Flestir hlynntir inngöngu í ESB og hafa aldrei verið fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2024 13:55 Um tíu prósentustigum fleiri eru til í að ganga í Evrópusambandð en þeir sem eru á móti því í nýrri könnun. Vísir/EPA Aldrei hafa fleiri verið hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu en í nýrri skoðanakönnun sem áhugafólk um aðild lét gera. Umtalsvert fleiri sögðust hlynntir inngöngu en mótfallnir í könnuninni. Alls sögðust 45,3 prósent svarenda í könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna styðja aðild Íslands að ESB en 35,7 prósent sögðust andvíg. Tæpur fimmtungur tók ekki afstöðu. Hlutfall þeirra sem segjast hlynntir hefur aldrei verið hærra frá því að MMR og síðar Maskína hófu að spyrja um málið fyrir þrettán árum. Svo gott sem jafnmargir sögðust mjög hlynntir inngöngu og mjög andvígir, um 22,7 prósent. Hins vegar voru þeir sem sögðust frekar hlynnt umtalsvert fleiri en þeir frekar andvígu, 22,6 prósent gegn 12,9 prósentum. Karlar eru ákveðnari í afstöðu sinni til aðildar en konur. Af þeim segjast 46,5 prósent hlynntir inngöngu en 40,2 prósent mótfallin. Hjá konunum voru 43,8 prósent hlynnt en 30,1 prósent andvígt. Mestur stuðningur við aðild var í aldursflokknum 40-49 ára þar sem rétt tæpur helmingur sagðist hlynntur. Skammt undan var yngsti aldurshópurinn, 18-29 ára þar sem 49 prósent sögðust hlynnt og aðeins 26,9 prósent andvíg. Mesta andstaðan var í elsta aldurshópnum sextíu ára og eldri, 44,2 prósent andvíg. Þróun afstöðu svarenda til Evrópusambandsaðildar í könnun Maskínu. Bláa línan sýnir hlutfall hlynntra, sú appelsínugula andsnúinna og sú gráa þeirra sem segja hvorki né.Evrópuhreyfingin Borgarbúar áhugasamir, landsbyggðin andsnúin Mikill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Meira en helmingur Reykvíkinga, 53,7 prósent sögðust hlynnt inngöngu í ESB og 47,6 prósent íbúa nágrannasveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni var almenn andstaða gegn aðild. Íbúar Austurlands eru harðaðist á móti Evrópusambandsaðild. Þar var aðeins fjórðungur hlynntur aðild en 56 prósent andvíg. Væntanlegir kjósendur Pírata og Viðreisnar eru langáhugasamastir um aðild, yfir áttatíu prósent þeirra sem sögðust ætla að kjósa þá flokka í næstu kosningum sögðust jafnframt hlynnt ESB-aðild. Þar á eftir komu kjósendur Samfylkingarinnar, 70,9 prósent hlynnt. Kjósendur Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Vinstri grænna eru mest á móti Evrópusambandinu. Af kjósendum Sjálfstæðisflokksin sögðust rúm sjötíu prósent mótfallin aðild og rúm 69 prósent kjósenda Miðflokksins. Evrópusambandið Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Alls sögðust 45,3 prósent svarenda í könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna styðja aðild Íslands að ESB en 35,7 prósent sögðust andvíg. Tæpur fimmtungur tók ekki afstöðu. Hlutfall þeirra sem segjast hlynntir hefur aldrei verið hærra frá því að MMR og síðar Maskína hófu að spyrja um málið fyrir þrettán árum. Svo gott sem jafnmargir sögðust mjög hlynntir inngöngu og mjög andvígir, um 22,7 prósent. Hins vegar voru þeir sem sögðust frekar hlynnt umtalsvert fleiri en þeir frekar andvígu, 22,6 prósent gegn 12,9 prósentum. Karlar eru ákveðnari í afstöðu sinni til aðildar en konur. Af þeim segjast 46,5 prósent hlynntir inngöngu en 40,2 prósent mótfallin. Hjá konunum voru 43,8 prósent hlynnt en 30,1 prósent andvígt. Mestur stuðningur við aðild var í aldursflokknum 40-49 ára þar sem rétt tæpur helmingur sagðist hlynntur. Skammt undan var yngsti aldurshópurinn, 18-29 ára þar sem 49 prósent sögðust hlynnt og aðeins 26,9 prósent andvíg. Mesta andstaðan var í elsta aldurshópnum sextíu ára og eldri, 44,2 prósent andvíg. Þróun afstöðu svarenda til Evrópusambandsaðildar í könnun Maskínu. Bláa línan sýnir hlutfall hlynntra, sú appelsínugula andsnúinna og sú gráa þeirra sem segja hvorki né.Evrópuhreyfingin Borgarbúar áhugasamir, landsbyggðin andsnúin Mikill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Meira en helmingur Reykvíkinga, 53,7 prósent sögðust hlynnt inngöngu í ESB og 47,6 prósent íbúa nágrannasveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni var almenn andstaða gegn aðild. Íbúar Austurlands eru harðaðist á móti Evrópusambandsaðild. Þar var aðeins fjórðungur hlynntur aðild en 56 prósent andvíg. Væntanlegir kjósendur Pírata og Viðreisnar eru langáhugasamastir um aðild, yfir áttatíu prósent þeirra sem sögðust ætla að kjósa þá flokka í næstu kosningum sögðust jafnframt hlynnt ESB-aðild. Þar á eftir komu kjósendur Samfylkingarinnar, 70,9 prósent hlynnt. Kjósendur Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Vinstri grænna eru mest á móti Evrópusambandinu. Af kjósendum Sjálfstæðisflokksin sögðust rúm sjötíu prósent mótfallin aðild og rúm 69 prósent kjósenda Miðflokksins.
Evrópusambandið Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira