Rafmagnsleysi á stórum hluta landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2024 13:32 Eins og sjá má nær rafmagnsleysið yfir stóran hluta landsins. RARIK Víðtækt rafmagnsleysi allt frá Vesturlandi um Norðurland og austur á firði stendur yfir. Ástæðuna má rekja til truflunar á flutningskerfi Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli. Truflunin varð klukkan 12:25 samkvæmt tilkynningu frá Rafmagnsveitum ríkisins. Varðst þú fyrir rafmagnsleysi? Hafði það áhrif á þitt daglega líf? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.. „Þessi truflun hafði áhrif á víðfeðm svæði, þar með talin Glerárskógar á Vesturlandi, Norðurland og austur á firði, sem leiddu til rafmagnsleysis. Landsnet og RARIK vinna nú að greiningu á orsökum truflunarinnar og enduruppbyggingu kerfisins. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu símkerfis RARIK vegna þessa atviks, og við biðjum viðskiptavini um þolinmæði meðan unnið er að því að koma rafmagni á aftur. “ Úr öryggismyndavélakerfi Vaðlaheiðarganga. Rafmagnsleysið hefur meðal annars haft áhrif á lýsingu í Vaðlaheiðargöngum. Þar er skert lýsing og fólk hvatt til að aka varlega og hafa kveikt á ljósum sínum sem fyrr. Íbúar á Grenivík, Ólafsfirði, Langanesbyggð og Húsavík segja frá rafmagnsleysi í sinni byggð í athugasemdum við Facebook-færslu Vaðlaheiðarganga. Uppfært klukkan 13:43 Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets segir að uppbygging kerfisins gangi vel og vonandi styttist í að allir verði komnir með rafmagn. Hún segir ekki meira liggja fyrir um upptök rafmagnleysisins en að högg hafi komið á flutningskerfið og kerfið á þeim svæðum sem datt út ekki ráðið við álagið. Góðan dag. Eftirfarandi er fréttatilkynning frá RARIK vegna truflana og rafmagnsleysis í flutningskerfi Landsnets sem hafði áhrif mjög víða. Um klukkan 12:25 varð truflun á flutningskerfi Landsnets vegna útleysingar hjá Norðuráli. Áhrifa af þessu gætti víða og rafmagnslaust varð frá Glerárskógum á Vesturlandi, á Norðurlandi og austur á firði. Landsnet og RARIK vinna að greiningu á trufluninni og því að byggja kerfið upp aftur og þegar hefur rafmagni verið komið á í Dalabyggð, Hrútatungu, Blöndósi og Skagaströnd. Kort af áhrifasvæði bilunarinnar er meðfylgjandi. Ekki varð rafmagnslaust á öllu svæðinu sem meðfylgjandi kort sýnir heldur gætti þar áhrifa frá höggi í flutningskerfinu og t.d. eyðilögðust mælar og heimilistæki í einhverjum tilfellum. Verst urðu áhrifin á svæðinu frá Búðardal og austur að Vopnafirði. Stjórnstöð RARIK vinnur sem stendur að því að byggja flutningskerfið upp aftur og koma á rafmagni þar sem það fór af. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu símkerfis RARIK vegna þessa atviks og eru viðskiptavinir beðnir um að sýna þolinmæði meðan unnið er að því að koma rafmagninu á aftur. Þegar búast má við rafmagnstruflunum er ráðlegt að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem slökkva ekki á sér sjálf þegar rafmagni slær út og sem geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta á meðal annars við um eldavélar og fleiri hitunartæki en einnig er ráðlegt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Þá hefur reynst mörgum vel að eiga vasaljós að grípa til því farsímaljós eru fljót að tæma farsímarafhlöður. RARIK minnir einnig á að rafmagnsleysi getur haft áhrif á fjarskipti og ýmsa þjónustu sem er háð rafmagni. Fylgjast má með frekari tilkynningum á rarik.is/rof og rarik.is/tilkynningar og á Facebook-síðu RARIK sem verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast. Uppfært klukkan 14:24 Rafmagn er komið á að nýju. Orkumál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Truflunin varð klukkan 12:25 samkvæmt tilkynningu frá Rafmagnsveitum ríkisins. Varðst þú fyrir rafmagnsleysi? Hafði það áhrif á þitt daglega líf? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.. „Þessi truflun hafði áhrif á víðfeðm svæði, þar með talin Glerárskógar á Vesturlandi, Norðurland og austur á firði, sem leiddu til rafmagnsleysis. Landsnet og RARIK vinna nú að greiningu á orsökum truflunarinnar og enduruppbyggingu kerfisins. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu símkerfis RARIK vegna þessa atviks, og við biðjum viðskiptavini um þolinmæði meðan unnið er að því að koma rafmagni á aftur. “ Úr öryggismyndavélakerfi Vaðlaheiðarganga. Rafmagnsleysið hefur meðal annars haft áhrif á lýsingu í Vaðlaheiðargöngum. Þar er skert lýsing og fólk hvatt til að aka varlega og hafa kveikt á ljósum sínum sem fyrr. Íbúar á Grenivík, Ólafsfirði, Langanesbyggð og Húsavík segja frá rafmagnsleysi í sinni byggð í athugasemdum við Facebook-færslu Vaðlaheiðarganga. Uppfært klukkan 13:43 Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets segir að uppbygging kerfisins gangi vel og vonandi styttist í að allir verði komnir með rafmagn. Hún segir ekki meira liggja fyrir um upptök rafmagnleysisins en að högg hafi komið á flutningskerfið og kerfið á þeim svæðum sem datt út ekki ráðið við álagið. Góðan dag. Eftirfarandi er fréttatilkynning frá RARIK vegna truflana og rafmagnsleysis í flutningskerfi Landsnets sem hafði áhrif mjög víða. Um klukkan 12:25 varð truflun á flutningskerfi Landsnets vegna útleysingar hjá Norðuráli. Áhrifa af þessu gætti víða og rafmagnslaust varð frá Glerárskógum á Vesturlandi, á Norðurlandi og austur á firði. Landsnet og RARIK vinna að greiningu á trufluninni og því að byggja kerfið upp aftur og þegar hefur rafmagni verið komið á í Dalabyggð, Hrútatungu, Blöndósi og Skagaströnd. Kort af áhrifasvæði bilunarinnar er meðfylgjandi. Ekki varð rafmagnslaust á öllu svæðinu sem meðfylgjandi kort sýnir heldur gætti þar áhrifa frá höggi í flutningskerfinu og t.d. eyðilögðust mælar og heimilistæki í einhverjum tilfellum. Verst urðu áhrifin á svæðinu frá Búðardal og austur að Vopnafirði. Stjórnstöð RARIK vinnur sem stendur að því að byggja flutningskerfið upp aftur og koma á rafmagni þar sem það fór af. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu símkerfis RARIK vegna þessa atviks og eru viðskiptavinir beðnir um að sýna þolinmæði meðan unnið er að því að koma rafmagninu á aftur. Þegar búast má við rafmagnstruflunum er ráðlegt að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem slökkva ekki á sér sjálf þegar rafmagni slær út og sem geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta á meðal annars við um eldavélar og fleiri hitunartæki en einnig er ráðlegt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Þá hefur reynst mörgum vel að eiga vasaljós að grípa til því farsímaljós eru fljót að tæma farsímarafhlöður. RARIK minnir einnig á að rafmagnsleysi getur haft áhrif á fjarskipti og ýmsa þjónustu sem er háð rafmagni. Fylgjast má með frekari tilkynningum á rarik.is/rof og rarik.is/tilkynningar og á Facebook-síðu RARIK sem verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast. Uppfært klukkan 14:24 Rafmagn er komið á að nýju.
Varðst þú fyrir rafmagnsleysi? Hafði það áhrif á þitt daglega líf? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is..
Góðan dag. Eftirfarandi er fréttatilkynning frá RARIK vegna truflana og rafmagnsleysis í flutningskerfi Landsnets sem hafði áhrif mjög víða. Um klukkan 12:25 varð truflun á flutningskerfi Landsnets vegna útleysingar hjá Norðuráli. Áhrifa af þessu gætti víða og rafmagnslaust varð frá Glerárskógum á Vesturlandi, á Norðurlandi og austur á firði. Landsnet og RARIK vinna að greiningu á trufluninni og því að byggja kerfið upp aftur og þegar hefur rafmagni verið komið á í Dalabyggð, Hrútatungu, Blöndósi og Skagaströnd. Kort af áhrifasvæði bilunarinnar er meðfylgjandi. Ekki varð rafmagnslaust á öllu svæðinu sem meðfylgjandi kort sýnir heldur gætti þar áhrifa frá höggi í flutningskerfinu og t.d. eyðilögðust mælar og heimilistæki í einhverjum tilfellum. Verst urðu áhrifin á svæðinu frá Búðardal og austur að Vopnafirði. Stjórnstöð RARIK vinnur sem stendur að því að byggja flutningskerfið upp aftur og koma á rafmagni þar sem það fór af. Mikil eftirspurn er eftir þjónustu símkerfis RARIK vegna þessa atviks og eru viðskiptavinir beðnir um að sýna þolinmæði meðan unnið er að því að koma rafmagninu á aftur. Þegar búast má við rafmagnstruflunum er ráðlegt að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem slökkva ekki á sér sjálf þegar rafmagni slær út og sem geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Þetta á meðal annars við um eldavélar og fleiri hitunartæki en einnig er ráðlegt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Þá hefur reynst mörgum vel að eiga vasaljós að grípa til því farsímaljós eru fljót að tæma farsímarafhlöður. RARIK minnir einnig á að rafmagnsleysi getur haft áhrif á fjarskipti og ýmsa þjónustu sem er háð rafmagni. Fylgjast má með frekari tilkynningum á rarik.is/rof og rarik.is/tilkynningar og á Facebook-síðu RARIK sem verður uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast.
Orkumál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira