Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - ÍA 3-0 | Stjarnan gerir atlögu að Evrópusætinu Árni Jóhannsson skrifar 30. september 2024 18:30 Frá leik Stjörnunnar og ÍA á Samsungvellinum í Garðabæ fyrr á tímabilinu. Vísir/Diego Stjarnan fór með sigur af hólmi þegar ÍA kom í heimsókn í annarri umferð efri helmings Bestu deildar karla. Stjarnan stýrði leiknum lengst af þó Skagamenn hafi þjarmað að þeim. Leiknum lauk með 2-0 sigri Stjörnunnar sem kom sér í stöðu til að gera atlögu að þriðja sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af þreifingum liðanna á hvoru öðru og miðjumoði eða alveg þangað til heimamenn, sem höfðu verið með stjórn á leiknum nánast allan tímann, komust yfir. Hilmar Árni Halldórsson tók þá hornspyrnu á nærstöngina og þar kom aðvífandi Emil Atlason til að stanga knöttinn í netið. Sanngjarnt. Skagamenn reyndu hvað þeir gátu til að reyna að jafna metin og þar á meðal þurftu heimamenn að bjarga á línu eftir að Marko Vardic skallaði að marki. Gestirnir náðu að þjarma að heimamönnum án þess þó að koma boltanum í netið og staðan því 1-0 í hálfleik. Stjörnumenn festu grip sitt á stigunum þremur þegar um átta mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Stjarnan náði að sprengja upp línuna hjá gestunum og náði Heiðar Ægisson sendingu fyrir á Heiðar Ægis. sem lagði boltann á Hilmar Árna Halldórsson sem skaut og fór boltinn í báðar stangirnar áður en hann fór í Johannes Vall og yfir línuna. Aftur náðu gestirnir að velgja heimamönnum örlítið undir uggum en Stjarnan náði tökunum fljótlega aftur. Leikurinn fjaraði út og virtist lokastaðan ætla að vera 2-0 en Hilmar Árni var ekki alveg hættur. Hann þræddi boltann inn fyrir vörn ÍA og fann þar varamanninn Jón Hrafn Barkarson sem var yfirvegunin uppmáluð áður en hann sendi boltann í gegnum klofið á Árna Marinó í markinu. Þriðja markið kom á fjórðu mínútu uppbótartíma og leiknum lauk skömmu síðar. Stjarnan fékk því öll stigin og eru í fínni stöðu til að ná í þriðja sætið sem gefur þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu. Þeir eru einu stigi frá Valsmönnum þegar þrír leikir eru eftir. Atvikið Mörk breyta leikjum og því veljum við atvikið þegar Marko Vardic átti skalla eftir hornspyrnu sem heimamenn þurftu að bjarga af línunni. Fyrri leikir liðanna í sumar þróuðust þannig að Skagamenn komust yfir í þeim báðum en Stjarnan komst yfir og vann báða leikina. Það er aldrei að vita hvað hefði gerst hefðu gestirnir náð jöfnunarmarkinu. Stjörnur og skúrkar Hilmar Árni Halldórsson er stjarna leiksins. Tvær stoðsendingar og mögulega þriðja þegar sjálfsmarkið leit dagsins ljós. Hann stýrði umferðinni á miðjunni og lítur mjög vel út fyrir loka átökin. Það er enginn áberandi skúrkur í kvöld en Skagamenn vantaði þróttinn til að þjarma enn meira að Stjörnunni þegar þeir fengu tækifæri til. Umgjörð og stemmning Aðstæður til að leika knattspyrnu voru frábærar í kvöld. Það var kalt en lítill vindur. Stemmningin var svo frábær hjá þeim 627 áhorfendum sem létu sjá sig og létu heyra í sér nánast allan tímann. Báðar fylkingarnar af stuðninsmönnum létu vel í sér heyra. Dómarinn Elías Ingi Árnason var ekki áberandi í kvöld sem er jákvætt. Hann leyfði leiknum að fljóta og voru spjöldin að mestu í vasanum. Prúðlega leikinn leikur en átta í einkunn fyrir störf tríósins í kvöld. Viðtöl: Jón Þór: Of ljót úrslit Þjálfari ÍA, Jón Þór Hauksson, var að vonum svekktur með úrslit leiksins gegn Stjörnunni fyrr í kvöld. Hans menn töpuðu 3-0 og eru líklega búnir að stimpla sig út úr baráttunni um sæti í Sambandsdeildinni að ári. Jón Þór var í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Hann var spurður að því hvort að úrslitin hafi gefið rétta mynd af leiknum. „Nei það fannst mér ekki. Lokatölurnar eru ljótar og of stórar fyrir minn smekk allavega. Fyrri hálfleikurinn var í jafnvægi og hornspyrna sem skilur liðin af. Við nýtum ekki okkar færi eftir hornspyrnu en þeir gera það. Mjög svipuð færi og það er munurinn á liðunum í fyrri hálfleik.“ „Við erum ekki að nýta færin okkar og við erum ekki að skapa nógu mikið af færum en við erum að skapa okkur stöður til að komast í færin í síðasta leik. Við náum ekki að koma okkur í nógu mörg afgerandi færi og náum ekki að klára þau færi sem þó sköpuðust“, sagði Jón Þór um það sem vantaði upp á hjá hans mönnum í kvöld. Besta deild karla Stjarnan ÍA Tengdar fréttir Hilmar Árni: Þurftum að vinna, gerðum það og svo bara næsti leikur Besti maður vallarins í sigri Stjörnunnar á ÍA fyrr í kvöld gat verið ánægður með dagsverkið. Hilmar Árni Halldórsson átti tvær stoðsendingar og skotið sem varð til þess að Johannes Vall skoraði sjálfsmark í 3-0 sigri Stjörnunnar. 30. september 2024 21:21
Stjarnan fór með sigur af hólmi þegar ÍA kom í heimsókn í annarri umferð efri helmings Bestu deildar karla. Stjarnan stýrði leiknum lengst af þó Skagamenn hafi þjarmað að þeim. Leiknum lauk með 2-0 sigri Stjörnunnar sem kom sér í stöðu til að gera atlögu að þriðja sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af þreifingum liðanna á hvoru öðru og miðjumoði eða alveg þangað til heimamenn, sem höfðu verið með stjórn á leiknum nánast allan tímann, komust yfir. Hilmar Árni Halldórsson tók þá hornspyrnu á nærstöngina og þar kom aðvífandi Emil Atlason til að stanga knöttinn í netið. Sanngjarnt. Skagamenn reyndu hvað þeir gátu til að reyna að jafna metin og þar á meðal þurftu heimamenn að bjarga á línu eftir að Marko Vardic skallaði að marki. Gestirnir náðu að þjarma að heimamönnum án þess þó að koma boltanum í netið og staðan því 1-0 í hálfleik. Stjörnumenn festu grip sitt á stigunum þremur þegar um átta mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Stjarnan náði að sprengja upp línuna hjá gestunum og náði Heiðar Ægisson sendingu fyrir á Heiðar Ægis. sem lagði boltann á Hilmar Árna Halldórsson sem skaut og fór boltinn í báðar stangirnar áður en hann fór í Johannes Vall og yfir línuna. Aftur náðu gestirnir að velgja heimamönnum örlítið undir uggum en Stjarnan náði tökunum fljótlega aftur. Leikurinn fjaraði út og virtist lokastaðan ætla að vera 2-0 en Hilmar Árni var ekki alveg hættur. Hann þræddi boltann inn fyrir vörn ÍA og fann þar varamanninn Jón Hrafn Barkarson sem var yfirvegunin uppmáluð áður en hann sendi boltann í gegnum klofið á Árna Marinó í markinu. Þriðja markið kom á fjórðu mínútu uppbótartíma og leiknum lauk skömmu síðar. Stjarnan fékk því öll stigin og eru í fínni stöðu til að ná í þriðja sætið sem gefur þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu. Þeir eru einu stigi frá Valsmönnum þegar þrír leikir eru eftir. Atvikið Mörk breyta leikjum og því veljum við atvikið þegar Marko Vardic átti skalla eftir hornspyrnu sem heimamenn þurftu að bjarga af línunni. Fyrri leikir liðanna í sumar þróuðust þannig að Skagamenn komust yfir í þeim báðum en Stjarnan komst yfir og vann báða leikina. Það er aldrei að vita hvað hefði gerst hefðu gestirnir náð jöfnunarmarkinu. Stjörnur og skúrkar Hilmar Árni Halldórsson er stjarna leiksins. Tvær stoðsendingar og mögulega þriðja þegar sjálfsmarkið leit dagsins ljós. Hann stýrði umferðinni á miðjunni og lítur mjög vel út fyrir loka átökin. Það er enginn áberandi skúrkur í kvöld en Skagamenn vantaði þróttinn til að þjarma enn meira að Stjörnunni þegar þeir fengu tækifæri til. Umgjörð og stemmning Aðstæður til að leika knattspyrnu voru frábærar í kvöld. Það var kalt en lítill vindur. Stemmningin var svo frábær hjá þeim 627 áhorfendum sem létu sjá sig og létu heyra í sér nánast allan tímann. Báðar fylkingarnar af stuðninsmönnum létu vel í sér heyra. Dómarinn Elías Ingi Árnason var ekki áberandi í kvöld sem er jákvætt. Hann leyfði leiknum að fljóta og voru spjöldin að mestu í vasanum. Prúðlega leikinn leikur en átta í einkunn fyrir störf tríósins í kvöld. Viðtöl: Jón Þór: Of ljót úrslit Þjálfari ÍA, Jón Þór Hauksson, var að vonum svekktur með úrslit leiksins gegn Stjörnunni fyrr í kvöld. Hans menn töpuðu 3-0 og eru líklega búnir að stimpla sig út úr baráttunni um sæti í Sambandsdeildinni að ári. Jón Þór var í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Hann var spurður að því hvort að úrslitin hafi gefið rétta mynd af leiknum. „Nei það fannst mér ekki. Lokatölurnar eru ljótar og of stórar fyrir minn smekk allavega. Fyrri hálfleikurinn var í jafnvægi og hornspyrna sem skilur liðin af. Við nýtum ekki okkar færi eftir hornspyrnu en þeir gera það. Mjög svipuð færi og það er munurinn á liðunum í fyrri hálfleik.“ „Við erum ekki að nýta færin okkar og við erum ekki að skapa nógu mikið af færum en við erum að skapa okkur stöður til að komast í færin í síðasta leik. Við náum ekki að koma okkur í nógu mörg afgerandi færi og náum ekki að klára þau færi sem þó sköpuðust“, sagði Jón Þór um það sem vantaði upp á hjá hans mönnum í kvöld.
Besta deild karla Stjarnan ÍA Tengdar fréttir Hilmar Árni: Þurftum að vinna, gerðum það og svo bara næsti leikur Besti maður vallarins í sigri Stjörnunnar á ÍA fyrr í kvöld gat verið ánægður með dagsverkið. Hilmar Árni Halldórsson átti tvær stoðsendingar og skotið sem varð til þess að Johannes Vall skoraði sjálfsmark í 3-0 sigri Stjörnunnar. 30. september 2024 21:21
Hilmar Árni: Þurftum að vinna, gerðum það og svo bara næsti leikur Besti maður vallarins í sigri Stjörnunnar á ÍA fyrr í kvöld gat verið ánægður með dagsverkið. Hilmar Árni Halldórsson átti tvær stoðsendingar og skotið sem varð til þess að Johannes Vall skoraði sjálfsmark í 3-0 sigri Stjörnunnar. 30. september 2024 21:21
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti