Innlent

Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Endurnýjuð ríkisstjórn var skipuð á Bessastöðum í vor. En flokkarnir þrír hafa verið í samstarfi síðan 2017.
Endurnýjuð ríkisstjórn var skipuð á Bessastöðum í vor. En flokkarnir þrír hafa verið í samstarfi síðan 2017. Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórnarflokkarnir mælast sameiginlega með tuttugu prósenta fylgi í nýjustu könnun Prósents.

Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með tólf prósent, Framsóknarflokkurinn með fimm prósent, og Vinstri græn með þrjú prósent.

Greint var frá þessu í Morgunblaðinu í dag.

Samfylkingin er með mest fylgi allra flokka eða 26 prósent og Miðflokkurinn næststærstur með átján prósent.

Þá mælast bæði Viðreisn og Flokkur fólksins hvor um sig með ellefu prósenta fylgi, og Píratar með níu prósent. Sósíalistaflokkurinn mælist með fjögur prósent.

Fram kemur í Morgunblaðinu að könnunin hafi verið gerð á milli 18. september og 3. október. 2150 hafi verið í úrtaki og 1093 svarað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×