á neðri hæð hússins. Þar hafi einnig verið vinur mannsins. Í frumskýrslu lögreglu er haft eftir manninum að hann og vinurinn hafi neytt sveppa um nóttina, og vinurinn í framhaldinu farið að berja sig í höfuðið með skiptilykli og maðurinn þá hringt í lögreglu. Smelluláspoki og lyfjaspjald Á stofuborði hafi verið leifar af fíkniefnum og áhöld til fíkniefnaneyslu. Þegar maðurinn hafi verið spurður hvort önnur fíkniefni væru á heimilinu hafi hann kveðið svo geta verið og þá í litlu magni. Hann hafi heimilað lögreglu húsleit og hún farið fram að honum viðstöddum. Samkvæmt leitarskýrslu hafi meint fíkniefni fundist á nokkrum stöðum, meðal annars hvítt efni í smelluláspokum á sófaborði í stofu og á tölvuskrifborði í stofunni. Á skrifborðinu hafi fundist Alprazolam lyfjaspjald. Í annarro skýrslu séu ljósmyndir af aðkomu lögreglu á vettvang, meðal annars af smelluláspoka og tíu taflna lyfjaspjaldi á skrifborðinu og hvítu efni í plastumbúðum á sófaborði. Ekki nauðsynlegt að vita af vörslunum Í niðurstöðukafla dómsins segir að í málinu liggi fyrir og sé óumdeilt að við húsleit á heimili mannsins hafi fundist 0,43 grömm af amfetamíni og lyfjaspjald með tíu töflum af lyfinu Alprazolam Krka. Við skýrslugjöf hjá lögreglu sama dag hafi hann gengist við því að eiga umræddar töflur en verið loðnari í svörum þegar kom að eignarhaldi á amfetamíninu þótt skýrt kæmi fram að hann hafi vitað um fíkniefnin á heimili sínu og ætlað hluta þeirra og töflurnar til eigin nota. Maðurinn hafi borið með líkum hætti fyrir dómi um að hafa vitað um amfetamínið í íbúð sinni og fengið töflurnar gefins en þó kveðist ekki hafa ætlað að nota töflurnar sjálfur. Það sé ekki skilyrði fyrir vörslum að vörslumaður hafi vitneskju um vörslur sínar. Umrædd fíkniefni og ávana-og fíknilyf hafi verið geymd í íbúð mannsins og því í vörslum hans í skilningi laga um ávana-og fíkniefni. Maðurinn hafi borið hjá lögreglu og fyrir dómi að hann vissi um efnin á heimili sínu og því sé huglægum refsiskilyrðum fullnægt. Beri því að sakfella manninn fyrir þá háttsemi sem hann er borinn í ákæru Minniháttar brot og engin refsing Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að maðurinn sé rúmlega fertugur. Samkvæmt sakavottorði hafi hann þann 29. apríl 2024 verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vörslur fíkniefna í sölu-og dreifingarskyni í þrjú skipti á síðustu þremur árum, samtals ríflega fimm grömm af metamfetamíni, ríflega 13 grömm af amfetamíni, ríflega þrjú grömm af kókaíni og tæplega 15 grömm af maríhúana. Fíkniefnalagabrotið sem maðuinn sé nú sakfelldur fyrir hafi verið framið fyrir uppkvaðningu nefnds dóms og teljist hegningarauki við hann í skilningi almennra hegningarlaga. Hið nýja brot þyki smáfellt og því ekki haldbær ástæða til að taka skilorðsdóminn upp og dæma með máli þessu. Með hliðsjón af refsiákvörðun í þeim dómi og öðru því sem að framan er rakið þyki ekki rétt að gera manninum frekari refsingu í þessu máli. Þá segir að engan sakarkostnað hafi leitt af rannsókn og meðferð málsins. Manninum var þó gert að sæta upptöku á haldlögðum 0,43 grömmum af amfetamíni og tíu töflum af Alprazolam Krka.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira