Það er skortur á orku en ekki orkuskortur Hörður Arnarson skrifar 2. október 2024 14:31 Íslenskt raforkukerfi er einstakt í heiminum. Hér rekum við lokað kerfi með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, ber mikla ábyrgð, enda vinnum við rúm 70% þeirrar raforku sem hér er framleidd. Það er mikil kúnst að stýra svona kerfi þar sem náttúruöflin ráða því hversu mikla orku er hægt að vinna á hverju ári. Að mínum dómi hefur það gengið gríðarlega vel og Landsvirkjun hefur aldrei í sinni nær 60 ára sögu skert forgangsorku. Ég tel þó að það hafi verið farið aðeins frjálslega með hugtök í umræðunni um orkuskort undanfarið. Förum stuttlega yfir þetta. Það er ekki orkuskortur þegar skerðanleg orka er skert í lélegum vatnsárum. (Það er eðlilegt, þess vegna heitir hún skerðanleg orka, er seld á lægra verði og er bara í boði þegar vatnsstaðan býður upp á umframorku). Það er hins vegar orkuskortur þegar stærri fyrirtæki fá ekki afhenta forgangsorku sem hefur verið samið um eða þegar almenni markaðurinn sem sinnir heimilum og smærri fyrirtækjum fær ekki nægilega orku til að uppfylla þarfir þeirra. Það er ekki orkuskortur þegar nýtt álver, gagnaver, metanólverksmiðja, landeldisfyrirtæki – fær ekki samning um eins mikla orku og það vill. Ef það héti orkuskortur, þá væri hann stöðugt ástand. Þá er og verður alltaf orkuskortur. Hamlandi skortur á orku Það er hins vegar skortur á orku. Þetta er ekki hártogun eða háð. Það er mikilvægt að greina á milli orkuskorts - sem lýsir sér með því að ekki er hægt að standa við gerða samninga – og skorts á orku – sem lýsir sér með því að ekki er hægt að gera nýja samninga eða stækka þá sem fyrir eru til að styðja við vöxt samfélagsins. Þótt það sé ekki orkuskortur þá er ljóst að þær tafir á uppbyggingu nýrrar orkuvinnslu sem hafa einkennt síðustu ár hamla vaxtarmöguleikum samfélagsins. Okkur er að fjölga og íslenskt samfélag er að vaxa. Deilum ekki um keisarans skegg Þegar orkuþörf framtíðar er metin er mikilvægast að horfa til næstu 10-12 ára. Það er hægt að segja með nokkurri vissu að til að styðja við almennan vöxt og orkuskipti í samfélaginu til ársins 2035 þarf um það bil 6 terawattstundir. Orkuspár Landsnets, Orkustofnunar og Samorku eru allar á svipuð róli. Nú eru unnar um 20 TWst á ári svo það er þó nokkur aukning, en engan veginn óyfirstíganleg. Það sem meira er – við vitum að þessi orka mun koma frá þeim orkulindum sem við þekkjum nú þegar: vatnsafli, jarðvarma og vindi á landi. Tækniframfarir og nýsköpun gætu mögulega gert aðrar leiðir hagstæðari þegar frá líður en næsta áratuginn hið minnsta eru þetta hagkvæmustu kostirnir sem hægt er að nýta. Framleiðum velsæld Á starfsdegi Landsvirkjunar á dögunum varð einum starfsmanninum að orði: Ég lít ekki svo á að við séum bara að vinna raforku. Við erum að framleiða velsæld. Ég geri hans orð að mínum og vona að við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að gefa íslensku samfélagi tækifæri til að vaxa og draga úr losun svo við skerðum ekki lífsgæði þeirra kynslóða sem á eftir okkur koma. Til þess þarf aukna orkuvinnslu svo ekki verði hamlandi skortur á orku (sem er ekki það sama og orkuskortur). Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt raforkukerfi er einstakt í heiminum. Hér rekum við lokað kerfi með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, ber mikla ábyrgð, enda vinnum við rúm 70% þeirrar raforku sem hér er framleidd. Það er mikil kúnst að stýra svona kerfi þar sem náttúruöflin ráða því hversu mikla orku er hægt að vinna á hverju ári. Að mínum dómi hefur það gengið gríðarlega vel og Landsvirkjun hefur aldrei í sinni nær 60 ára sögu skert forgangsorku. Ég tel þó að það hafi verið farið aðeins frjálslega með hugtök í umræðunni um orkuskort undanfarið. Förum stuttlega yfir þetta. Það er ekki orkuskortur þegar skerðanleg orka er skert í lélegum vatnsárum. (Það er eðlilegt, þess vegna heitir hún skerðanleg orka, er seld á lægra verði og er bara í boði þegar vatnsstaðan býður upp á umframorku). Það er hins vegar orkuskortur þegar stærri fyrirtæki fá ekki afhenta forgangsorku sem hefur verið samið um eða þegar almenni markaðurinn sem sinnir heimilum og smærri fyrirtækjum fær ekki nægilega orku til að uppfylla þarfir þeirra. Það er ekki orkuskortur þegar nýtt álver, gagnaver, metanólverksmiðja, landeldisfyrirtæki – fær ekki samning um eins mikla orku og það vill. Ef það héti orkuskortur, þá væri hann stöðugt ástand. Þá er og verður alltaf orkuskortur. Hamlandi skortur á orku Það er hins vegar skortur á orku. Þetta er ekki hártogun eða háð. Það er mikilvægt að greina á milli orkuskorts - sem lýsir sér með því að ekki er hægt að standa við gerða samninga – og skorts á orku – sem lýsir sér með því að ekki er hægt að gera nýja samninga eða stækka þá sem fyrir eru til að styðja við vöxt samfélagsins. Þótt það sé ekki orkuskortur þá er ljóst að þær tafir á uppbyggingu nýrrar orkuvinnslu sem hafa einkennt síðustu ár hamla vaxtarmöguleikum samfélagsins. Okkur er að fjölga og íslenskt samfélag er að vaxa. Deilum ekki um keisarans skegg Þegar orkuþörf framtíðar er metin er mikilvægast að horfa til næstu 10-12 ára. Það er hægt að segja með nokkurri vissu að til að styðja við almennan vöxt og orkuskipti í samfélaginu til ársins 2035 þarf um það bil 6 terawattstundir. Orkuspár Landsnets, Orkustofnunar og Samorku eru allar á svipuð róli. Nú eru unnar um 20 TWst á ári svo það er þó nokkur aukning, en engan veginn óyfirstíganleg. Það sem meira er – við vitum að þessi orka mun koma frá þeim orkulindum sem við þekkjum nú þegar: vatnsafli, jarðvarma og vindi á landi. Tækniframfarir og nýsköpun gætu mögulega gert aðrar leiðir hagstæðari þegar frá líður en næsta áratuginn hið minnsta eru þetta hagkvæmustu kostirnir sem hægt er að nýta. Framleiðum velsæld Á starfsdegi Landsvirkjunar á dögunum varð einum starfsmanninum að orði: Ég lít ekki svo á að við séum bara að vinna raforku. Við erum að framleiða velsæld. Ég geri hans orð að mínum og vona að við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að gefa íslensku samfélagi tækifæri til að vaxa og draga úr losun svo við skerðum ekki lífsgæði þeirra kynslóða sem á eftir okkur koma. Til þess þarf aukna orkuvinnslu svo ekki verði hamlandi skortur á orku (sem er ekki það sama og orkuskortur). Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar