Innlent

Vilja ræða við öku­mann sem bakkaði á barn á Ísa­firði

Jón Þór Stefánsson skrifar
Atvikið átti sér stað við Hafnarstræti 5 á Ísafirði. Myndin er úr safni.
Atvikið átti sér stað við Hafnarstræti 5 á Ísafirði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Vestfjörðum óskar eftir vitnum að atviki þar sem maður bakkaði bíl á barn. Jafnframt vill lögreglan ná tali af manninum sem var að keyra silfurlituðum fólksbíl.

Atvikið sem málið varðar átti sér stað við Hafnarstræti 5 á Ísafirði síðastliðinn föstudag, 27. September.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að ökumaðurinn hafi verið að bakka úr bílastæði.„Það vildi svo óheppilega til að bifreiðin rakst á barn sem var að ganga yfir gangbraut sem var fyrir aftan bifreiðina.“

Fram kemur að barnið hafi ekki hlotið alvarlega áverka.

Mynd frá vettvangi.LRH

„Lögreglan á Vestfjörðum óskar eftir vitnum af atvikinu. Einnig óskar lögreglan eftir að ná tali af ökumanni bifreiðarinnar sem vitni eru sammála um að hafi verið silfurlituð fólksbifreið.“

Jafnramt óskar lögreglan eftir myndefni úr öryggismyndavélum af umræddu svæði búi fólk yfir því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×