Maté: Erum að fara að tapa fullt af leikjum Árni Jóhannsson skrifar 3. október 2024 21:35 Maté Dalmay hafði fáar ástæður til að brosa í kvöld Vísir/Hulda Margrét Þjálfari Hauka, Maté Dalmay, var sjáanlega svekktur með það hvernig lið hans mætti til leiks gegn Hetti fyrr í kvöld. Gólfið á Ásvöllum var skúrað með Haukaliðinu og héldu strákarnir hans Viðars á moppunni. Leiknum lauk með 80-108 sigri gestanna og byrjun tímabilsins gæti varla verið verri. Hvað var Maté ósáttastur við? „Ég er svekktastur með að það eru allir ótrúlega peppaðir fyrir því að byrja tímabilið og við bjóðum upp á þetta.“ Maté var á því að hittni Hattar hafi orðið til þess að leikurinn þróaðist eins og hann gerði. „Þeir hitta svakalega vel og það dregur úr okkur allan lífsvilja og viljann til að spila eins og menn hérna.“ Höfðu leikmannabreytingar rétt fyrir leik slæm áhrif á það hverni lið hans kom inn í leikinn? „Nei nei nei nei nei. Hann [Seppe D'espallier] spilaði vel í dag. Hann hjálpaði okkur í dag ef eitthvað er. Það eru hinir sem mega vera mjög óánægðir með sjálfa sig í dag.“ Maté ákvað að fara í einfaldar leiðbeiningar til sinna manna á næstu æfingu. „Þetta er rosaleg einföldun en við erum að skjóta 15-20% allan leikinn í þristum allan leikinn. Góðir skotmenn eins og Ágúst, Everage og fleiri úr ágætis skotum framan af allavega. Þangað til að það kom þessi uppgjafakafli þar sem þetta fór í eitthvað bull. Svo settu þeir allt niður bara og það er engin heppni að skjóta vel. Þeir mættu bara miklu tilbúnari að smella honum ofan í.“ Birkir Hrafn Eyþórsson er líklega eini jákvæði punkturinn sem Haukar geta dregið úr þessum sigri en lesendur ættu að leggja þetta nafn á minnið. Hann var að spila sinn fyrsta leik í úrvalsdeild og verður 18 ára í nóvember. Hann skoraði 12 stig og skoraði átta af fyrstu átta stigum heimamanna. „Hann var flottur. Hann var ekki hræddur við sviðið en ég er ekki viss um að hinir hafi verið hræddir, ég held ekki. Birkir heldur vonandi áfram svona og smitar út frá sér til hinna. Við þurfum af fá framlag frá þeim sem sáu gólfið í dag. Þeir mega ekki vera hræddir, við erum að fara að tapa fullt af leikjum í vetur. Við þurfum að vinna ákveðið magn af leikjum til að gera eitthvað en tapleikirnir mega ekki vera svona gjörsamlega vonlausir.“ Bónus-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Höttur 80-108 | Ótrúlega öruggur sigur Hattar í Hafnarfirði Höttur mætti til leiks í fyrstu umferð Bónus deildar karla og tóku gestgjafa sína í Haukum í bakaríið. Haukar voru eiginlega engin fyrirstaða fyrir fullorðna Hattarmenn sem unnu 80-108 sigur í leik sem var lítið spennandi í seinni hálfleik. 3. október 2024 18:32 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira
Hvað var Maté ósáttastur við? „Ég er svekktastur með að það eru allir ótrúlega peppaðir fyrir því að byrja tímabilið og við bjóðum upp á þetta.“ Maté var á því að hittni Hattar hafi orðið til þess að leikurinn þróaðist eins og hann gerði. „Þeir hitta svakalega vel og það dregur úr okkur allan lífsvilja og viljann til að spila eins og menn hérna.“ Höfðu leikmannabreytingar rétt fyrir leik slæm áhrif á það hverni lið hans kom inn í leikinn? „Nei nei nei nei nei. Hann [Seppe D'espallier] spilaði vel í dag. Hann hjálpaði okkur í dag ef eitthvað er. Það eru hinir sem mega vera mjög óánægðir með sjálfa sig í dag.“ Maté ákvað að fara í einfaldar leiðbeiningar til sinna manna á næstu æfingu. „Þetta er rosaleg einföldun en við erum að skjóta 15-20% allan leikinn í þristum allan leikinn. Góðir skotmenn eins og Ágúst, Everage og fleiri úr ágætis skotum framan af allavega. Þangað til að það kom þessi uppgjafakafli þar sem þetta fór í eitthvað bull. Svo settu þeir allt niður bara og það er engin heppni að skjóta vel. Þeir mættu bara miklu tilbúnari að smella honum ofan í.“ Birkir Hrafn Eyþórsson er líklega eini jákvæði punkturinn sem Haukar geta dregið úr þessum sigri en lesendur ættu að leggja þetta nafn á minnið. Hann var að spila sinn fyrsta leik í úrvalsdeild og verður 18 ára í nóvember. Hann skoraði 12 stig og skoraði átta af fyrstu átta stigum heimamanna. „Hann var flottur. Hann var ekki hræddur við sviðið en ég er ekki viss um að hinir hafi verið hræddir, ég held ekki. Birkir heldur vonandi áfram svona og smitar út frá sér til hinna. Við þurfum af fá framlag frá þeim sem sáu gólfið í dag. Þeir mega ekki vera hræddir, við erum að fara að tapa fullt af leikjum í vetur. Við þurfum að vinna ákveðið magn af leikjum til að gera eitthvað en tapleikirnir mega ekki vera svona gjörsamlega vonlausir.“
Bónus-deild karla Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Höttur 80-108 | Ótrúlega öruggur sigur Hattar í Hafnarfirði Höttur mætti til leiks í fyrstu umferð Bónus deildar karla og tóku gestgjafa sína í Haukum í bakaríið. Haukar voru eiginlega engin fyrirstaða fyrir fullorðna Hattarmenn sem unnu 80-108 sigur í leik sem var lítið spennandi í seinni hálfleik. 3. október 2024 18:32 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Höttur 80-108 | Ótrúlega öruggur sigur Hattar í Hafnarfirði Höttur mætti til leiks í fyrstu umferð Bónus deildar karla og tóku gestgjafa sína í Haukum í bakaríið. Haukar voru eiginlega engin fyrirstaða fyrir fullorðna Hattarmenn sem unnu 80-108 sigur í leik sem var lítið spennandi í seinni hálfleik. 3. október 2024 18:32