Daníel og Irma taka spennandi stökk: „Maður vill ekki lifa í eftirsjá eftir ferilinn“ Aron Guðmundsson skrifar 1. október 2024 09:31 Daníel og Irma sjá fram á spennandi tíma í þjálfun hjá hinum reynslumikla Yannick Tregaro Vísir/Sigurjón Tvö af okkar fremsta frjálsíþróttafólki. Stökkvararnir Daníel Ingi Egilsson og Irma Gunnarsdóttir. Hefja fljótlega þjálfun hjá hinum reynslumikla og sigursælaYannick Tregaro og taka skrefið í atvinnumennskuna. Daníel hvetur fólk til að elta drauma sína líkt og hann geri núna og aldrei gefast upp. Tregaro er reyndur þjálfari með langan feril sem þjálfari að baki sem hófst þegar að hann var aðeins 23 ára gamall. Svíinn hefur þjálfað íþróttafólk sem hefur unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramótum og er þar þekktastur þrístökkvarinn Christian Olsson sem var á sínum tíma einn besti þrístökkvari í heimi og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Daníel, sem fyrr á árinu bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki utanhúss, hungrar í frekari árangur og er spenntur fyrir því að flytja út til Svíþjóðar og æfa undir stjórn Tregaro. „Maður fann fyrir löngun til þess að prófa eitthvað nýtt. Ég er búinn að ná frábærum árangri hér heima á Íslandi en svo finnur maður fyrir meira hungri. Langar að ná enn þá lengra og þá fær maður hugmyndina að því að fara út í meira atvinnumannaumhverfi með mjög svo reyndum þjálfara. Það var í raun bara hungrið í að ná meiri árangri sem leiddi til þess að maður fór að leita út á við. Daníel Ingi bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki fyrr á árinuVísir/Sigurjón „Fyrir mann sjálfan. Að geta kynnst því hvernig er að vera atvinnumaður í sinni íþrótt. Verður frábært. Ég held að flestir þeir sem vilja ná árangri vilji geta upplifað sig sem atvinnumann í sínu sporti. Að vera halda núna út til Svíþjóðar gefur manni smá meiri tilfinningunni fyrir því hvernig það er akkúrat að vera atvinnumaður.“ Svipaða sögu er að segja af Irmu sem er ríkjandi Íslandsmethafinn í þrístökki kvenna utanhúss en hún mun byrja í fjarþjálfun hér heima hjá Tregaro á meðan að hún klárar nám. „Þegar að það er frá mun ég klárlega láta reyna á það að flytja út og upplifa drauminn minn. Þótt maður geti ekki farið strax þá er alltaf hægt að finna lausn á því. Eins og ég er að gera með því að byrja í fjarþjálfun þó það sé smá erfiðara. Irmu Gunnarsdóttur í atrennuFacebook FRÍ „Það er rosalega spennandi að svona reyndur og flottur þjálfari vilji taka við þjálfuninni hjá manni. Ég er allavegana mjög spennt fyrir því og lýst mjög vel á þennan mann.“ Það að reyndur þjálfari á borð við Tregaro sé að taka við þjálfun tveggja af okkar bestu stökkvurum veit á gott. „Ég bara hvet alla sem hafa þann draum. Að verða atvinnumenn í sinni íþrótt. Að gefast ekki upp á þeim draumi,“ segir Daníel. „Láta vaða á þetta. Maður vill ekki lifa í eftirsjá eftir ferilinn. Hugsa „af hverju reyndi ég ekki að fara út og gerast atvinnumaður.“ Aldrei missa vonina á því að verða ekki atvinnumaður. Þetta er bara með þeim betri tilfinningum sem maður getur upplifað sem íþróttamaður. Að vita það inni að maður sé atvinnumaður í sinni íþrótt.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
Tregaro er reyndur þjálfari með langan feril sem þjálfari að baki sem hófst þegar að hann var aðeins 23 ára gamall. Svíinn hefur þjálfað íþróttafólk sem hefur unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum sem og heims- og Evrópumeistaramótum og er þar þekktastur þrístökkvarinn Christian Olsson sem var á sínum tíma einn besti þrístökkvari í heimi og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Daníel, sem fyrr á árinu bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki utanhúss, hungrar í frekari árangur og er spenntur fyrir því að flytja út til Svíþjóðar og æfa undir stjórn Tregaro. „Maður fann fyrir löngun til þess að prófa eitthvað nýtt. Ég er búinn að ná frábærum árangri hér heima á Íslandi en svo finnur maður fyrir meira hungri. Langar að ná enn þá lengra og þá fær maður hugmyndina að því að fara út í meira atvinnumannaumhverfi með mjög svo reyndum þjálfara. Það var í raun bara hungrið í að ná meiri árangri sem leiddi til þess að maður fór að leita út á við. Daníel Ingi bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki fyrr á árinuVísir/Sigurjón „Fyrir mann sjálfan. Að geta kynnst því hvernig er að vera atvinnumaður í sinni íþrótt. Verður frábært. Ég held að flestir þeir sem vilja ná árangri vilji geta upplifað sig sem atvinnumann í sínu sporti. Að vera halda núna út til Svíþjóðar gefur manni smá meiri tilfinningunni fyrir því hvernig það er akkúrat að vera atvinnumaður.“ Svipaða sögu er að segja af Irmu sem er ríkjandi Íslandsmethafinn í þrístökki kvenna utanhúss en hún mun byrja í fjarþjálfun hér heima hjá Tregaro á meðan að hún klárar nám. „Þegar að það er frá mun ég klárlega láta reyna á það að flytja út og upplifa drauminn minn. Þótt maður geti ekki farið strax þá er alltaf hægt að finna lausn á því. Eins og ég er að gera með því að byrja í fjarþjálfun þó það sé smá erfiðara. Irmu Gunnarsdóttur í atrennuFacebook FRÍ „Það er rosalega spennandi að svona reyndur og flottur þjálfari vilji taka við þjálfuninni hjá manni. Ég er allavegana mjög spennt fyrir því og lýst mjög vel á þennan mann.“ Það að reyndur þjálfari á borð við Tregaro sé að taka við þjálfun tveggja af okkar bestu stökkvurum veit á gott. „Ég bara hvet alla sem hafa þann draum. Að verða atvinnumenn í sinni íþrótt. Að gefast ekki upp á þeim draumi,“ segir Daníel. „Láta vaða á þetta. Maður vill ekki lifa í eftirsjá eftir ferilinn. Hugsa „af hverju reyndi ég ekki að fara út og gerast atvinnumaður.“ Aldrei missa vonina á því að verða ekki atvinnumaður. Þetta er bara með þeim betri tilfinningum sem maður getur upplifað sem íþróttamaður. Að vita það inni að maður sé atvinnumaður í sinni íþrótt.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira