„Okkur fannst það skylda að klára með sigri“ Stefán Marteinn skrifar 1. október 2024 21:57 Lengst til vinstri: Rúnar Ingi Erlingsson, forveri Einars Árna og núverandi þjálfari meistaraflokks karla hjá Njarðvík. Halldór Karlsson - formaður og loks Einar Árni Jóhannsson sem er í dag þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur. JBÓ/Njarðvík Njaðvík tóku á móti Grindavík í kveðjuleik Ljónagryfjunnar þegar 1. umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Það var ekki mikið sem benti til þess framan af að þetta yrði spennu leikur en annað kom á daginn þegar Njarðvík sigraði Grindavík 60-54. „Í eðli íþróttarinnar þá eru „run“ og Grindavíkurliðið var betra liðið í seinni hálfleik en við náðum samt að halda þeim í ákveðni fjarlægð og fyrst og fremst bara ánægður með sigurinn,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik. Njarðvík voru mun betri í fyrri hálfleik en það var ekki alveg sami kraftur í þeim í síðari hálfleiknum. „Ég ætla ekkert að taka neitt af Grindavík en mér fannst við bara vera of oft einfaldlega að kasta frá okkur boltanum þar sem við voum að klára okkar sóknir illa. Það gaf allt of mikið af hraðaupphlaupum og sniðskotum. Við vorum lengi að koma til baka eftir þetta áhlaup að vera komin í 16-17 stig. Það er 1. október og við erum mjög stutt á veg komin og þurfum að verða miklu betri á mörgum sviðum, það er bara staðreynd.“ Þrátt fyrir sterkan sigur Njarðvíkur í kvöld er of snemmt að tala um einhvern „statement sigur.“ „Já, Grindavík eru án Bandaríkjamanns í dag og án Ísabellu. Tveir frábærir leikmenn og mikilvægir póstar í þeirra liði. Við erum ekkert að fara neitt rosalega hátt yfir þessu. Þetta var leikur á heimavelli, síðasta leiknum okkar í Ljónagryfjunni og okkur fannst það vera skylda að klára það með sigri og það tókst.“ Njarðvík voru að kveðja Ljónagryfjuna í kvöld eftir afar farsæl ár þar sem margar frábærar minningar hafa skapast hjá Njarðvíkingum í gegnum árin. Það var mikilvægt að kveðja Ljónagryfjuna með sigri. „Það er mikið fallegra, það er bara staðreynd. Hér er gríðarlega mikil saga til 50 ára og sérstaklega bara ef við höfrum frá 1981 þar sem að mikil velgengni á löngum stundum og stelpurnar hafa tekið þátt í því partý með tveimur titlum á seinni árum. Það er ótrúlega margt sem að fer í gegnum huga mans. Mörg geggjuð móment sem hafa verið hér en á sama tíma mikil ánægja að vera á leiðinni í hús sem að þjónustar ekki bara iðkendur okkar og meistaraflokks liðin heldur líka stuðningsmenn þegar kemur að stórum leikjum eins og á mót Keflavík að geta fengið alvöru fjölda í húsið því þetta hús[Ljónagryfjan] tekur ekki mjög marga. Það verður bara byltingar breyting og mikil tilhlökkun hjá öllum í félaginu.“ Körfubolti UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
„Í eðli íþróttarinnar þá eru „run“ og Grindavíkurliðið var betra liðið í seinni hálfleik en við náðum samt að halda þeim í ákveðni fjarlægð og fyrst og fremst bara ánægður með sigurinn,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik. Njarðvík voru mun betri í fyrri hálfleik en það var ekki alveg sami kraftur í þeim í síðari hálfleiknum. „Ég ætla ekkert að taka neitt af Grindavík en mér fannst við bara vera of oft einfaldlega að kasta frá okkur boltanum þar sem við voum að klára okkar sóknir illa. Það gaf allt of mikið af hraðaupphlaupum og sniðskotum. Við vorum lengi að koma til baka eftir þetta áhlaup að vera komin í 16-17 stig. Það er 1. október og við erum mjög stutt á veg komin og þurfum að verða miklu betri á mörgum sviðum, það er bara staðreynd.“ Þrátt fyrir sterkan sigur Njarðvíkur í kvöld er of snemmt að tala um einhvern „statement sigur.“ „Já, Grindavík eru án Bandaríkjamanns í dag og án Ísabellu. Tveir frábærir leikmenn og mikilvægir póstar í þeirra liði. Við erum ekkert að fara neitt rosalega hátt yfir þessu. Þetta var leikur á heimavelli, síðasta leiknum okkar í Ljónagryfjunni og okkur fannst það vera skylda að klára það með sigri og það tókst.“ Njarðvík voru að kveðja Ljónagryfjuna í kvöld eftir afar farsæl ár þar sem margar frábærar minningar hafa skapast hjá Njarðvíkingum í gegnum árin. Það var mikilvægt að kveðja Ljónagryfjuna með sigri. „Það er mikið fallegra, það er bara staðreynd. Hér er gríðarlega mikil saga til 50 ára og sérstaklega bara ef við höfrum frá 1981 þar sem að mikil velgengni á löngum stundum og stelpurnar hafa tekið þátt í því partý með tveimur titlum á seinni árum. Það er ótrúlega margt sem að fer í gegnum huga mans. Mörg geggjuð móment sem hafa verið hér en á sama tíma mikil ánægja að vera á leiðinni í hús sem að þjónustar ekki bara iðkendur okkar og meistaraflokks liðin heldur líka stuðningsmenn þegar kemur að stórum leikjum eins og á mót Keflavík að geta fengið alvöru fjölda í húsið því þetta hús[Ljónagryfjan] tekur ekki mjög marga. Það verður bara byltingar breyting og mikil tilhlökkun hjá öllum í félaginu.“
Körfubolti UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira