Körfubolti

Sæ­var og Stefán misstu and­litið í beinni: „Það leið næstum yfir mig“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sævar og Stefán réðu illa við sig.
Sævar og Stefán réðu illa við sig. Stöð 2 Sport

Menn voru léttir í upphitunarþætti Bónusdeildar karla í körfubolta. Keflvíkingurinn knái Sævar Sævarsson mátti hafa sig allan við þegar hann var tekinn í hraðaspurningar undir lok þáttar.

Stefán Árni Pálsson spurði Sævar spjörunum úr, þar á meðal hvort erfiðara væri að horfa á leik Keflavíkurliðsins eða fæðingu barna Sævars. Sævar er þekktur fyrir stress yfir leikjum Keflavíkur en sagði fæðingu síns fyrsta barns hafa verið „helvíti á jörðu“.

„Það leið næstum því yfir mig, en þetta er saga sem ég segi þér síðar,“ sagði Sævar.

„Ég trúi því, ég hef séð þetta líka,“ svaraði Stefán Árni sem kallaði á mikil hlátrasköll Sævars sem velti því upp hvort Stefán hefði verið með honum á fæðingadeildinni þegar Sævar átti sín börn.

Sjón er sögu ríkari. Atvikið má sjá í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×