Þorbjörg ætlar sér fyrsta sætið Atli Ísleifsson skrifar 8. október 2024 08:58 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, ætlar sér að verða leiðtogi Viðreisnar í Reykjavík í komandi þingkosningum. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sem fyrirhugað í tengslum við næstu alþingiskosningar sem munu að óbreyttu fara fram á næsta ári. Þorbjörg greindi frá þessu í hlaðvarpi Björns Inga Hrafnssonar, Grjótkastinu, í gær. Þorbjörg leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum 2021 og hlaut flokkurinn um átta prósent atkvæða. Þingmaðurinn greindi frá því að til standi að halda sameiginlegt prófkjör fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og gerir hún ráð fyrir að það fari fram snemma á næsta ári. Það sé í fyrsta sinn sem verði haldið slíkt prófkjör hjá flokknum fyrir þingkosningar. „Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og ég sé þetta fyrir mér ákveðið vítamínskot fyrir flokkinn. Það er líka frábært að fá mann eins og Jón Gnarr til liðs við flokkinn. Ég hef verið mikill aðdáandi hans,“ segir Þorbjörg. Greint var frá því í síðasta mánuði að Jón hefði gengið til liðs við Viðreisn og sagðist hann ætla sér stóra hluti og komast á þing. „Ég er oddviti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Núna erum við að fara inn í prófkjör sem verður sameiginlegt prófkjör beggja Reykjavíkurkjördæmanna. Ég ætla að sækjast eftir fyrsta sætinu í því prófkjöri. Ég sé verkefnið þannig að í þessu prófkjöri sé Viðreisn og flokksfélagar í Viðreisn að velja sér leiðtoga sem geti skilað flokknum inn í ríkisstjórn, að ríkisstjórnarborðinu og í ríkisstjórnarsamstarf. Ég býð mig fram í fyrsta sæti vegna þess að ég held að það geti ég gert.“ Kosningar á næsta ári Ekki liggur fyrir hvenær næstu þingkosningar fara fram en kjörtímabilinu lýkur næsta haust. Margir telja þó að þær muni fara fram í vor, sérstaklega eftir nýsamþykkta ályktun landsfundar Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok. Í ályktuninni sagði meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Viðreisn fékk 8,4 prósenta fylgi á landsvísu í kosningunum 2021 og fimm þingmenn. Þorbjörg Sigríður og Hanna Katrín Friðriksson leiddu lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmum tveimur í kosningunum 2021 og náðu báðar inn á þing. Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Lukkuriddarar og spámaðurinn úr suðri Pólitíkin er komin í kosningaham, enda verður varla kosið síðar en í vor. 4. október 2024 09:51 Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. 27. september 2024 16:57 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Þorbjörg greindi frá þessu í hlaðvarpi Björns Inga Hrafnssonar, Grjótkastinu, í gær. Þorbjörg leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í þingkosningunum 2021 og hlaut flokkurinn um átta prósent atkvæða. Þingmaðurinn greindi frá því að til standi að halda sameiginlegt prófkjör fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og gerir hún ráð fyrir að það fari fram snemma á næsta ári. Það sé í fyrsta sinn sem verði haldið slíkt prófkjör hjá flokknum fyrir þingkosningar. „Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og ég sé þetta fyrir mér ákveðið vítamínskot fyrir flokkinn. Það er líka frábært að fá mann eins og Jón Gnarr til liðs við flokkinn. Ég hef verið mikill aðdáandi hans,“ segir Þorbjörg. Greint var frá því í síðasta mánuði að Jón hefði gengið til liðs við Viðreisn og sagðist hann ætla sér stóra hluti og komast á þing. „Ég er oddviti í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Núna erum við að fara inn í prófkjör sem verður sameiginlegt prófkjör beggja Reykjavíkurkjördæmanna. Ég ætla að sækjast eftir fyrsta sætinu í því prófkjöri. Ég sé verkefnið þannig að í þessu prófkjöri sé Viðreisn og flokksfélagar í Viðreisn að velja sér leiðtoga sem geti skilað flokknum inn í ríkisstjórn, að ríkisstjórnarborðinu og í ríkisstjórnarsamstarf. Ég býð mig fram í fyrsta sæti vegna þess að ég held að það geti ég gert.“ Kosningar á næsta ári Ekki liggur fyrir hvenær næstu þingkosningar fara fram en kjörtímabilinu lýkur næsta haust. Margir telja þó að þær muni fara fram í vor, sérstaklega eftir nýsamþykkta ályktun landsfundar Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok. Í ályktuninni sagði meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Viðreisn fékk 8,4 prósenta fylgi á landsvísu í kosningunum 2021 og fimm þingmenn. Þorbjörg Sigríður og Hanna Katrín Friðriksson leiddu lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmum tveimur í kosningunum 2021 og náðu báðar inn á þing.
Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Lukkuriddarar og spámaðurinn úr suðri Pólitíkin er komin í kosningaham, enda verður varla kosið síðar en í vor. 4. október 2024 09:51 Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. 27. september 2024 16:57 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Lukkuriddarar og spámaðurinn úr suðri Pólitíkin er komin í kosningaham, enda verður varla kosið síðar en í vor. 4. október 2024 09:51
Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. 27. september 2024 16:57