Lilja í uppáhaldi eftir að hún húðskammaði Arnar Jón Þór Stefánsson skrifar 30. september 2024 14:35 Arnar Þór, Þórður Snær og Jón Gnarr stefna allir á þing. Pallborðið Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og nýr meðlimur Viðreisnar, og Arnar Þór Jónsson, stofnandi Lýðræðisflokksins, nefndu báðir Lilju Alfreðsdóttur þegar þeir voru spurðir út í hver væri þeirra uppáhaldsþingmaður í Pallborðinu á Vísi í dag. Jón, Arnar og Þórður Snær Júlíusson, félagi í Samfylkingunni, voru gestir Pallborðsins, en þeir þrír eiga það sameiginlegt að þeir stefni á þing í komandi kosningum fyrir þrjá mismunandi flokka. „Það er fullt af fólki sem er í pólitík af einlægni sem vill gera gagn. Það tekst misvel upp, en mér finnst margir þingmenn með þá áru að þeir séu að reyna að gera sitt allra besta. Það er báðum megin við, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu,“ sagði Þórður. Hann sagðist þó vilja forðast það að nefna einhver nöfn í þeim efnum. Allir vilji læk frekar en disslæk Jón Gnarr tók undir með Þórði að margir þingmenn væru að standa sig vel, en hann nefndi sérstaklega Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. „Sem almennir borgari hef ég dáðst að fólki sem nennir að standa í þessu, að stýra þjóðarskútu í miklum óvissusjó. Ég hef verið að starfa í menningunni og hef sem stjórnarmaður í rithöfundasambandinu verið mjög ánægður með störf Lilju Alfreðsdóttur. Mér finnst vera virk hlustun og aðgerðir, og enlæg ástríða fyrir menningunni.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir er í uppáhaldi hjá bæði Jóni Gnarr og Arnari Þór Jónssyni.Vísir/Vilhelm Jón tók einnig fram að hann myndi ekki eftir neinum þingmanni sem hefði staðið sig illa. „Það er bara í mannlegu eðli að hvað sem við gerum þá viljum við koma út úr því með fleiri læk heldur en disslæk. Það er bara þannig. Frekar en að skammast okkar fyrir eitthvað sem við gerðum með rassgatinu.“ „Hún eiginlega réðst á mig“ Arnar sagðist eiga sér uppáhaldsþingmann, hann sagðist verða að játa það. „Í fyrsta skipti sem ég hitti viðkomandi inni á þinginu. Hún eiginlega réðst á mig, nánast með hnefann á lofti, og fór að húðskamma mig því ég hafði setið í tiltekinni nefnd. Hún fór að segja mér skoðun sína á því sem þar hafði verið gert. Ég kunni svo vel að meta þetta, ég elskaði þetta. Ég hef sagt þetta oft við hana. Þetta er Lilja Alfreðsdóttir,“ sagði Arnar. „Hún kom svo hreint fram. Hún bara sagði það sem hún var að hugsa. Mér fannst þetta frábært. Ég kann svo vel að meta þegar fólk er heiðarlegt. Það er miklu betra að fá hnefann svona í andlitið heldur en hnífinn í bakið. Þannig mér finnst mikið til Lilju koma.“ Arnar sagðist einnig ánægður með Bjarna Jónsson, þingmann Vinstri grænna, og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. „Það er gott fólk á þinginu. Vandamálið er að þetta fólk að þetta fólk þorir ekki nógu oft að standa með eigin sannfæringu.“ Alþingi Pallborðið Samfylkingin Viðreisn Framsóknarflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira
Jón, Arnar og Þórður Snær Júlíusson, félagi í Samfylkingunni, voru gestir Pallborðsins, en þeir þrír eiga það sameiginlegt að þeir stefni á þing í komandi kosningum fyrir þrjá mismunandi flokka. „Það er fullt af fólki sem er í pólitík af einlægni sem vill gera gagn. Það tekst misvel upp, en mér finnst margir þingmenn með þá áru að þeir séu að reyna að gera sitt allra besta. Það er báðum megin við, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu,“ sagði Þórður. Hann sagðist þó vilja forðast það að nefna einhver nöfn í þeim efnum. Allir vilji læk frekar en disslæk Jón Gnarr tók undir með Þórði að margir þingmenn væru að standa sig vel, en hann nefndi sérstaklega Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. „Sem almennir borgari hef ég dáðst að fólki sem nennir að standa í þessu, að stýra þjóðarskútu í miklum óvissusjó. Ég hef verið að starfa í menningunni og hef sem stjórnarmaður í rithöfundasambandinu verið mjög ánægður með störf Lilju Alfreðsdóttur. Mér finnst vera virk hlustun og aðgerðir, og enlæg ástríða fyrir menningunni.“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir er í uppáhaldi hjá bæði Jóni Gnarr og Arnari Þór Jónssyni.Vísir/Vilhelm Jón tók einnig fram að hann myndi ekki eftir neinum þingmanni sem hefði staðið sig illa. „Það er bara í mannlegu eðli að hvað sem við gerum þá viljum við koma út úr því með fleiri læk heldur en disslæk. Það er bara þannig. Frekar en að skammast okkar fyrir eitthvað sem við gerðum með rassgatinu.“ „Hún eiginlega réðst á mig“ Arnar sagðist eiga sér uppáhaldsþingmann, hann sagðist verða að játa það. „Í fyrsta skipti sem ég hitti viðkomandi inni á þinginu. Hún eiginlega réðst á mig, nánast með hnefann á lofti, og fór að húðskamma mig því ég hafði setið í tiltekinni nefnd. Hún fór að segja mér skoðun sína á því sem þar hafði verið gert. Ég kunni svo vel að meta þetta, ég elskaði þetta. Ég hef sagt þetta oft við hana. Þetta er Lilja Alfreðsdóttir,“ sagði Arnar. „Hún kom svo hreint fram. Hún bara sagði það sem hún var að hugsa. Mér fannst þetta frábært. Ég kann svo vel að meta þegar fólk er heiðarlegt. Það er miklu betra að fá hnefann svona í andlitið heldur en hnífinn í bakið. Þannig mér finnst mikið til Lilju koma.“ Arnar sagðist einnig ánægður með Bjarna Jónsson, þingmann Vinstri grænna, og Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. „Það er gott fólk á þinginu. Vandamálið er að þetta fólk að þetta fólk þorir ekki nógu oft að standa með eigin sannfæringu.“
Alþingi Pallborðið Samfylkingin Viðreisn Framsóknarflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira