Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. október 2024 12:02 Sigríður Dóra er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Sigurjón Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sagt um samningum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið heimilt að veita Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrám. Forstjóri heilsugæslunnar segir boltann nú hjá yfirvöldum, sem þurfi að búa til lagaramma sem virkar. Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem send var út í morgun kom fram að lokað hefði verið fyrir aðgengi trúnaðarlæknis Samgöngustofu að sjúkraskrám. Sjá einnig: Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Það hafi verið gert að fyrirmælum Landlæknisembættisins, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að lagastoð hefði skort fyrir beinum aðgangi hans að sjúkraskrám. Segja upp samningum við fleiri Forstjóri heilsugæslunnar segir málið tekið alvarlega, og samningnum, sem síðast var endurnýjaður árið 2020, lokað um leið og óskað var eftir því. „Á sama hátt vorum við með trúnaðarlækna Fluglæknaseturs, sem voru einnig með aðgang í gegnum miðlæga sjúkraskrá hjá okkur samkvæmt samningi. Þeim aðgangi var sömuleiðis rift,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Við vorum að þjónusta KSÍ, að vista hjartalínurit hjá heilbrigðum íþróttamönnum, við lokuðum á þann aðgang.“ Boltinn hjá yfirvöldum Verið sé að skoða fleiri samninga, sem ekki hafi verið lokað, í ljósi úrskurðar Persónuverndar. Þar sé meðal annars undir samvinna við Vinnumálastofnun um heilbrigðisskoðanir hælisleitenda. „Við erum bara í þessum töluðu orðum að fara yfir það og leysa það mál.“ Sigríður Dóra segir litið svo á að frekari breytingar sem mögulega þurfi að gera á fyrirkomulaginu í framhaldinu séu ekki á borði heilsugæslunnar. „Þarna er búið að gera athugasemd við þessa leið, og þá er það bara Samgöngustofu og yfirvalda að hanna þá það lagaumhverfi að þeir hafi aðgengi að upplýsingum,“ segir Sigríður Dóra. Heilsugæsla Persónuvernd Samgöngur Tengdar fréttir Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem send var út í morgun kom fram að lokað hefði verið fyrir aðgengi trúnaðarlæknis Samgöngustofu að sjúkraskrám. Sjá einnig: Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Það hafi verið gert að fyrirmælum Landlæknisembættisins, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að lagastoð hefði skort fyrir beinum aðgangi hans að sjúkraskrám. Segja upp samningum við fleiri Forstjóri heilsugæslunnar segir málið tekið alvarlega, og samningnum, sem síðast var endurnýjaður árið 2020, lokað um leið og óskað var eftir því. „Á sama hátt vorum við með trúnaðarlækna Fluglæknaseturs, sem voru einnig með aðgang í gegnum miðlæga sjúkraskrá hjá okkur samkvæmt samningi. Þeim aðgangi var sömuleiðis rift,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Við vorum að þjónusta KSÍ, að vista hjartalínurit hjá heilbrigðum íþróttamönnum, við lokuðum á þann aðgang.“ Boltinn hjá yfirvöldum Verið sé að skoða fleiri samninga, sem ekki hafi verið lokað, í ljósi úrskurðar Persónuverndar. Þar sé meðal annars undir samvinna við Vinnumálastofnun um heilbrigðisskoðanir hælisleitenda. „Við erum bara í þessum töluðu orðum að fara yfir það og leysa það mál.“ Sigríður Dóra segir litið svo á að frekari breytingar sem mögulega þurfi að gera á fyrirkomulaginu í framhaldinu séu ekki á borði heilsugæslunnar. „Þarna er búið að gera athugasemd við þessa leið, og þá er það bara Samgöngustofu og yfirvalda að hanna þá það lagaumhverfi að þeir hafi aðgengi að upplýsingum,“ segir Sigríður Dóra.
Heilsugæsla Persónuvernd Samgöngur Tengdar fréttir Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22