Teitur í Ljónagryfjunni: „Eitthvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“ Aron Guðmundsson skrifar 3. október 2024 09:29 Teitur Örlygsson í Ljónagryfjunni sem er honum og öðrum Njarðvíkingum afar kær. Það er hér sem margt af fremsta körfuboltafólki Íslands hefur alist upp. Nú hefur verið opnað á nýjan kafla í sögu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Framundan tímar í nýju og glæsilegu íþróttahúsi. Síðasta keppnisleiknum í Ljónagryfjunni er lokið. Vísir/Sigurjón Ólason Ljónagryfjan. Íþróttahúsið sem hefur reynst Njarðvíkingum svo vel. Hefur verið formlega kvatt með síðasta keppnisleiknum í húsinu. Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upplifað þar stórar gleðistundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljónagryfjuna og segja frá sögu hennar. Það var einhvern veginn við hæfi að Njarðvíkingar skildu hafa kvatt Ljónagryfjuna með sigri. Það gerði kvennalið körfuknattleiksdeildarinnar í leik gegn Njarðvík í fyrstu umferð Bónus deildar kvenna á þriðjudagskvöldið síðastliðið. Framundan nýjir tímar. Nýr kafli til að verða ritaður í sögu körfuknattleiksdeildarinnar í nýju og glæsilegu íþróttahúsi í Stapaskóla. Á síðasta leikdeginum í Ljónagryfjunni hittum við á Teit Örlygsson og fengum hann til þess að fara með okkur í gegnum húsið og um leið rifja upp gamla tíma. Innslagið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Teitur er einn sigursælasti körfuboltamaður okkar Íslendinga og sem leikmaður Njarðvíkur varð hann tíu sinnum Íslandsmeistari og var fjórum sinnum valinn besti maður efstu deildar. „Það eru eiginlega bara akkúrat fimmtíu ár síðan. Hálf öld síðan að maður hérna sem polli að sprikla,“ segir Teitur. „Allar þessar gleðistundir. Allur tíminn sem maður hefur varið hér í þessu húsi. Ég hef hvergi í lífinu, fyrir utan heimili mitt, varið eins miklum einum stað eins og hér í Ljónagryfjunni. Þegar að maður er að alast upp og fær þessa körfuboltadellu. Þá var ég í Njarðvíkurskóla hér fyrir aftan og mætti á æfingu. Eftir æfingu hékk maður síðan hérna í Ljónagryfjunni fram á kvöld og fylgdist með meistaraflokki æfa. Þessi áhugi var svo brjálæðislegur á þessum tíma. Þarna kynntist maður strákunum sem maður átti eftir að spila með í meistaraflokki og var svo heppinn að fæðast í árgang góðra íþróttamanna. Úr varð stórveldi.“ Innslagið með Teiti Örlygssyni í Ljónagryfjunni má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. UMF Njarðvík Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
Það var einhvern veginn við hæfi að Njarðvíkingar skildu hafa kvatt Ljónagryfjuna með sigri. Það gerði kvennalið körfuknattleiksdeildarinnar í leik gegn Njarðvík í fyrstu umferð Bónus deildar kvenna á þriðjudagskvöldið síðastliðið. Framundan nýjir tímar. Nýr kafli til að verða ritaður í sögu körfuknattleiksdeildarinnar í nýju og glæsilegu íþróttahúsi í Stapaskóla. Á síðasta leikdeginum í Ljónagryfjunni hittum við á Teit Örlygsson og fengum hann til þess að fara með okkur í gegnum húsið og um leið rifja upp gamla tíma. Innslagið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Teitur er einn sigursælasti körfuboltamaður okkar Íslendinga og sem leikmaður Njarðvíkur varð hann tíu sinnum Íslandsmeistari og var fjórum sinnum valinn besti maður efstu deildar. „Það eru eiginlega bara akkúrat fimmtíu ár síðan. Hálf öld síðan að maður hérna sem polli að sprikla,“ segir Teitur. „Allar þessar gleðistundir. Allur tíminn sem maður hefur varið hér í þessu húsi. Ég hef hvergi í lífinu, fyrir utan heimili mitt, varið eins miklum einum stað eins og hér í Ljónagryfjunni. Þegar að maður er að alast upp og fær þessa körfuboltadellu. Þá var ég í Njarðvíkurskóla hér fyrir aftan og mætti á æfingu. Eftir æfingu hékk maður síðan hérna í Ljónagryfjunni fram á kvöld og fylgdist með meistaraflokki æfa. Þessi áhugi var svo brjálæðislegur á þessum tíma. Þarna kynntist maður strákunum sem maður átti eftir að spila með í meistaraflokki og var svo heppinn að fæðast í árgang góðra íþróttamanna. Úr varð stórveldi.“ Innslagið með Teiti Örlygssyni í Ljónagryfjunni má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
UMF Njarðvík Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira