„Erum ennþá með þetta í okkar höndum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. október 2024 21:45 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego „Þetta er svekkelsi. Mér fannst við spila frábæran leik,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Val í 25. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. „Okkur var refsað fyrir þessi fáu mistök sem við gerðum. Við gerðum reyndar vel að koma til baka tvisvar en það er auðvitað bara Frederik [Schram, markvörður Vals] sem vinnur þetta stig fyrir þá. Ég er stoltur af liðinu en svekktur með niðurstöðuna,“ bætti Halldór við. Hann segir enn fremur að það sé erfitt að finna eitthvað sem hann er ósáttur við í leik síns liðs í kvöld. „Það er erfitt. Í byrjun leiks fannst mér við vera aðeins of soft þegar þeir voru að senda háa bolta fram á Patrick [Pedersen]. Mér fannst hann fá að valsa bara hérna um og við hefðum þurft að standa aðeins nær honum. Það var kannski aðallega það. Við tókum hann miklu betur í seinni hálfleik.“ „Valsliðið var auðvitað mætt hérna til að verja markið sitt og þeir gerðu það vel. Þetta var þolinmæðisleikur og auðvitað setur það strik í reikninginn að lenda tvisvar undir. En mér fannst liðið spila vel og ég var ánægður með strákana í dag.“ Þrátt fyrir að hægt sé að tala um tvö töpuð stig í titilbaráttu Breiðabliks getur liðið huggað sig við það að Víkingar gerðu einnig jafntefli í kvöld. „Það er bara óbreytt staða frá því í morgun. Við erum ennþá með þetta í okkar höndum eins og í svolítið langan tíma núna.“ Þá segist Halldór ætla að gefa liðinu smá frí nú þegar landsleikjahléið tekur við áður en liðið mætir aftur á fullu gasi til að undirbúa sig fyrir lokasprettinn. „Við tökum þriggja daga frí, en svo þurfum við bara að æfa vel og undirbúa þessa tvo leiki sem eru framundan,“ sagði Halldór að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
„Okkur var refsað fyrir þessi fáu mistök sem við gerðum. Við gerðum reyndar vel að koma til baka tvisvar en það er auðvitað bara Frederik [Schram, markvörður Vals] sem vinnur þetta stig fyrir þá. Ég er stoltur af liðinu en svekktur með niðurstöðuna,“ bætti Halldór við. Hann segir enn fremur að það sé erfitt að finna eitthvað sem hann er ósáttur við í leik síns liðs í kvöld. „Það er erfitt. Í byrjun leiks fannst mér við vera aðeins of soft þegar þeir voru að senda háa bolta fram á Patrick [Pedersen]. Mér fannst hann fá að valsa bara hérna um og við hefðum þurft að standa aðeins nær honum. Það var kannski aðallega það. Við tókum hann miklu betur í seinni hálfleik.“ „Valsliðið var auðvitað mætt hérna til að verja markið sitt og þeir gerðu það vel. Þetta var þolinmæðisleikur og auðvitað setur það strik í reikninginn að lenda tvisvar undir. En mér fannst liðið spila vel og ég var ánægður með strákana í dag.“ Þrátt fyrir að hægt sé að tala um tvö töpuð stig í titilbaráttu Breiðabliks getur liðið huggað sig við það að Víkingar gerðu einnig jafntefli í kvöld. „Það er bara óbreytt staða frá því í morgun. Við erum ennþá með þetta í okkar höndum eins og í svolítið langan tíma núna.“ Þá segist Halldór ætla að gefa liðinu smá frí nú þegar landsleikjahléið tekur við áður en liðið mætir aftur á fullu gasi til að undirbúa sig fyrir lokasprettinn. „Við tökum þriggja daga frí, en svo þurfum við bara að æfa vel og undirbúa þessa tvo leiki sem eru framundan,“ sagði Halldór að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti