Ákveðinn hópur hafi unnið að niðurstöðunni undir yfirborðinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. október 2024 19:20 Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, tapaði í kjöri um 1. varaformann BSRB í dag. Vísir/Ívar Fannar Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, felldi Þórarin Eyfjörð, formann Sameykis, í kjöri um 1. varaformann BSRB á þingi bandalagsins í dag. Þórarinn heldur að ákveðnir þingfulltrúar hafi unnið að niðurstöðunni undir yfirborðinu. Þing BSRB fór fram undanfarna þrjá daga og lauk í dag þegar kosið var í nýja stjórn BSRB. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, var ein í framboði til formanns og því endurkjörin. Hún hefur setið sem formaður BSRB frá október 2018. Það sem vekur þó mesta athygli er að Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis sem er stærsta félagið innan BSRB, laut í lægra haldi í kosningum um sæti 1. varaformanns. Hann hefur verið 1. varaformaður BSRB frá 2021. „Í svona samtökum á enginn markað sæti. Það er ekki þannig. Það hefur verið ágreiningur um bæði áherslur og aðferðarfræði innan þessa samfélags. Það hafa fyrst og fremst verið átök í kringum kjarasamninga og útfærslur á þeim,“ sagði Þórarinn í samtali við fréttastofu þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við kosningunni. Ákveðinn hópur unnið undir yfirborðinu „Ég sem formaður Sameykis hef lagt áherslu á ákveðna þætti í kjarabaráttu og útfærslu þeirra. Sá ágreiningur hefur verið erfiður og hluti af þessari niðurstöðu liggur þar,“ bætir Þórarinn við. Hvað er það sem þú leggur áherslu á sem veldur ágreiningi? „Það eru ýmis atriði sem koma við útfærslu í kjarasamningi og áherslum.“ Þú vilt ekki fara nánar út í það? „Nei nei.“ Sameyki er svo stórt innan bandalagsins. Var þá einhver smölun á fundinn? „Það er ekki þannig að ég hafi heyrt mikið af smölun en því hefur verið haldið fram að svo hafi verið. Og það er svo sem ekkert ólíklegt að það gæti verið rétt. En ég er ekkert að velta mér upp úr því. Þetta er niðurstaða þessa kjörs sem þarna var,“ segir hann. Var hart tekist á á fundinum? „Ég held að ákveðinn hópur hafi verið að vinna að þessu undir yfirborðinu. Þingfulltrúar eða fulltrúar annarra félaga. Það var sagt við mig að þingi loknu en ég sel það nú ekki dýrara en ég keypti,“ segir hann. Umræða um úrsögn ekki farið fram „Það sem við höfum lagt áherslu á í Sameyki er fyrst og fremst að vinna árangursríka baráttu fyrir okkar félagsfólk. Við höfum náð mjög góðum árangri í því og það getur eftir atvikum kallað á ágreining við bæði viðsemjendur og líka haft áhrif á samstarf og samflot þegar áherslur fara ekki saman. Það er þekkt í þessum heimi stéttabaráttunnar að slík staða getur komið upp,“ segir Þórarinn. Að sögn Þórarins hefði vanalega verið farið í raðkjör í kjölfar úrslitanna. Hann hefði þá getað farið í stjórn í minna hlutverki en hafi ekki sóst eftir því. „Í ljósi þess að þingheimur kaus með þessum hætti sá ég ekki ástæðu til þess að leggja áherslu á að fara inn í stjórn BSRB,“ segir hann. „Þessi niðurstaða var afgerandi og þá er það bara niðurstaðan. Í meðstjórnendum eigum við fulltrúa sem er að vísu ekki félagslega kjörinn. Það er skrifstofustjórinn sem er ágætis tenging við BSRB. Svo höldum við okkar kjara- og hagmsunabaráttu fyrir félagsfólk áfram,“ segir hann. Kemur til grein að ganga úr BSRB? „Umræða um það hefur hvergi og ekkert farið fram. Að vísu voru einhverjir félagar Sameykis sem impruðu á því eftir þingið í dag. Og ég held að margir félagsmenn hafi ekki verið sáttir við þessa niðurstöðu. Hvað það ber í skauti sér í framhaldinu er ekkert hægt að segja á þessu stigi. Ef það kemur til umræðu tökum við upp það samtal,“ segir hann að lokum. Stéttarfélög Lögreglan Tengdar fréttir Sonja Ýr endurkjörin formaður BSRB Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára á 46. þingi BSRB. 29. september 2021 12:49 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Þing BSRB fór fram undanfarna þrjá daga og lauk í dag þegar kosið var í nýja stjórn BSRB. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, var ein í framboði til formanns og því endurkjörin. Hún hefur setið sem formaður BSRB frá október 2018. Það sem vekur þó mesta athygli er að Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis sem er stærsta félagið innan BSRB, laut í lægra haldi í kosningum um sæti 1. varaformanns. Hann hefur verið 1. varaformaður BSRB frá 2021. „Í svona samtökum á enginn markað sæti. Það er ekki þannig. Það hefur verið ágreiningur um bæði áherslur og aðferðarfræði innan þessa samfélags. Það hafa fyrst og fremst verið átök í kringum kjarasamninga og útfærslur á þeim,“ sagði Þórarinn í samtali við fréttastofu þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við kosningunni. Ákveðinn hópur unnið undir yfirborðinu „Ég sem formaður Sameykis hef lagt áherslu á ákveðna þætti í kjarabaráttu og útfærslu þeirra. Sá ágreiningur hefur verið erfiður og hluti af þessari niðurstöðu liggur þar,“ bætir Þórarinn við. Hvað er það sem þú leggur áherslu á sem veldur ágreiningi? „Það eru ýmis atriði sem koma við útfærslu í kjarasamningi og áherslum.“ Þú vilt ekki fara nánar út í það? „Nei nei.“ Sameyki er svo stórt innan bandalagsins. Var þá einhver smölun á fundinn? „Það er ekki þannig að ég hafi heyrt mikið af smölun en því hefur verið haldið fram að svo hafi verið. Og það er svo sem ekkert ólíklegt að það gæti verið rétt. En ég er ekkert að velta mér upp úr því. Þetta er niðurstaða þessa kjörs sem þarna var,“ segir hann. Var hart tekist á á fundinum? „Ég held að ákveðinn hópur hafi verið að vinna að þessu undir yfirborðinu. Þingfulltrúar eða fulltrúar annarra félaga. Það var sagt við mig að þingi loknu en ég sel það nú ekki dýrara en ég keypti,“ segir hann. Umræða um úrsögn ekki farið fram „Það sem við höfum lagt áherslu á í Sameyki er fyrst og fremst að vinna árangursríka baráttu fyrir okkar félagsfólk. Við höfum náð mjög góðum árangri í því og það getur eftir atvikum kallað á ágreining við bæði viðsemjendur og líka haft áhrif á samstarf og samflot þegar áherslur fara ekki saman. Það er þekkt í þessum heimi stéttabaráttunnar að slík staða getur komið upp,“ segir Þórarinn. Að sögn Þórarins hefði vanalega verið farið í raðkjör í kjölfar úrslitanna. Hann hefði þá getað farið í stjórn í minna hlutverki en hafi ekki sóst eftir því. „Í ljósi þess að þingheimur kaus með þessum hætti sá ég ekki ástæðu til þess að leggja áherslu á að fara inn í stjórn BSRB,“ segir hann. „Þessi niðurstaða var afgerandi og þá er það bara niðurstaðan. Í meðstjórnendum eigum við fulltrúa sem er að vísu ekki félagslega kjörinn. Það er skrifstofustjórinn sem er ágætis tenging við BSRB. Svo höldum við okkar kjara- og hagmsunabaráttu fyrir félagsfólk áfram,“ segir hann. Kemur til grein að ganga úr BSRB? „Umræða um það hefur hvergi og ekkert farið fram. Að vísu voru einhverjir félagar Sameykis sem impruðu á því eftir þingið í dag. Og ég held að margir félagsmenn hafi ekki verið sáttir við þessa niðurstöðu. Hvað það ber í skauti sér í framhaldinu er ekkert hægt að segja á þessu stigi. Ef það kemur til umræðu tökum við upp það samtal,“ segir hann að lokum.
Stéttarfélög Lögreglan Tengdar fréttir Sonja Ýr endurkjörin formaður BSRB Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára á 46. þingi BSRB. 29. september 2021 12:49 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Sonja Ýr endurkjörin formaður BSRB Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára á 46. þingi BSRB. 29. september 2021 12:49