Á meðan bílinn er ódýrari verði hann fyrsta val Jón Þór Stefánsson skrifar 1. október 2024 11:16 Einungis tvö prósent starfsfólks Isavia á flugvellinum sem býr á höfuðborgarsvæðinu notar almenningssamgöngur eða starfsmannarútu. Vísir/Egill Á meðan það er ódýrara að aka og leggja bíl í stæði við Keflavíkurflugvöll en að nota aðra ferðamáta verður einkabíllinn í flestum tilfellum fyrsta val fólks. Þetta segir í skýrslu starfshóps sem innviðaráðherrra skipaði með tillögum úrbótum um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Í skýrslunni er til að mynda bent á að einungis tvö prósent starfsfólks Isavia á flugvellinum sem býr á höfuðborgarsvæðinu nýti sér almenningssamgöngur eða starfsmannarútu til og frá vinnu að staðaldri. Hjá starfsfólki sem býr í Reykjanesbæ sé hlutfallið einungis um eitt prósent. Þá er bent á að einu almenningssamgöngurnar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjanesbæjar haldist ekki í hendur við flugáætlanir, opnunartíma flugstöðvar eða vinnutíma starfsfólks. „Ferðatími, tíðni og kostnaður almenningssamgangna í samanburði við einkabílinn segir mikið til um samkeppnishæfni ferðamátans. Með áframhaldandi aukningu umferðar við Keflavíkurflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu lengist óhjákvæmilega ferðatími með almenningssamgöngum nema þær séu í forgangi. Horfa þarf til lausna sem lágmarka og stytta ferðatíma með almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli,” segir í skýrslunni. Starfshópurinn leggur til að almenningssamgöngur verði því gerðar að samkeppnishæfum ferðamáta. Það er ein af sex aðgerðum sem hópurinn leggur sérstaklega til, sem framtíðarsýn til ársins 2030. Markmið 1: Efla almenningssamgöngur svo að þær þjóni betur íbúum, starfsfólki og ferðamönnum Markmið 2: Afla betri gagna um ferðavenjur starfsfólks og flugfarþega Markmið 3: Fyrirmyndar aðstaða fyrir farþega Markmið 4: Almenningssamgöngur séu samkeppnishæfar við aðra ferðamáta Markmið 5: Almenningssamgöngur séu grænar Markmið 6: Samstarf hagsmunaaðila um áframhaldandi uppbyggingu og þróun almenningssamgangna Þá leggur hópurinn einnig til aðra framtíðarsýn, til ársins 2040. Tillögurnar þar eru eftirfarandi: Vagnar gangi fyrir grænni orku. Innviðir við Keflavíkurflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu styðji grænar almenningssamgöngur. Ferðir verði tíðar, greiðfærar og áreiðanlegar – án tafa og krókaleiða. Auðvelt verði að ferðast með farangur, vagna, hjólastóla og reiðhjól. Almenningssamgöngur verði öruggur kostur og aðgengi tryggt fyrir alla . Greiðslukerfi sé notendavænt. Aðstaða fyrir farþega verði til fyrirmyndar. Góðar tengingar við aðrar almenningssamgöngur Í skýrslunni er í mjög stuttu máli minnst á hraðvagna og lest. Það er þegar fjallað er um orðskýringuna á almenningssamgöngum, en þar segir að mögulegar framtíðarlausnir, líkt og hraðvagnar eða lest, falli undir þá skilgreiningu. Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Í skýrslunni er til að mynda bent á að einungis tvö prósent starfsfólks Isavia á flugvellinum sem býr á höfuðborgarsvæðinu nýti sér almenningssamgöngur eða starfsmannarútu til og frá vinnu að staðaldri. Hjá starfsfólki sem býr í Reykjanesbæ sé hlutfallið einungis um eitt prósent. Þá er bent á að einu almenningssamgöngurnar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjanesbæjar haldist ekki í hendur við flugáætlanir, opnunartíma flugstöðvar eða vinnutíma starfsfólks. „Ferðatími, tíðni og kostnaður almenningssamgangna í samanburði við einkabílinn segir mikið til um samkeppnishæfni ferðamátans. Með áframhaldandi aukningu umferðar við Keflavíkurflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu lengist óhjákvæmilega ferðatími með almenningssamgöngum nema þær séu í forgangi. Horfa þarf til lausna sem lágmarka og stytta ferðatíma með almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli,” segir í skýrslunni. Starfshópurinn leggur til að almenningssamgöngur verði því gerðar að samkeppnishæfum ferðamáta. Það er ein af sex aðgerðum sem hópurinn leggur sérstaklega til, sem framtíðarsýn til ársins 2030. Markmið 1: Efla almenningssamgöngur svo að þær þjóni betur íbúum, starfsfólki og ferðamönnum Markmið 2: Afla betri gagna um ferðavenjur starfsfólks og flugfarþega Markmið 3: Fyrirmyndar aðstaða fyrir farþega Markmið 4: Almenningssamgöngur séu samkeppnishæfar við aðra ferðamáta Markmið 5: Almenningssamgöngur séu grænar Markmið 6: Samstarf hagsmunaaðila um áframhaldandi uppbyggingu og þróun almenningssamgangna Þá leggur hópurinn einnig til aðra framtíðarsýn, til ársins 2040. Tillögurnar þar eru eftirfarandi: Vagnar gangi fyrir grænni orku. Innviðir við Keflavíkurflugvöll og á höfuðborgarsvæðinu styðji grænar almenningssamgöngur. Ferðir verði tíðar, greiðfærar og áreiðanlegar – án tafa og krókaleiða. Auðvelt verði að ferðast með farangur, vagna, hjólastóla og reiðhjól. Almenningssamgöngur verði öruggur kostur og aðgengi tryggt fyrir alla . Greiðslukerfi sé notendavænt. Aðstaða fyrir farþega verði til fyrirmyndar. Góðar tengingar við aðrar almenningssamgöngur Í skýrslunni er í mjög stuttu máli minnst á hraðvagna og lest. Það er þegar fjallað er um orðskýringuna á almenningssamgöngum, en þar segir að mögulegar framtíðarlausnir, líkt og hraðvagnar eða lest, falli undir þá skilgreiningu.
Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent