Flestir hlynntir inngöngu í ESB og hafa aldrei verið fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2024 13:55 Um tíu prósentustigum fleiri eru til í að ganga í Evrópusambandð en þeir sem eru á móti því í nýrri könnun. Vísir/EPA Aldrei hafa fleiri verið hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu en í nýrri skoðanakönnun sem áhugafólk um aðild lét gera. Umtalsvert fleiri sögðust hlynntir inngöngu en mótfallnir í könnuninni. Alls sögðust 45,3 prósent svarenda í könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna styðja aðild Íslands að ESB en 35,7 prósent sögðust andvíg. Tæpur fimmtungur tók ekki afstöðu. Hlutfall þeirra sem segjast hlynntir hefur aldrei verið hærra frá því að MMR og síðar Maskína hófu að spyrja um málið fyrir þrettán árum. Svo gott sem jafnmargir sögðust mjög hlynntir inngöngu og mjög andvígir, um 22,7 prósent. Hins vegar voru þeir sem sögðust frekar hlynnt umtalsvert fleiri en þeir frekar andvígu, 22,6 prósent gegn 12,9 prósentum. Karlar eru ákveðnari í afstöðu sinni til aðildar en konur. Af þeim segjast 46,5 prósent hlynntir inngöngu en 40,2 prósent mótfallin. Hjá konunum voru 43,8 prósent hlynnt en 30,1 prósent andvígt. Mestur stuðningur við aðild var í aldursflokknum 40-49 ára þar sem rétt tæpur helmingur sagðist hlynntur. Skammt undan var yngsti aldurshópurinn, 18-29 ára þar sem 49 prósent sögðust hlynnt og aðeins 26,9 prósent andvíg. Mesta andstaðan var í elsta aldurshópnum sextíu ára og eldri, 44,2 prósent andvíg. Þróun afstöðu svarenda til Evrópusambandsaðildar í könnun Maskínu. Bláa línan sýnir hlutfall hlynntra, sú appelsínugula andsnúinna og sú gráa þeirra sem segja hvorki né.Evrópuhreyfingin Borgarbúar áhugasamir, landsbyggðin andsnúin Mikill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Meira en helmingur Reykvíkinga, 53,7 prósent sögðust hlynnt inngöngu í ESB og 47,6 prósent íbúa nágrannasveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni var almenn andstaða gegn aðild. Íbúar Austurlands eru harðaðist á móti Evrópusambandsaðild. Þar var aðeins fjórðungur hlynntur aðild en 56 prósent andvíg. Væntanlegir kjósendur Pírata og Viðreisnar eru langáhugasamastir um aðild, yfir áttatíu prósent þeirra sem sögðust ætla að kjósa þá flokka í næstu kosningum sögðust jafnframt hlynnt ESB-aðild. Þar á eftir komu kjósendur Samfylkingarinnar, 70,9 prósent hlynnt. Kjósendur Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Vinstri grænna eru mest á móti Evrópusambandinu. Af kjósendum Sjálfstæðisflokksin sögðust rúm sjötíu prósent mótfallin aðild og rúm 69 prósent kjósenda Miðflokksins. Evrópusambandið Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Alls sögðust 45,3 prósent svarenda í könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna styðja aðild Íslands að ESB en 35,7 prósent sögðust andvíg. Tæpur fimmtungur tók ekki afstöðu. Hlutfall þeirra sem segjast hlynntir hefur aldrei verið hærra frá því að MMR og síðar Maskína hófu að spyrja um málið fyrir þrettán árum. Svo gott sem jafnmargir sögðust mjög hlynntir inngöngu og mjög andvígir, um 22,7 prósent. Hins vegar voru þeir sem sögðust frekar hlynnt umtalsvert fleiri en þeir frekar andvígu, 22,6 prósent gegn 12,9 prósentum. Karlar eru ákveðnari í afstöðu sinni til aðildar en konur. Af þeim segjast 46,5 prósent hlynntir inngöngu en 40,2 prósent mótfallin. Hjá konunum voru 43,8 prósent hlynnt en 30,1 prósent andvígt. Mestur stuðningur við aðild var í aldursflokknum 40-49 ára þar sem rétt tæpur helmingur sagðist hlynntur. Skammt undan var yngsti aldurshópurinn, 18-29 ára þar sem 49 prósent sögðust hlynnt og aðeins 26,9 prósent andvíg. Mesta andstaðan var í elsta aldurshópnum sextíu ára og eldri, 44,2 prósent andvíg. Þróun afstöðu svarenda til Evrópusambandsaðildar í könnun Maskínu. Bláa línan sýnir hlutfall hlynntra, sú appelsínugula andsnúinna og sú gráa þeirra sem segja hvorki né.Evrópuhreyfingin Borgarbúar áhugasamir, landsbyggðin andsnúin Mikill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Meira en helmingur Reykvíkinga, 53,7 prósent sögðust hlynnt inngöngu í ESB og 47,6 prósent íbúa nágrannasveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni var almenn andstaða gegn aðild. Íbúar Austurlands eru harðaðist á móti Evrópusambandsaðild. Þar var aðeins fjórðungur hlynntur aðild en 56 prósent andvíg. Væntanlegir kjósendur Pírata og Viðreisnar eru langáhugasamastir um aðild, yfir áttatíu prósent þeirra sem sögðust ætla að kjósa þá flokka í næstu kosningum sögðust jafnframt hlynnt ESB-aðild. Þar á eftir komu kjósendur Samfylkingarinnar, 70,9 prósent hlynnt. Kjósendur Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Vinstri grænna eru mest á móti Evrópusambandinu. Af kjósendum Sjálfstæðisflokksin sögðust rúm sjötíu prósent mótfallin aðild og rúm 69 prósent kjósenda Miðflokksins.
Evrópusambandið Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira